Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Björgvin Ploder, trommari Sniglabandsins, lýsir mótorhjólaþættinum Motogp sem hóf göngu sína á Skjá einum um síðustu helgi. Það eru hæg heimatökin hjá Björgvini því hann starfar sem hljóðmaður á Skjá einum og var hann meira en lítið æstur þegar hann frétti af því að stöðin hefði fest kaup á uppáhalds- þættinum sínum. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í tólf til fimmtán ár á Eurosport,“ segir Björgvin. „Ég fór beint í mína yfirmenn og sagðist ætla að lýsa þessu.“ Áttu yfirmennirnir erfitt að standast þessa ákveðni Björgvins og réðu hann á staðnum. „Þessi keppni er í sama flokki og Formúlan er fyrir bílana. Þetta er samt ekki keppni í því hver er fljótastur að skipta um dekk eða setja bensín á, heldur keppni í því hver er fljótastur að keyra. Þeir stoppa ekkert og það er ofboðslega skemmti- legt að fylgjast með þessu,“ segir hann og bætir því við að hraðskreiðustu hjólin fari upp í 300 km hraða. Björgvin er, eins og gefur að skilja, forfallinn mótorhjólaáhugamaður og á hvorki fleiri né færri en fjögur hjól. Eitt þeirra er ́ 67 módel en hin þrjú eru ́ 80 módel. Átján ár eru nú liðin síðan hann fór með félögum sínum í Sniglabandinu í eftirminnilega mótorhjóla- ferð til Sovétríkjanna þáverandi, þar sem þeir feyktust um á fákum sínum og héldu tíu tón- leika. „Við vorum í mánuð í Sovét og þvæld- umst um öll Eystrasaltsríkin, fórum til Moskvu, Hvíta Rússlands og síðan til Leníngrad, sem núna heitir St. Pétursborg. Ég hef aldrei verið jafnfrægur og þá en það vissi bara enginn af því.“ Trommari lýsir mótórhjólakeppni Óvenjuleg keppni fer fram á veit- inga- og kúrekastaðnum Tony´s County undir Ingólfsfjalli í kvöld þegar bitist verður um sigur í smjöráti. Hafa keppendur fimmtán mínútur til að slafra í sig einu kílói af smjöri og sá sem er fljótastur fær að launum fimmtíu þúsund krónur í verðlaun. Að sögn Eymundar Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra Tony´s County, munu að minnsta kosti fjór- ir taka þátt. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert nokkru sinni áður,“ segir Eymundur, sem var að borða harðfisk og vantaði smjör þegar hann fékk hugmyndina. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig ákvað Eymundur að fá hjúkrunar- fræðing til að vera á staðnum ef eitthvað kemur upp á. Einnig verða fötur á gólfinu ef menn þurfa að kasta upp. „Við höfðum samband við lækni og hann segir að þetta sé óþverri inn í æðarnar að fá þetta í svona magni á svona stuttum tíma en þetta er ekki hættulegt. Það er helst að það verði mjúkar hægðir á eftir,“ segir Eymundur, sem opnaði staðinn rétt fyrir síðustu jól. Segir hann viðtökurnar hafa verið fram- ar vonum og fjölmargir hópar og fyrirtæki hafi sótt Tony´s heim og drukkið í sig amerísku kúreka- menninguna. Auk smjörátsins bjóða Eymund- ur og félagar upp á ýmsar aðrar uppákomur. Má þar nefna Coyoty Ugly-kvöld sem var haldið í fyrsta sinn í gærkvöldi þar sem létt- klæddar barstúlkur stukku upp á borð og helltu í gestina, líkt og í samnefndri kvikmynd. Kíló af smjöri á 15 mínútum „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjang- hæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum,“ segir tónlistar- maðurinn KK. Þeir Magnús Eiríks- son hafa dvalið ásamt Óttari Felix Haukssyni útgefanda í Sjanghæ í Kína undanfarið við upptökur á nýrri plötu, sem gefin verður út þar í landi sem og á Íslandi í sumar. Í kvöld troða þeir upp á tónleik- um undir yfirskriftinni Kveðja frá Íslandi. KK og Magnús voru að stilla saman strengi sína þegar Fréttablaðið truflaði þá. „Ár svíns- ins gekk í garð hér í landi fyrir skemmstu og nýárshátíðin stendur yfir fram á sunnudag,“ segir KK. „Við vorum fengnir til að spila á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Sjanghæ í tilefni af hátíðarhöldun- um og ætlum að bjóða upp alls kyns blús og tökum mikið af lögum eftir okkur sjálfa. Bæði platan og tón- leikarnir hafa átt sér langan aðdraganda og það er gaman að þetta er að verða að raunveru- leika.“ KK er ekki alls ókunnugur Kína, því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir landið. „Ég fór fyrst til Peking árið 1999 og fyrir hálfu öðru ári kom ég fram á lista- hátíð hér í Sjanghæ. Það hafa engar smá breytingar átt sér stað á þess- um stutta tíma, þetta er orðin ein öflugasta þjóð í heimi.“ Tónleikar KK og Magnúsar hafa vakið athygli fjölmiðla í Sjanghæ, fjórar sjónvarpsstöðvar og níu dag- blöð hafa fjallað um þá, til dæmis birtist viðtal við KK í dagblaðinu Shanghai Daily, þar sem honum er lýst sem „endurrreisnarmanni blústónlistarinnar“. „Okkur hefur verið tekið afskaplega vel,“ segir blúsarinn. „Okkur var til dæmis boðið í siglingu eftir fallegri á í grennd við borgina. Um borð feng- um við meðal annars ljúffengan mat en vorum frekar lengi að borða og frekar en að senda okkur í land án þess að klára matinn var bátn- um bara snúið við og tekinn auka- hringur. Okkur líður eins og kónga- fólki hér.“ Einar Sveinbjörnsson MARKAÐURINN á www.visir alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.