Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 2
Samkeppniseftirlitið telur að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi með sér víðtækt samráð. Eft- irlitið gerði í gær húsleit hjá tveimur ferðaskrifstofum og Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) og hafði með sér gögn í kassavís. Eftirlitið telur samráðið ná til gististaða, bílaleiga og veitinga- húsa og ná til „ákvörðun verðs, álagningar, skiptingu markaða og samræmingu viðskiptamála,“ eins og segir í gögnum sem eftirlitið lagði fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur þegar heimildar til húsleitar var óskað. Samkeppniseftirlitið telur sig hafa rökstuddan grun um að Sam- tök ferðaþjónustunnar og félög innan þeirra hafi með alvarlegum hætti brotið samkeppnislög. Í beiðninni um húsleitarheimild er meðal annars byggt á fundargerð- um samtakanna. Gögn sýni að for- svarsmenn fyrirtækja innan SAF hafi ítrekað rætt saman um verð- lagningu og álagningu fyrir þjón- ustu sína um árabil. Vitnað er til fundargerðar frá 7. september 2004. „Rætt var um hótelverð eins og þau birtast á netinu sem virðast hærri en í nágrannalöndunum. Miklar umræður urðu um blokkbókanir og ljóst að víða eru þær sívaxandi vandamál. JKÓ [Jón Karl Ólafs- son, formaður SAF] sagði að nauð- synlegt væri að halda fund innan SAF og ræða þessa þróun og hvernig fyrirtækin gætu brugðist við henni. Ákveðið var að ræða þetta á næsta stjórnarfundi við formenn fagnefndanna. EH [Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF] sagði að ferðaskrifstofu- nefnd og gististaðanefnd ætluðu að halda fljótlega sameiginlegan fund til að ræða samskipti ekki síst vegna blokkbókana og siða- reglna almennt.“ Samkeppniseftirlitið telur ofantalið skýra vísbendingu um ólögmætt samráð. Ennfremur segir í beiðni um húsleitarheim- ild. „JKÓ sagðist hafa áhyggjur af sumrinu vegna gengisþróunar og hægara innstreymis bókana. Hann velti fyrir sér næsta ári og sagði ákveðna hættu á kollsteypu og ræddi hvort ekki þyrfti að senda félagsmönnum einhver skilaboð vegna verðlagningar 2006. Tóku stjórnarmenn undir það. Var ákveðið að senda hug- leiðingu í fréttabréfi.“ Í beiðninni er svo reifað hvern- ig á vormánuðum 2006 hafi flest- ar ferðaskrifstofur hækkað verð sín á utanlandsferðum um allt að 12 prósent í kjölfar gengislækk- unar. [Hann] ræddi hvort ekki þyrfti að senda félags- mönnum einhver skilaboð vegna verðlagningar 2006. Sigurður, eru dónalegar limrur bannaðar í þingveislunni á Hótel Sögu? Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að ákvörðunin um að lækka lánshlut- fall og hámarkslán hjá Íbúðalána- sjóði síðasta sumar hafi verið tímabundin ráðstöfun sem alltaf hafi staðið til að endurskoða þegar fært þætti. „Ég taldi ein- faldlega að það væri tímabært að gera þetta núna,“ segir hann. Magnús segir að framsóknar- menn vilji almennt standa við kosningaloforð sín. Þegar ákvörðunin um lækkun- ina hafi verið tekin þá hafi fram- kvæmdum meðal annars verið frestað. Þær hafi verið settar af stað aftur á haustmánuðum. Íbúðalánin hafi beðið þar til núna. „Ég hef ekki trú á því að þetta geti stofnað þeim efnahagsávinningi sem hefur verið í hættu. Þó láns- hlutfall sé hækkað þá miðast lánin við brunabótamat, ekki kaupverð, og hámarksfjárhæðin er 18 millj- ónir, var 17, þannig að það eru miklar skorður í þessu. Það er ekki þannig að þetta hlaupi villt og galið út um allt.“ Sjálfstæðismenn hafa gagn- rýnt ákvörðunina harkalega. „Við vorum í sambandi við forsætis- ráðherra en þetta var ekkert rætt sérstaklega í ríkisstjórn, ekki frekar en ýmislegt annað sem menn gera af þessu tagi,“ segir hann og telur ákvörðunina ekki þungan bita fyrir ríkisstjórnar- samstarfið. Tímabært að hækka núna Móðir sextán ára pilts, sem látið hafði ófriðlega á skólaballi á fimmtudagskvöld, ákvað að skilja son sinn eftir í fangelsi frekar en að taka hann með sér heim. Lögreglan hafði fært drenginn í fangelsi ásamt öðrum sextán ára dreng. Þeir höfðu verið í áflogum á skólaballi hjá einum framhalds- skólanna. Foreldrar drengjanna komu í fangelsið til að sækja þá. Móðir yngri drengsins ákvað að láta hann sofa úr sér í fangaklefa því það væri honum fyrir bestu. Móðirin fór heim til sín en drengurinn gisti fangageymslur og var sleppt á föstudagsmorgun. Lét soninn sofa úr sér á stöðinni Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS MERCEDES BENZ E240 Nýskr. 12.98 - Sjálfskiptur - Ekinn 115 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.550 .000. - Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, lést á Landspítal- anum fimmtu- daginn 1. mars, 55 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 23. júní 1951, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og vígðist prestur 3. október 1976. Hann var meðal annars sóknarprestur í Hálsprestakalli, Möðruvalla- prestakalli og Laufáspresta- kalli. Árið 1996 kom út bókin Lífs- kraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs, sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Séra Pétur Þórarinsson látinn Kínverskur karlmaður var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að stinga ítalskan vinnufélaga sinn tvívegis með hnífi. Verknaðurinn átti sér stað síðustu nýársnótt í ára- mótagleði sem haldin var í vinnubúðum Kárahnjúka- virkjunar, en báðir mennirnir störfuðu við fram- kvæmdirnar. Fórnarlambið sagðist hafa verið að hjálpa kínverskri stúlku á fætur þegar árásarmaður- inn hefði ráðist að honum. Hann hefði ekki séð hann nálgast heldur einungis fundið þegar hann var stunginn. Vitni bar fyrir dómi að árásarmaðurinn hefði staðið upp úr sófa, sveigt framhjá fólki til að nálgast fórnarlambið sitt og síðan lagt til hans. Árásarmaðurinn játaði frá upphafi að hafa stungið fórnarlamb sitt. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði gripið til hnífsins til að beita honum í átökum gegn hópi manna þar sem hallaði töluvert á hann. Sagðist hann ekki hafa greint á milli þeirra manna sem hann hefði þurft að eigast við heldur stungið þann sem næst honum stóð. Við dómsuppkvaðninguna var tekið tillit til þess að áverkar fórnarlambsins voru ekki lífshættulegir og ekki þótti þörf á að flytja hann á sjúkrahús eftir árásina. Á hinn bóginn var litið til þess að hann hefði beitt fyrir sér hættulegu eggvopni og hending ein ráðið því hvaða áverkar hlutust af stungunni. Ræddu um verðlag og gengisþróunina Samkeppniseftirlitið telur sig hafa rökstuddan grun um víðtækt samráð fyrir- tækja í ferðaþjónustu. Húsleit var gerð hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferða- skrifstofu Íslands og Heimsferðum í gær að fengnum úrskurði héraðsdóms. Tap fjölmiðla- og afþrey- ingarfélagsins 365 hf. nam 6.943 milljónum króna á síðasta ári. Mikil umskipti urðu á fyrir- tækinu undir lok ársins og voru rekstrareiningarnar NFS, DV og tímaritaútgáfan lagðar niður. Sé aðeins horft til reksturs þeirra eininga sem fyrirtækið starfrækir í dag nam tap síðasta árs rúmum 1,2 milljörðum. Stjórnendur 365 meta rekstr- arhorfur ársins 2007 nokkuð góðar enda aðgerðir á borð við lokun NFS og salan á DV og tímaritum til þess fallnar að ná fram hagræðingu. Megin rekstrareiningar félagsins eru 365 miðlar, Sena, D3 og Sagafilm. 365 er útgefandi Fréttablaðsins. Tapaði tæpum sjö milljörðum Harður árekstur varð á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar í gærkvöldi. Tvær fólksbifreiðar skullu saman af miklu afli. Að sögn lögreglu komu bifreiðarnar úr gagnstæðum áttum þegar önnur beygði skyndilega fyrir hina með fyrrgreindum afleiðingum. Gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu var lokað um tíma á meðan hreinsað var til á slysstað og hlúð að ökumönnum bifreið- anna. Meiðsli þeirra reyndust þó ekki vera stórvægileg. Loka þurfti gatnamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.