Fréttablaðið - 03.03.2007, Page 48
heimaerbest
Stórfjölskylda, hjón með sex börn,
festi kaup á 490 fermetra einbýlis-
húsi fyrir þremur árum. Hún lét
verða sitt fyrsta verk að koma hús-
næðinu í sitt upprunalega horf,
ásamt því að búa til séríbúð úr hluta
efri hæðarinnar.
Húsið hafði gegnt margvíslegu
hlutverki síðan það var byggt 1980
og verið breytt í samræmi við það.
Fjölskyldan ákvað að taka efri hæð-
ina gjörsamlega í gegn eftir að hún
flutti inn: baðið, eldhúsið, stofuna
og hjónaherbergið. Svo endurnýj-
aði hún hluta neðri hæðar og bjó
meðal annars til tvö herbergi þar.
Fjölskyldan tók góða rispu á efri
hæðinni síðasta ár. Hún flotaði eld-
húsgólfið, lagði hita og setti nátt-
úrustein á það. Sameinaði tvö bað-
herbergi í eitt, svo hægt yrði að
koma fyrir rúmgóðu baði og sturtu.
Henti upp nýrri innréttingu og sal-
erni. Setti náttúrustein á gólf og
veggi og mósaík í kringum sturt-
una.
Svo lagði fjölskyldufaðirinn
gegnheila eik á gólfið í hjónaher-
berginu og setu- og borðstofunni,
sem eru tiltölulega opnar. Hann bjó
hjónaherbergið til alveg frá grunni.
Upphaflega var það bara svæði í
kringum stigann, sem liggur niður á
jarðhæðina. Svo var allt málað upp
á nýtt.
Það verður ekki annað sagt en að
afrakstur þessarar vinnu sé glæsi-
legur og hefur fjölskyldunni liðið
vel þau þrjú ár sem hún hefur búið í
húsinu. Þrátt fyrir það tóku hjónin
nýverið ákvörðun um að leita sér að
öðru húsnæði. Ástæðan er sú að
ungarnir eru farnir að fljúga úr
hreiðrinu, þannig að íbúar eru orðn-
ir fimm. Henni þótti því eðlilegt að
minnka við sig.
Fjölskyldan segist munu sakna
hússins vegna allra góðu minning-
anna sem hún eigi í því. Hún vonar
að næstu eigendur muni eiga jafn
ánægjulegar samverustundir í hús-
inu, enda kostir þess óendanlega
margir. Svo skemmir heldur ekki
fyrir að húsið er í friðsælu hverfi,
þar sem töluverð uppbygging hefur
átt sér stað á undanförnum árum.
roald@frettabladid.is
Eldhúsinnréttingin er fengin í IKEA og granítborðplatan á eyjunni frá S. Helgasyni.
Eldhústækin eru frá Siemens, að frátöldum ísskápnum sem var keyptur í Heklu. Park-
ettið og náttúrusteinninn á gólfinu eru frá Agli Árnasyni.
Einbýlishús með
marga möguleika
Fjölskyldan setti sér það markmið að koma húsinu í uprunalegt horf. Efri hæðin í húsinu er opin og björt eftir miklar breytingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þetta baðker var keypt í sturtu.is. Það
er útbúið alls kyns tækjum og tólum,
þar á meðal nuddstútum, útvarpi og
ljósabúnaði.
Íbúarnir pússuðu, slípuðu og hvítlökk-
uðu stigann og lögðu sérpantað svart
teppi frá Step á þrepin.
Húseigendur endurnýjuðu 490 fermetra einbýlishús að Blesugróf 27 með góðum árangri.
BLEIKT ER MÁLIÐ í herbergjum margra ungra
stúlkna. Sumar sjá ekkert nema bleika litinn og velja
rúmföt, bangsa, hillur og jafnvel liti á veggi
í þeim stíl. Þessar
bleiku prinsessur
er skemmtilegt
að gleðja og
líklega myndi
þessi fiðrildahilla
frá Next falla vel í
kramið hjá flestum
þeirra.
Hinar vinsælu
dönsku bókahillur
komnar aftur
Tekk - Kirsuberja - Hlynur
Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
Fjarstýrð flugmódel
og fylgihlutir í úrvali.
3. MARS 2007 LAUGARDAGUR4