Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 39
Þegar Mercedes-Benz C-class
kom á markað hlaut hann við-
urnefnið „Baby-Benz“. Það er
hinsvegar ekkert barnalegt við
nýjustu kynslóð bílsins. Hann
er kraftmeiri en eldri kynslóðir,
mun fallegri og það sem meira
er, ódýrari.
Ísland er Klondæk 21. aldarinn-
ar. Hvern einasta dag finnur ein-
hver sína gullæð, hvort sem það
er í fasteignabraski, hlutafjárvið-
skiptum eða ferðaþjónustu. Nýr-
íkum millistjórnendum fjölgar og
sömuleiðis farskjótum sem hæfa
nýjum lífsmáta, en fáir bílaflokkar
hafa stækkað jafn mikið á síðustu
árum og lúxusflokkurinn. Fyrir
nokkrum árum voru sex milj-
ón króna bílar sjaldgæfir, nú er
hægt að stofna stóran klúbb fyrir
þá sem eiga dýra Porsche, BMW,
og Lexusa. Fremstur í flokki þess-
arar bílabyltingar er C-class frá
Mercedes-Benz. Síðasta kynslóð
stóðst ekki væntingar, bæði hvað
varðar útlit og aksturseiginleika,
þannig að það var eins gott fyrir
Benz að nýi C-classinn yrði góður.
Hann er það, og vel rúmlega.
C-class kemur í tveimur útgáf-
um, annars vegar Elegance og
hinsvegar Avantgarde. Báðar út-
gáfurnar eru gullfallegar, sér í
lagi Avantgarde með AMG sport-
pakka. Elegance útgáfan er öllu
klassískari, með Benz stjörnunni/
vélbyssusigtinu á húddinu og upp-
færðri útgáfu af gamla Benz grill-
inu. Að öllum líkindum eiga útgáf-
urnar að höfða til mismunandi ald-
urshópa og þannig myndi Pirce
Brosnan sem Bond keyra Eli-
gance, en Daniel Craig veldi An-
antgarde.
Bíllinn er einnig fallegur að
innan. Það er ekki oft sem allt
virðist hafa gengið upp í mæla-
borði og stjórnklefa (orð sem
minnir alltaf á orrustuþotu) en
það gerir það í tilfelli C-class.
Mælaborðið er glæsilegt og vel
læsilegt, miðstöðin einhver sú
best heppnaða sem sést hefur
lengi, sætin þægileg, og heildar-
svipurinn gengur fullkomlega
upp. Það eina sem hægt er að setja
út á, svo lofsöngurinn þagni í smá
stund, er miðstöðin fyrir þá sem
sitja afturí. Hún er í einfaldleika
sínum á skjön við annað í bílnum,
en út af hverju að kvarta þegar
maður er með sér miðstöð fyrir
aftursætin á annað borð.
Þeir sem kaupa bíla einungis út-
litsins vegna hafa þannig næga
ástæðu til að kaupa C-class. Þeir
sem kaupa bíla vegna aksturseig-
inleika hafa engu minni ástæðu.
Bíllinn er einfaldlega mjög góður
akstursbíll. Hann er kraftmikill,
kraftmeiri en fyrri kynslóðir, og
það án þess að auka við útblástur
og eldsneytiseyðslu. Verkfræðing-
unum hjá Mercedes hefur tekist
að fara milliveginn hvað varðar
fjöðrunina, en hún er þægileg í ró-
legum akstri en nógu stíf til að
ráða við kraftinn í bílnum. Sér-
staklega ef Agility control pakk-
inn fylgir.
Agility control pakkinn þýðir að
bíllinn er 15 mm lægri, og að með
einum takka er hægt að stífa fjöðr-
unina og gera skiptinguna og bens-
íngjöfina agressívari. Þetta gerir
bílinn að betri akstursbíl í stífum
akstri, án þess að tapa mýktinni.
Bíllinn verður eins og stór loðinn
Scheffer-hundur sem vill láta
klóra sér á maganum, elta spýtu
og leika við börn. Með einni skip-
un breytist hann hins vegar í
grimman og vel þjálfaðan varð-
hund sem lætur fullkomlega að
stjórn.
Rúsínan í pylsuendanum er svo
að þrátt fyrir að vera fallegri en
síðasta kynslóð, kraftmeiri, eyða
minna, betur útbúinn, og einfald-
lega betri á flestum sviðum, er
hann ódýrari. Frábær bíll á ágætis
verði, fleiri orð eru óþörf.
Hvolpurinn er orðinn
að grimmum hundi
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066
SUMARDEKK
HEILSÁRSDEKK
OLÍS SMURSTÖÐ
BÓN OG ÞVOTTUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
RAGEYMAÞJÓNUSTA
BREMSUKLOSSAR
PÚSTÞJÓNUSTA
Sími 564 0400
BÍLARAF
Auðbrekku 20,
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
FJAÐRIR OG GORMAR
Í FLESTAR GERÐIR
JEPPA
Japan/U.S.A.
Höfum til afgreiðslu
strax
10 nýja 2007 MAN Dráttarbíla
Bílexport ehf.
www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk
Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson s. 0049 1752711783
MAN 26.480 6x4 BLS EURO 4