Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 39
Þegar Mercedes-Benz C-class kom á markað hlaut hann við- urnefnið „Baby-Benz“. Það er hinsvegar ekkert barnalegt við nýjustu kynslóð bílsins. Hann er kraftmeiri en eldri kynslóðir, mun fallegri og það sem meira er, ódýrari. Ísland er Klondæk 21. aldarinn- ar. Hvern einasta dag finnur ein- hver sína gullæð, hvort sem það er í fasteignabraski, hlutafjárvið- skiptum eða ferðaþjónustu. Nýr- íkum millistjórnendum fjölgar og sömuleiðis farskjótum sem hæfa nýjum lífsmáta, en fáir bílaflokkar hafa stækkað jafn mikið á síðustu árum og lúxusflokkurinn. Fyrir nokkrum árum voru sex milj- ón króna bílar sjaldgæfir, nú er hægt að stofna stóran klúbb fyrir þá sem eiga dýra Porsche, BMW, og Lexusa. Fremstur í flokki þess- arar bílabyltingar er C-class frá Mercedes-Benz. Síðasta kynslóð stóðst ekki væntingar, bæði hvað varðar útlit og aksturseiginleika, þannig að það var eins gott fyrir Benz að nýi C-classinn yrði góður. Hann er það, og vel rúmlega. C-class kemur í tveimur útgáf- um, annars vegar Elegance og hinsvegar Avantgarde. Báðar út- gáfurnar eru gullfallegar, sér í lagi Avantgarde með AMG sport- pakka. Elegance útgáfan er öllu klassískari, með Benz stjörnunni/ vélbyssusigtinu á húddinu og upp- færðri útgáfu af gamla Benz grill- inu. Að öllum líkindum eiga útgáf- urnar að höfða til mismunandi ald- urshópa og þannig myndi Pirce Brosnan sem Bond keyra Eli- gance, en Daniel Craig veldi An- antgarde. Bíllinn er einnig fallegur að innan. Það er ekki oft sem allt virðist hafa gengið upp í mæla- borði og stjórnklefa (orð sem minnir alltaf á orrustuþotu) en það gerir það í tilfelli C-class. Mælaborðið er glæsilegt og vel læsilegt, miðstöðin einhver sú best heppnaða sem sést hefur lengi, sætin þægileg, og heildar- svipurinn gengur fullkomlega upp. Það eina sem hægt er að setja út á, svo lofsöngurinn þagni í smá stund, er miðstöðin fyrir þá sem sitja afturí. Hún er í einfaldleika sínum á skjön við annað í bílnum, en út af hverju að kvarta þegar maður er með sér miðstöð fyrir aftursætin á annað borð. Þeir sem kaupa bíla einungis út- litsins vegna hafa þannig næga ástæðu til að kaupa C-class. Þeir sem kaupa bíla vegna aksturseig- inleika hafa engu minni ástæðu. Bíllinn er einfaldlega mjög góður akstursbíll. Hann er kraftmikill, kraftmeiri en fyrri kynslóðir, og það án þess að auka við útblástur og eldsneytiseyðslu. Verkfræðing- unum hjá Mercedes hefur tekist að fara milliveginn hvað varðar fjöðrunina, en hún er þægileg í ró- legum akstri en nógu stíf til að ráða við kraftinn í bílnum. Sér- staklega ef Agility control pakk- inn fylgir. Agility control pakkinn þýðir að bíllinn er 15 mm lægri, og að með einum takka er hægt að stífa fjöðr- unina og gera skiptinguna og bens- íngjöfina agressívari. Þetta gerir bílinn að betri akstursbíl í stífum akstri, án þess að tapa mýktinni. Bíllinn verður eins og stór loðinn Scheffer-hundur sem vill láta klóra sér á maganum, elta spýtu og leika við börn. Með einni skip- un breytist hann hins vegar í grimman og vel þjálfaðan varð- hund sem lætur fullkomlega að stjórn. Rúsínan í pylsuendanum er svo að þrátt fyrir að vera fallegri en síðasta kynslóð, kraftmeiri, eyða minna, betur útbúinn, og einfald- lega betri á flestum sviðum, er hann ódýrari. Frábær bíll á ágætis verði, fleiri orð eru óþörf. Hvolpurinn er orðinn að grimmum hundi SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Sími 564 0400 BÍLARAF Auðbrekku 20, Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Höfum til afgreiðslu strax 10 nýja 2007 MAN Dráttarbíla Bílexport ehf. www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson s. 0049 1752711783 MAN 26.480 6x4 BLS EURO 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.