Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Flest norsku skipin hætta loðnuveiðum á miðnætti Þau sem komu siðar hætta aðra nótt AM — Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að sá hluti norska loðnuveiði- flotans, sem var að veiðum hinn 14. sl. skuli hætta veiðum á miðnætti i kvöld, en þau skip sem voru á leið á miðin hinn 15. sl. og síðar, skulu hætta veiðunum á sama tíma annað kvöld. Páll Asgeir Tryggvason, sendi- herra tslands i Noregi, kvaöst hafa fengið þessar upplýsingar hjá sjávarútvegsráðuneytinu i Osló kl. 15 i gær að islenskum tima, og sögðust Norðmennirnir hafa framlengt veiðitimann af þeim sökum að afli heföi veriö mjög tcegur á svæðinu. Töldu þeif heildarafla skipanna orðinn um 88 þús. lestir. Blaðið hefur fregn- að að norsk blöð telji aflann geta orðið um 120 þúsund lestir, áður en yfir lýkur. Páll Asgeir sagði að norski sjávarútvegsráðherrann hefði verið undir miklum þrýstingi norskra fiskimanna, sem eru sterkur þrýstihópur I landinu, en þeir munu vera um 5% þjóðar- innar. Nytu þeir og vegna sinna erfiðu starfa all mikillar samúðar meðal almennings. Flugleiöir: íhuga sölu á annarri Boeing 727 þotunni AM — Boeing verksmiöjunum hefur nú verið tilkynnt að önnur Boeing 727 þota Flugleiöa kunni að verða sett á söluskrá innan tiöar, að þvi er Leifur Magmis- son, framkvæmdastjóri utan- landsflugs Flugleiða sagði Timanum i gær. Leifursagði aðþetta heföi verið gert samkvæmt ákvörðun stjórnar fhigfélagsins frá þvi i siðasta mánuði að setja einn Fokker og eina Boeing 727 á sölu- skrá. Væri hér um öryggisráð- stöfun að ræöa, sem ekki þyrfti að þýða að af sölunni yrði. Von er á hinni nýju Boeing 727-200 vél i mai nk. og sagði Leifur að hugsanlega yrðu allar Boeing þoturnar þrjár starfræktar hjá félaginu næsta ár, ef vel gengur og verkefni verða næg. Sú Boeing 727 sem hugsanlega verður til sölu, er hin eldri af þotunum tveim, smíðuð 1967. Verði af sölunni innan tiðar sagði Leifur að flugvélakostur væri nógur fyrir hendi til þess að anna áætlunum hennar, svo fremi að þær vélar verði ekki leigöar til annarra verkefna. Tveir bílar á kaf i Syðri-Emstruá: Tvítug stúlka drukknar Ain aldrei verið farin á þessum tima árs GP Enn eitt bana- slysið varð i nágrenni Þórsmerkur um helgina þegar tvitug stúlka, Elisabet Leifs- dóttir, Baldursgötu 12 Keflavik drukknaði i Syðri-Emstruá. 13 km. leiö þ.e. niður alla Emstruána og út I Markarfljót: ið. Þyrla landhelgisgæslunnar fann Elisabetu á Markarfljóts- aurunum á móts við Húsadal i Þórsmörk en áöur hafði björgunarsveitin á Hvolsvelli hafið leit. Viömælandi blaðsins hjá lög- reglunni á Hvolsvelli gat þess að tilraun til þess að fara yfir ána hefði verið óðs manns æöi og svo virtist sem þvi væri hreinlega ekkihægt aðkoma inn hjá ferðamönnum að ana ekki út I vitleysu sem þessa. Hann gat þess einnig aö á þessi heföi aldrei verið farin á þessum tima árs né heldur i þessa átt. Sagði hann að áin væri fyrst færsiðast Istepember og þá yfirleitt frá austri til vesturs. 22 loðnuskip komin með 3300 lestir Slysið varö meö þeim hætti að Bronco jeppa var ekiö fyrst út i ána sem að sögn kunnugra var svo vatnsmikil að stærstu og duglegustu torfærubifreiðar hefðu aldrei komist yfir. Skipti engum togum að billinn valt, barst niður með straumnum og dróaðraBronco bifreið með sér út i en þær höföu veriö bundnar saman. Þriðja bflnum hafði verið bundið við en taugin slitn- aði.Báðirbilarnirultusem sagt i ánni og tókst fólkinu sem I bflunum var,alls sexmanns, að komast I land viö illan leik nema Elfsabetu. Straumurinn mun hafa tekið hana og bar hana um AM — Fyrstu loðnuveiðiskipin tóku að tilkynna afla þegar i fyrrinótt og i gærkvöldi var kunn- ugt um 22 skip með samtals 3300 lestir. Voru þau á leið á hina ýmsu bræðslustaði, allt frá Raufarhöfn og vestur um til Þor- lákshafnar. Hjá Andrési Finnbogasyni hjá Loðnunefnd fréttum við i gær að byrjað hefði verið að bræða á Bol- ungarvik i gærkvöldi og fyrstu skipin til Reykjavikur og Akra- ness voru væntanleg um kl. 20 i gærkvöldi. Viðast eru verk- smiðjurnar búnar að ráðstafa geymslurými sinu að sinni, en þær taka aðeins við takmörkuðu magni af varúðarástæðum, þar til ástand hráefnisins er orðið ljóst. —""T—.. ..... ar Islcmd og Allt urn iþróttavið- Fagrir garðar Jan Mayen burði helgarinnar í Kópavogi — sjá bls. 8 sjá bls. 12, 13 og 15 — sjá opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.