Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Þriöjudagur 21. ágúst 1979. 15 „Þetta var eins og í Clint Eastwood-kvikmynd • •• Byssurnar teknar fram og ...„bang, bang” við vorum dauðir” og enham. Ahorfendur 32.743. W.B.A. mátti hrósa happi aö halda jöfnu 0:0 gegn Derby, sem lék vel. Ahorfendur 24.484. — sagöi Alan Mullery, framkvæmda- stjóri Brighton, sem tapaði 0:4 fyrir bikarmeisturum Arsenal „Arsenal átti þrjú skot að marki okkar í fyrri hálf- ^ leik. Þetta var eins og i Ctint Eastwood-kvikmynd — byssurnar voru teknar fram og...... „bang, bang".... og við vorum dauðir", sagði Alan Mullery, framkvæmdastjóri Brighton, sem tapaði stórt 0:4 fyrir Arsenal í fyrsta leik sínum f 1. deild í 75 ára sögu félagsins. Það voru liðin 34 ár frá því Arsenal lék gegn Brighton — síðast í bikarkeppninni í janúar 1945. Hinir ungu leikmenn Brighton, sem eiga erfiöan vetur framund- an, voru friskir i byrjun og bjarg- aði Pat Jennings, hinn snjalli markvöröur Arsenal, tvisvar sinnum vel skotum • frá hinum unga Gerry Ryan. Arsenal geröi út um leikinn á 12.min. kafla undir lok fyrri hálfleiksins — Frank Stapleton skoraöi fyrst meö þrumuskoti af 20 m færi, en siðan komu tvö mörk frá Alan Sunderland. Liam Brady skoraði 4:0úr vitaspyrnu i seinni hálfleik. Draumur Brighton hrundi — og Alan Mullery á eftir að lagfæra margt i leik liðsins, sérstaklega sóknarleikinn, sem var þróttlitill. Arsenal lék mjög yfirvegaö og ör- uggt og var sigur þeirra aldrei i hættu. 28.604 áhorfendur sáu leik- inn. Curtis opnaði marka- reikning sinn 22.845 áhorfendur sáu leik Bristol City og Leeds, sem lauk með jafntefli 2:2. Alan Curtis, sem Leeds keypti frá Swansea á 400 þús. pund, var maöur leiksins —hann skoraði bæöi mörk Leeds i sinum fyrsta deildarleik fyrir fé- lagið. „Curtis hefur frábærar staðsetningar — hann á eftir aö skora mikið af mörkum fyrir okk- ur”, sagði Jimmy Andamson, framkvæmdastjóri Leeds. Tom Ritchie, vitaspyrna, og Finninn Pertti Jantunen skoruðu mörk Bristol-liðsins. Evrópumeistarar Nottingham Forest höfðu heppnina heldur betur með sér á Portman Road i Ipswich, þar sem þeir unnu 1:0. Tony Woodcock skoraði mark Forest eftir 75 sek. leik i seinni hálfleik og stuttu siðar átti Gerry Birtles skalla i stöng Ipswich- marksins. Ipswich yfirspílaði 1. DEILD Forest algjörlega i fyrri hálfleik og voru leikmenn liðsins óheppnir að skora ekki 2-4 mörk. Peter Shilton, markvörður Forest, bjargaði þá meistaralega tvisvar skotum frá Paul Mariner. 27.371 áhorfandi sá leikinn. Fyrsti útisigur Norwich í 2 ár Norwich kom heldur betur á ó- vart á Goodison Park, þar sem liðið lagði Everton að velli 4:2 i fjörugum og skemmtilegum leik — fyrsti sigur Norwich á útivelli varð staðreynd. Hinn fljóti Justin Fashanu skoraði 2 mörk fyrir Norwich, en þeir Mick McGuire og Martin Peters skoruðu hin mörkin. Trevor Ross.vitaspyrna, og Geoff Nulty skoruðu fyrir Everton . Ahorfendur voru 26.539. Stórleikur Charlie George Charlie George, hinn snjalli miðvallarspilari Dýrlinganna frá Southampton, lék sinn fyrsta leik á The Dell — siðan hann var keyptur til Southampton fyrir 9 mánuðum. George sýndi snilld- arleik — eins og hann lék best fyrir Arsenal og Derby hér áður fyrr og skyggði hann algjörlega á Ray Wilkins sem Manchester United keypti frá Chelsea fyrir 825 þús. pund. A 25. mín. lék George skemmtilega i gegnum vörn United, en Martin Buchan felldi hann inni I vitateig og vita- spyrna Var dæmd, sem David Peach skoraði örugglega úr. Gordon MaQueen náði að jafna fyrir Uníted á 40. min — algjört heppnismark. McQueen átti þá skalla i stöng, eftir aukaspyrnu frá Albiston — knötturinn fór i stöngina og þaöan i bakið á einum % ALAN CURTIS... sýndi stjörnuleik með Leeds. varnarmanni Soúthampton og I netið. 21.768 áhorfendur. 19.795 áhorfendur sáu Bolton og Aston Villa gera jafntefli — Neil Whatmore skoraði fyrir Bolton, en Gordon Gowans fyrir Villa. Tottenham fékk skell Tottenham fékk stóran skell á White Hart Lane i Lundúnum, þegar „Boro” kom þangað i heimsókn. Hinn stórefnilegi miö- vallarspilari „Boro” Mark Proc- tor yfirspilaði Argentinumanninn Ardiles algjörlega — hann lagði upp fyrsta mark leiksins, sem Micky Burns skoraði, en siðan bættu þeir Dave Armstrong og Júgóslavinn Bosco Jankoeich (100þús. pund) við mörkum, áður en Glen Hoddleskoraði fyrir Tott- Liverpool í Dublin Liverpool lék vináttuleik gegn úr- valsliði frá trlandi i Dublin að viðstöddum 35 þús. áhorfendum. Liverpool vann sigur 2:0 og skor- uðu þeir Alan Hansen og Terry McDermott mörk „Rauða hers- ins”. Sætur sigur hjá Stoke Nýliðar Stoke unnu sætan sigur 3:2 gegn Coventry. Viv Busby skoraði fyrsta mark leiksins á 35. min. með skalla, en i upphafi seinni hálfleiksins skoraöi blökkumaðurinn Garth Crooks tvö mörk á 5 min. Barry Powell náði að minnka muninn — fyrst skoraði hann úr vitaspyrnu og siðan með þrumuskoti. Ahorfend- ur 23.151. 21.768 áhorfendur voru saman- komnir á Maine Road, til að sjá hið nýja Manchester City leika gegn nýliðum Crystal Palace — leiknum lauk með jafntefli 0:0 og var það sanngjarnt. Júgóslavinn Stepanovic hjá City braut bein i hendi i byrjun leiksins en lék þó allan leikinn. Pólverjinn Deyna lék vel hjá City. Davies skoraði f yrstur,/Hat-trick" Birmingham fékk heldur betur skell i 2. deildarkeppninni. Liðið hafði algjöra yfirburði yfir Ful- ham og var staðan 3:0 i hálfleik — en i seinni hálfleik slökuðu leik- • CHARLIE GEORGE.... lék mjög vel á The Dell. Bob Latchford og Dave Thomas tíl Úlfanna Bolton — Aston Villa..... 1:1 Brighton — Arsenal.........0:4 Bristol C. — Leeds........2:2 Everton.— Norwich ........2:4 Ipswich—Nott. Forest......0:1 Man. City — Crystal Palace... 0:0 Southampton —Man, Utd. .... 1:1 Stoke — Coventry .........3:2 Tottenham—Middlesbrough .1:3 W.B.A. —Derby.............0:0 2. DEILD Birmingham — Fulham......3:4 Charlton — Preston.......0:3 Chelsea —Sunderland......0:0 Leicester — Watford......2:0 Luton — Cambridge........1:1 Newcastle — Oldham.......3:2 NottsCounty — Cardiff....4:1 Orient —Burnley..........2:2 Q.P.R. — Bristol R.......2:0 Swansea—Shrewsbury ......2:0 Wrexham — West Ham.......1:0 Gordon Lee, framkvændastjóri Everton keypti hinn snjalla mið- vallarspilara (Jlfanna Steve Daley i gær og er Daley orðinn dýrasti knattspyrnumaður Eng- lands, en kaupin á honum voru samtals á 1.5 milljón sterlings- punda. Everton lét ensku lands- liðsmennina Bob Latchford — miðherja og miðvallarspilarann David Thomas I skiptum og borg- aði siðan Úlfunum peningaupp- hæð á milli. John Barnwell, framkvæmda- stjóri (Jlfanna, var mjög ánægöur með að fá þá Latchford og Thomas, sem ásamt Emlyn Hughes, leika með Úlfunum gegri Ipswich á laugardaginn. Johnston til Birming- ham Willi Johnston, skoski útherj- inn, sem lék með W .B. A. og leikur nú með bandariska liðinu Van- couver Whitecaos, mun að öllum likindum fara til Birmingham — kaupverð 100 þús. pund. —„Það væri gaman að leika með féiaga minum Archie Gemmill aftur — við höfum leikið marga landsleiki saman fyrir Skotland”, sagði Johnston. Arsenal njósnar i Skotlandi Arsenal er nú á höttunum eftir sóknarleikmanni i staðinn fyrir Malcolm MacDonald. Lundúna- félagið hefur verið að njósna um Derek Johnstone,miðherja Glas- gow Rangers, og þá hefur félagið einnig áhuga á að kaupa Davie Cooper, vinstri bakvörð Glasgow Rangers. —SOS • SUNDERLAND.... skoraði 2 mörk fyrir Arsenal. menn liðsins á og Fulham náði að knýja fram sigur. Gordon Davies skoraði „Hat-trick” og Guthrie bætti fjórða markinu við. Peter Marinello lagði upp öll mörk Ful- ham. Q.P.R. vann öruggan sigur 2:0 yfir Bristol Rovers — mörk liðs- ins skoruðu þeir Clive Allan og Paul Goddard. Alan Young, hinn marksafekni Skoti, sem Leicester keypti frá Oldham á 200 þús. pund, skoraði bæði mörk Leicester — á tveimur min. gegn Watford. Ralph Coates, fyrrum leikmað- ur Burnley og Tottenham var fyrstur til að skora i deildar- keppninni — hann skoraði fyrir Orient eftir aðeins 3 mln., gegn sinu gamla félagi Burnley. Coates bætti siðan öðru marki við, en þeir Leighton James og Steve Kindon skoruðu fyrir Burnley. Robert James og Alan Waddle skoruðu fyrir Swansea. Peter White og Alan Shoulder (2) skoruðu fyrir Newcastle, en þeir Paul Antkinsonog Jim Steel fyrir Oldham. —SOS Jafntefli á Ibrox... - þegar Rangers og Celtic mættust Jóhannes Eðvaldsson og félag- ar hans hjá Celtic náðu stórglæsi- legum endaspretti gegn Rangers á Ibrox-leikvellinum I Glasgow. Celtic, sem lék með 10 menn 55 min. af leiknum, var undir 0:2 þegar 6 min voru til leiksloka — þá skoraði bakvörðurinn Alan Sneddon og sfðan jafnaði Tom McAdam metin rétt fyrir leiks- lok. Jóhannes lék sem miðvallar- spilari, en Roy Aitken var færður aftur sem miðvörður — það var einmitt Aitken. sem var rekinn af leikvelli á 35. min. leiksins, fyrir grófan leik. Glasgow Rangers skoraöi 1:0 rétt á eftir — John MacDonald og siðan bætti Russell öðru marki við og allt leit út fyrir stórsigur Rangers gegn aðeins 10 leikmönnum Celtic. En leikmenn Celtic voru ekki á þeim buxunum aðgefast upp og 36 þús. áhorfend- ur sáu þá jafna undir lokin, en þá var stiginn mikill darraðardans á ieikvellinum. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.