Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. 5 il 84 I. !l !l '1 !L i Borgin hefur ekki stigið nein sáttaskref • Greinargerð frá fóstrum i Laufásborg Eins og flestum er kunnugt, hafa á slðustu vikum og mánuðum orðið nokkrar umræður um ráðningu forstööu- konu, að dagheimilinu Laufás- borg. Umræður þessar hafa bæði oröiðf borgarstjórn Reykjavlkur, nefndum borgarinnar, fjöimiðl- um og manna á meðal og þá ekki sist meðal þeirra starfshópa, sem máiinu tengjast. Þegar mál eins og þetta hefur orðið jafn mikill blaöa- og umræðumatur, veröur ekki hjá þvi komist, að hver hluti þess komist til skila á þeim vett- vangi. Þess vegna teljum við undirritaðar nauðsynlegt að gera hér nokkra grein fyrir næsta þætti þessa máls, þ.e.a.s. brottför okkar fóstranna frá dagheimilinu Laufásborg. Það er ekki með glöðu geöi, sem slik mál eru á torg borin, en með hliösjón af framansögðu veröur ekki hjá þvi komist. Upphaf þessa máls hefur þegar komiö fram I blaðagrein, sem ein okkar skrifaði og sendi öllum dagblöðunum i Reykjavik til birt- ingar. Erum við allar ásáttar við þá frásögn aila, þó enn megi knykkja á, aö það sem síðan hefur gerst 1 máli þessu, hefur enn aukiðá þann órétt og þá óbilgirni, sem Dröfn ólafsdóttir hefur að ósekju mátt þola af borgaryfir- völdum I Reykjavik. Þáttur okkar i málinu er sá, aö viö sendum stjórnarnefnd dag- vistunar, sem fer meö málefni dag vistunarstofnana fyrir borgarinnar hönd, I júni s.l. bréf, þar sem viö greindum frá þvl, aö yröi raunin sú, aö fram hjá Dröfn yröi gengiö viö þessa ráöningu, þá teldum viö okkur ekki fært aö gegna störfum okkar áfram. Þetta bréf okkar var lagt fram á fundi dagvistunarnefndar og bókaö 26. júni s.l. Ástæöur fyrir þvi, aö viö tökum svo haröa og ótviræða afstööu að láta fremur af störfum, en una þvi, aö fram hjá Dröfn Olafs- dóttur sé gengið, eru margar. Sumar þeirra hafa þegar veriö ti- undaöar i þeim blaöagreinum, sem aö framan er á minnst og birst hafa af okkar hálfu. Þvi má viö bæta, að viö teljum aö svo hafi verið gengiö á hlut Drafnar, aö viö sams tarf sma nnesk ju r hennar, hljótum aö sýna henni þá samstöðu, aö halda ekki áfram störfum okkar viö slikar kringumstæöur. Viö þaö má svo enn bæta aö stór þáttur I ákvöröun okkar, er auö- vitaö sú staöreynd aö á Laufás- borg hafði tekist aö byggja upp starfsanda og vinnubrögö, sem fyrirsjáanlegt er aö ekki veröur viö haldið eftir þaö sem á undan er gengiö. Þeir, sem meö málinu hafa fylgst frá öndveröu, skilja mjög vel, aö ekkert hefur gerst sem gat oröið til þess, aö viö breyttum þeirri niöurstöðu okkar aö segja störfum okkar lausum, en aftur á móti margt i þá áttina aöstyrkja okkur i þeim ásetningi. Nú hafa málin skýrst svo, frá þvi aö fyrrnefndar blaöagreinar voru birtar, aö nú er oröiö full- ljóst, aö Dröfn ólafsdóttir haföi þegar fengið full forstööukonu- starf á Laufásborg og var i raun algerlega að ósekju, þrátt fyrir aö hún heföi bestu meðmæli allra sinna yfirmanna, vikiö úr starfi fyrirvaralaust, þannig aö öörum starfsmanni mætti I stööuna koma. Slikt lúalag ætti jafn stór og ábyrgur vinnuveitandi og sjálf höfuðborg landsins ekki aö geta leyft sér. Viö stóðum i þeirri trú, eins og Dröfn sjálf.aöhún kæmi til starfa þann 1. september n.k. og þá myndi enn veröa haldiö áfram á þeirri starfsbraut, sem mörkuö hefur verið og notiö hefur vin- sælda. Til þess aö firra misskiln- ingi, þá viljum viö taka þaö fram og itreka, aö Reykjavikurborg hefur haft mun meiri umþótt- unartima varðandi okkar upp- sagnir, en rikasta nauösyn bar til, þó ekki sé minnst á þær aðstæður, sem allir nú þekkja og leyft heföu annaö. Hins vegar vildum viö gæta þess aö gera sem minnstan skaöa meö okkar uppsögn, þó ekki væri hjá henni komist. Þess vegna var uppsagnarfrestur haföur jafn langur og raun hefur oröið á. Viö bundum lengi viö þaö vonir, þegar viö uröum þess varar, aö i raun var ekki ágreiningur um þaö I borgarstjórn, aö mál þetta heföi klaufalega rakist, umsækjendum aö ósekju, þá myndu borgaryfir- völd beita sér fyrir lausn á þvi, sem allir aöilar gætu sætt sig viö. Sllk starfsaöferö, aö bæta úr þvi sem brotnað hefur, heföi veriö borginni til sóma. Þvi miður viröist borgin ekki hafa stigið nein raunhæf sáttaskref I málinu. Þess vegna endaði þaö i þeim hnút, sem það er nú komiö i. Þessi greinargerö er ekki sist til þess gerö aö fullljóst megi veröa, aö uppsögn okkar, sem áöur er drepiö á, var ekki innan- tóm hótun, heldur gerö i fullri ein- lægni og af fullri ábyrgöartilfinn- ingu. Auövitaö var uppsögn þessi gerö i þeirri von, aö mál myndu skipastmeð eins skaplegum hætti og vonir okkar stóöu til. Af sliku hefur enn ekki orðiö. Þess vegna itrekum viö aö upp- sögn okkar stendur óbreytt og verður ekki breytt viö núverandi aðstæður. Sú hin fyrsta okkar lét af störfum þegar 1. ágúst. Tvær þær næstu munu aö óbreyttu láta af störfum þann 1. september n.k. og að lokum munu tvær okkar, einnig aö óbreyttu, hætta þann 1. nóvember n.k. Vera má aö borgaryfirvöld láti brottför okkar sér i léttu rúmi liggja og meti litils þaö starf, sem reynt var aö byggja upp á Lauf- ásborg og við teljum aö ali vel hafi til tekist. Viö trúum vart ööru, en að markmiö borgarinnar meö rekstri dagheimila sinna hljóti fyrst og fremst aö vera þaö, aö þar fari fram markvisst starf, sem þjóni foreldrum og börnum I þessari borg. Eða er er eitthvaö annaö oröið mikilvægara? Fóstrur Laufásborgar. 21. óg. 1968 — 21. ág. 1979 Tékkóslóvakía hernumin Baráttuaðgerðirnar 21. ág. n.k. hefjast við: Tékkneska sendiráðið, Smáragötu, kl. 17.00. Stutt ávarp- Söngur Kl. 17.30 verður gengið að sovéska sendi- ráðinu. Mótmælafundur við sovéska sendiróðið Kl. 18.15 hefst útifundur við sovéska sendi- ráðið. Þar verða flutt tvö stutt ávörp, lesin ljóð, sönghópur flytur baráttusöngva. Ávörp flytja: í lok fundarins afhendir fulltrúi mið- nefndar sovéska sendiherranum mót- mælaályktun fundarins. Kjörorð baráttuaðgerðanna eru: — Heri Sovétrikjanna burt frá Tékkó- slóvakiu. — ísland úr NATO — herinn burt. —Styðjum baráttu Tékka og Slóvaka fyrir lýðréttindum — Styðjum Charta '77. Mætum öll i baráttuaðgerðirnar 21. ágúst Samtök herstöðvaandstæðinga. Flensborgarskóli verður settur mánudaginn3. sept. kl. 13.30 Stundatöflur nemenda á framhaldsskóla- stigi verða afhentar að skólasetningu lok- inni og nemendagjöld innheimt. Nemendur i 9. bekk komi i skólann mið- vikudaginn 5. sept. kl. 15. Kennarafundur verður i skólanum mánu- daginn 3. sept. kl. 10 árdegis. Skólameistari. LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöidum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir april, mai, og júni 1979, svo og nýálögðum við- bótum við söluskatt, lesta- vita- og skoð- unargjöldum af skipum fyrir árið 1979, skoðunargjaldi og vátryggingaiðgjaldi ökumanna • fyrir árið 1979, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum og skatti samkvæmt ökumælum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaið- gjöldum af skipshöfnum ásamt skrán- ingargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. 16. ág. 1979. Verksmiðjuvinna Viljum ráða nokkra menn til starfa i verk- smiðju vorri nú þegar. Mötuneyti á staðn- um. ódýrt fæði. Talið við Halldór. Fyrir- spurnum ekki svarað i sima. Kassagerð Reykjavikur Kleppsvegi 33. RS-2750 Með hagstæðum sarnningum við verksmiðjurnar getum við boðið þetta tæki fyrst um sinn ó mjög hagstæðu verði: 127.000,- , 29800 BÚÐIN Skiphotti19 Toppurinn í Stereo útvarp og segulband Roadstar ræður við íslenskar aðstæður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.