Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 6
6 ÞriOjudagur 21. ágúst 1979. r Haraldur Ólafsson: Grlent yfirlit (Jtgefandi Framsúknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr. 3.500 á mánuði. Blaðaprent. Fyrr má nú vera í hinni nýju föstudagsútgáfu Alþýðublaðsins, Helgarpóstinum, birtist nú fyrir sl. helgi langt við- tal við Benedikt Gröndal utanrikisráðherra, — reyndar kalla þeir það „yfirheyrslu”. 1 þessu viðtali notar utanrikisráðherra, sem jafnframt er for- maður Alþýðuflokksins, tækifærið til að lýsa við- horfum sinum til ýmissa málefna Alþýðuflokksins og er það fróðlegt út af fyrir sig. Hins vegar verða liklega flestir sammála um það að heppilegra hefði verið að utanrikisráðherra ís- lands veldi einhvern annan tima til að hugsa upp- háttum ýmis atriði er snerta Jan Mayen-málið sem nú er efst á baugi. Það er meira að segja hæpið að sum ummæli Benedikts Gröndal i þessari „yfir- heyrslu” geti talist til mikils stuðnings islenskum málstað i þeim þáttum landhelgismálsins sem enn biða lokaákvörðunar. TÍMINN eftirlætur öðrum aðilum að fara með dylgjur um góðan vilja utanrikisráðherrans eða um sannfærineu hans um hinn islenska málstað. Þrátt fyrir þetta verður þvi ekki neitað að þau ummæli ráðherrans, að Hvalbakur og Kolbeinsey séu ein- hvers konar „snörur i hengds manns húsi” eins og hann kallar það, hljóta að koma við íslendinga al- mennt eins og köld gusa. Og sannarlega heggur þar sá sem hlifa skyldi. Ummæli Benedikts Gröndal um þessar „snörur” eru i sambandi við kröfur Norðmanna til landhelgi umhverfis Jan Mayen og kröfur Breta til landhelgi við klettinn Rockall suðaustur i hafi. Það hlýtur að koma íslendingum mjög á óvart að þessum kröfum sé likt við islensku landhelgina, en Kolbeinsey og Hvalbakur eru sem kunnugt er grunnlinupunktar hennar. Undrun almennings á þvi að þessir grunnlinupunktar eru kallaðir „snörur i hengds manns húsi” byggist fyrst og fremst á þvi að um þessa punkta eru ekki deilur lengur. Þeir hafa verið samþykktir i millirikjasamningum og þótt oft hafi verið hart barist um islensk landhelgisréttindi hafa Islendingar sigrað i þeirri baráttu með þvi að aðrar þjóðir hafa samþykkt að lifa við islenskan rétt á þessu svæði og viðurkennt hann. Auðvitað hafa ummæli utanrikisráðherra þegar verið þýdd og lesin erlendis. En svo mikið er vist að honum hefur verið annað i hug en vekja þann mis- skilning meðal útlendinga að ekki sé litið á grunn- linu islensku landhelginnar sem samþykkta og viðurkennda reglu, og þannig óskylt mál þeim deiluefnum sem nú eru á dagskrá. t „yfirheyrslu” helgarútgáfu Alþýðublaðsins gefst Benedikt Gröndal tækifæri til þess að ræða nokkuð um ástandið innan Alþýðuflokksins. Og það kemur greinilega fram að formanni Alþýðuflokks- ins liður misjafnlega vel i sambúðinni við þingflokk sinn. Kemur það vist fáum verulega á óvart. Hins vegar tekur formaður Alþýðuflokksins miklu sterkara til orða um þetta en menn i öðrum flokkum hefðu trúað að óreyndu. Blaðamaður helgarútgáfu Alþýðublaðsins spyr flokksformann- inn hvort ungu mennirnir i þingliðinu „fari i taug- arnar” á honum. Og svar formannsins er þetta: Nei, nei. Ég væri kominn á Klepp ef svo væri”. Fyrr má nú vera ástandið! JS valið að halda áfram að finna til með þeim, sem 1 Bibliunni eru kallaöir „yöar minnstu bræð- ur”. Young sagði I sambandi við kröfuráhrifamanna, eins og t.d. Robert Birds, um að hann segði af sér, að i Washington væru há- karlar, sem hefðu fengið blóð- bragö I munninn. 1 afsagnarbréfi sinu til Carters forseta segir hann, að hann sé hreykinn af aö hafa þjónað stjórn hans, en jafn- framt óttist hann að hafa valdiö honum og stjórn hans miklum erfiöleikum. Young kvaðst mundu halda áfram aðstyðjaCarteraf öllum mætti og vinna að þvi, aö hann nái kjöri sem forseti næsta ár. Young er 47 ára að aldri, fæddur i New Orleans. Faöir hans var tannlæknir. Hann stundaði nám viö háskóla i Washington, og lærði slöan guö- fræöi og er vigður til prestsþjón- ustu í Sameinaðri kirkju Krists. Sú ákvöröun Andrews Young, sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuöu þjóöunum, að segja af sér embafetti, kom á óvart, þrátt fyrir, aö talsverður storm- ur hafi staöiö um hann alla tfð. Hin beina ástæða þess, að Young sagði af sér var gagnrýni sú, er hann varð fyrir af Vance utanrikisráðherra, fyrir aö hafa rætt við áheyrnarfulltrúa Palestinumanna lúnn 26. júli sl. á heimili aðalfulltrúa Kuwait hjá Sameinuðu þjóöunum. Það má segja, að undarlegt sé, að einn af háttsettustu ráð- herrum Bandarikjastjórnar (sendiherrastaðan hjá SÞ jafn- gildir ráöherrastöðu) skuli ekki mega að ósekju ræða viö full- trúa allra þjóöa og þjóðabrota. Málið er .reyndar flóknara en svo. 1 fyrsta lagi skýrði Young rangtfrá viðræðunum i upphafi. Hann hélt þvi fram, að hann hefði hitt sendimanninn nánast fyrirtiiviljun ogþeimhefði ekki fariðneittsérstakt á milli. Siöar viðurkenndi hann, að hafa rætt framtið Palestinumanna og á- standiö í Austurlöndum nær við Terzi, sendimann þeirra. ísraelsmenn hafa að undan- förnu borið nokkurn ugg i brjósti vegna þess, aö þeir telja, að Bandarikjastjórn sé aö skipta um stefnu i málefnum Israels, oggætiþar nú viöleitni i þáátt.aöfallastá helztusjónar- mið Palestinumanna varðandi framtiðarheimili þeirra. Young lét þess getið er hann sagði af sér, að hann iðraöist ekki þess, sem hann hefði gert, og taldi aö hann mundi gera það aftur ef á þyrfti aö halda. Hann afsakaöi ekki á neinn hátt aö hafa haldiö viöræöum sinum við Terzi leyndum, og meira að segja að hafa neitaö að skýra utanrikisráðuneytinu frá þeim. Hannsagði: „Ég iörast ekki. Ég hefi reynt að skýra afstöðu lands mins til margra landa. Þvi miður, er ég frá fæðingu i hópi þeirra, sem á einn eöa ann- an hátt finna til með þeim, sem kúgaðir eru i veröldinni. Ég hefi Zedhi Labib Terzi, áheyrnarfulltrúi Palestinumanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Andrew Young tilkynnir afsögn sina. Um hrið gegndi hann prests- starfi i Alabama og Georgia, og varö einn helzti samstarfs- maður Martin Luther Kings i mannréttindabaráttunni á sjö- unda ártugnum. Young stóð við hlið Kings, er hann var skotinn til bana á svölum hótels I Memphis árið 1968. Andrew Young var kosinn þingmaður fyrir Atlanta árið 1972 og endurkjörinn 1974 og 1976. Young var frá fyrstu tið ákaf- ur stuöningsmaður Jimmy Carters og átti mikinn þátt i að tryggja honum atkvæði blökku- manna i Suðurrikjunum. Carter hefur lika haldið hllfiskildi yfir honum frá þvi fyrsta, og var mjög tregur til aö veita honum lausn frá störfum nú.Young hef- ur löngum verið hreinskilinn og mörg ummæli hans hafa veriö þess eðlis, að Bandarikjastjórn hefur átt erfitt með að afsaka þau eða að koma i veg fyrir að þau væru túlkuð eins og þau voru sögð. Vorið 1977 fór Young I ferö til margra Afrikurikja. A heim- léiðinni ræddi hann við blaöa- menn og sagði, að Rússar væru mestu kynþáttahatarar í heimi, og Sviar færu eins illa með svarta og ibúarnir I Queens (hverfi I New York). Um Bret- land sagði hann við sama tæki- færi, að þar lifði gamli ný- lendu-hugsunarhátturinn. 1 þessari sömu ferð vakti hann gremju svartra uppreisnarfor- ingja i Afriku er hann mælti meö samningum um framtið Rhódesiu og Namibiu, ogstjórn hvitra manna i Suöur-Afriku varð æf yfir þeirri yfirlýsingu hans, að svartir menn i landinu ættu aö hætta að kaupa suð- ur-afi skar vörur til að and- mæla apartheid-stefnunni. Andrew Young hefur einnig verið gagnrýndur fyrir þau um- mæli sln, að ekki megi bregöast of harkalega við aögeröum Sovétmanna, og túlka sumir þau þannig, að hann réttlæti að- geröir Rússa og Kúbumanna I Afriku. Þegar hann i fyrra var spuröur um stjórnmálafanga I Sovétrikjunum svaraði hann, að I Bandaíikjunum væru hundruð fanga, er inni sætu vegna stjórnmá la skoöana. Þrátt fyrir fljótfærnisleg um- mæli hefur Young þó vafalitið aukið veg Bandarikjanna 1 þriðja heiminum, fremur en hitt. Bandarikjamenn hafa átt undir högg að sækja i Afriku, og Young hefur unnið landi sinu þar vini, sem það ekki átti áöur. Andrew Young, svip- ríkur sendiherra í erfiðu starfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.