Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. 9 Dr. Guðmundur Guðmundsson RAFMAGNSBIFREIÐAR Þegar skipt er um rafhlöður er „skúffunni” rennt út undan bllnum á sérstakan vagn sem ekið er, eins og sjá má á myndinni, að bllnum I þessu skyni. Rafhlööurnar I þetta Volks-Wagen-„rúgbrauð” vega hvorki meira né minna en ein 800 kflö. Þegar oliukreppan skall á siðla árs 1973 og olluverð marg- faldaðist á fáum árum vöknuðu iðnaöarþjöðir heims við vondan draum. Mest öll framleiðsla þeirra byggðist á oliunotkun sem orkugjafa svo og mestur hluti flutningakerfisins. Iðn- þjóöirnar voru mjög óviðbúnar þeirri stefnu, sem framleiðslu- þjóðir olfunnar tóku allt I einu á þessum tima. Fyrstu viðbrögðin voru fumkenndar aðgerðir til orkusparnaðar, sem siðar breyttust i kerfisbundnar áætlanir um, hvernig mæta skuli oliuskorti og verðhækk- unum i framtiðinni og skal ekki farið út 1 þá sálma hér aö öðru leyti en að benda á þá sérstöðu sem Island hefur I þessu efni. Hún er i þvi fólgin, að Island hefur yfir að ráða ódýrri hita- og raforku, sem á flestum sviðum á auðvelt með að keppa við si- fellt hækkandi oliuverð. Frá þessu eru þó nokkrar undan- tekningar, þar sem I vissum til- fellum hafa ekki enn fundist tæknilega hagkvæmar lausnir á notkun raforku I stað oliu. A þetta sérstaklega við flutninga- tæki svo sem flugvélar, skip og bifreiðar. ósleitilega er þó unn- ið að þvi að leysa þessi vanda- mál, en það sem hefur aðallega staðið i vegi er mjög hátt verö raforku i nær öllum iðnrikjum heimsins, þar sem raforka er að mestu framleidd með oliu eða kolum. Hér á landi er fram- leiðsla á benslni með hjálp raf- orku þegar komin á umræðustig, en betri lausn tækniléga séð væri, að nota rafmagnið beint til að knýja áfram farartæki. Vandinn við notkun rafmagns á þennan hátt fyrir flutningatæki er vöntun á geymslumöguleik- um á þvi. Eini þekkti möguleik- inn til geymslu á rafmagni er ekki nýrafnálinni, en það er raf- geymirinn. Rafgeymar hafa þann ókost eða vandamál, sem erfitt hefur reynst að leysa, að sú orka sem þeir geta tekið við og geymt er mjög litil miöað við þyngd þeirra, Er þetta aðalá- stæðan fyrir þvi að notkun raf- geymaknúinna farartækja er svo skammt á veg komin og raun ber vitni. Farartæki, sem fá rafmagn beint úr raftaug eru aftur á móti vel þekkt og fer notkun þeirra vaxandi, en mest notuð farartæki af þessari teg- und eru rafknúnar járnbrauta- lestir. Væri e.t.v. ástæða aö huga að möguleikum á notkun rafknúinna almenningsfarar- tækja á höfuðborgarsvæöinu hér, en rafknúnir strætisvagnar eru vel þekktir erlendis. Mjög er nú unnið að þvi að fullkomna rafgeyma, þannig að hlutfallið á milli orku og þyngdar verði hagstæðara. Þar sem orka rafgeymanna er svo takmörkuð hafa notkunarmögu- leikar þeirra aðallega beinst að farartækjum á stuttum vega- lengdum þ.e. bifreiðum frekar en skipum eða flugvélum. Eru taldar góðar likur á þvi að eftir 5-10 ár verði komin i gang fjöldaframleiðsla á rafbifreið- um og i Þýskalandi er talið að árið 2000 verði um 30% bifreiða þar knúnar með raforku. i aliir rekstrarliðir er framan- greindur kostnaður ekki langt frá þvi sem reiknað er meö fyrir sambærilegar bensinbifreiðar I Þyskalandi með svo stutta akstursvegalengd á ári. Þessar upplýsingar frá Þýskalandi benda allar til þess, að rafknúnar bifreiöar séu að verða hagkvæmar i rekstri miðað við rétta notkun þeirra. Má þvi vonast til þess, að eftir fá ár verði ramagnsbifreiðar ekki óalgeng sjón á götum islenskra bæja. Háskóli lslands hefur nú sýnt það lofsveröa framtak, að flytja fyrstu raf- knúnu bifreiðina til landsins. Verður mjög fróðlegt að fylgjast meö þeim árangri og niður- stöðum sem fást af þeirri bif- reið. Þýskalandi hafa einmitt farið fram viðtækar rannsóknir á hagkvæmni rafknúinna bifreiða og ýmsar vinnuvélar svo sem rafmagnslyftarar eru komnir i fjöldaframleiðslu þar. Nú á Þýskaland ekki kost á ódýru rafmagni, en vandamálið sem skapast af loftmengun á þétt- býlum svæðum kallar mjög á mengunarlaus farartæki. Þjóð- verjar gera sér samt vel ljóst, að rafmagnsbifreiðar koma ekki til með að leysa af hrað- gengar bifreiðar á hraðbrautum landsins. Þeir sjá aftur á móti góða möguleika á notkun rafmagnsbifreiða á stuttum Nú eru rafmagnsbifreiðar verulega dýrari en venjulegar bifreiðar, en miðað við rafmagnsverð hér á'landi ættu þær að hafa góða möguleika á þvi að vera hagkvæmari i rekstri en bensinbifreiðar. I upplýsingum frá Volkswagen- verksmiðjunum, sem komu fram á sömu ráðstefnu og fjöll- uðu um rafgeymaknúna sendi- ferðabifreið, sem verksmiðjan hefur hannað, var talið að hún kostaði um 330 kr. á ekinn kiló- metra. Forsendur fyrir þessum kostnaði voru taldar 10000 km akstur á ári og rafmagnsverö um kr. 16 á kwst. Er hér um að ræða afgangs- orkuverð I Þýskalandi (nætur- taxti). Sendiferðabifreiðin var útbúin með blýgeymi og mögu- legri akstursvegalengd 40 km á geym ishleðslu. Rafgeyma- þyngdin var 540 kg., burðar- getan 800 kg. og heildarþungi bifreiöarinnar 2505 kg. Verk- smiðjan taldi að hægt væri að lækka kostnaöinn niöur I kr. 250 á ekinn km mcð þvi að nota nikkel-kóbalt rafgeyma sem eru á þróunarstigi. Ekki kom fram frekar I þessum upplýsingum, hvernig þessar tölur eru fengnar, en sé þar allt tekið með. fiármagnskostnaður og Þessi teikning sýnir vel hvernig Volks-Wagen verksmiöjurnar hugsa sér að koma rafhlöðunum fyrir á „skúffu” undir bilnum. innanbaejarleiðum þ.e. sem strætisvagnar, sendiferða- bifreiðir og álika farartæki. t erindi, sem haldið var á þingi Sambands þýskra efna- fræðinga haustið 1978, kom fram, að árið 1971 voru 18 milljónir bifreiða i notkun i Þýskalandi og notuðu þær 17.2 milljón tonn af bensini og 9,7 milljón tonn af disiloliu. Arið 1985 er gert ráð fyrir aö bifreiðaeign Þjóðverja verði komin i 25 milljónir og að árs- eyðsla bensins á hverja bifreið verði um 1500 litrar, sem sam- svarar 15000 km akstri á ári og 10 1 eyðslu bensins á 100 km. Sérfræðifyrirtæki i Diisseldorf rannsakaði árið 1973 orkuþörf rafknúins strætisvagns i Innan- bæjarakstri og taldi hana vera um 2,1 kilówattst. á ekinn kilómetra. Sömu orkutölur fyrir litla sendiferðabifreið voru 0,6 kvst./km og venjulega fólks bifreið 0,3-0,4 kvst./km. Að jafnaði taldi fyrirtækið að farartæki, sem æki 10000 km á ári þyrfti til þess 5000 kwst, raforku. Samkvæmt dæminu á undan þarf bensinbifreiöin 1000 litra á ári til þess að aka 10000 km. Sé miöað við bensinverð kr. 312 á litra má kwst. — verðiö vera rúmlega 60 kr til þess að fá út sama brennsluverðskostnaö. Hér verður þó aö geta þess að um 55% af bensinverðinu eru skattar. TOPPURINN FRA FINNLANDI Engan asa fáöu þér asa f Tæki sem má k treysta Sérstakt kynningarverð kr. 629.980 Staðgr. kr. 598.000 Greiðslukjör frá 200.000 kr. út og rest a 6 mán. 3ára ábyrgð a myndlam 50 ara • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta viöur • Paleaander, hnota • 100% einingakorfi ® Gert fyrir fjarlmgdina • 2—6 metrar • Fullkomin bjónusta Verslióisétverslun meó UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI i 29800 BUÐIN Skipholti19 Orka Tækni Vísindi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.