Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 6
 Umhverfisráð Reykjavíkurborgar, ásamt borgar- stjóra, kynnti í gær tillögur um að felld yrðu niður stæðisgjöld fyrir bíla sem eyða minna en um það bil fimm lítrum á hundraðið. Gjald- frjálst yrði því að leggja þeim í miðbæ Reykjavíkur. Einnig yrði námsmönnum í borginni gefið frítt í strætó frá og með næsta hausti. Þetta er meðal „grænna skrefa“ Reykjavíkurborgar, en svo nefn- ist áætlun í umhverfismálum til næstu þriggja ára. Meðal þeirra eru hugmyndir um að gróðursetja hálfa milljón trjáa og stytta leyfi- legan tíma nagladekkjanotkunar um einn mánuð. „Við ætlum að bjóða borgarbúum upp á það að ferðast öðruvísi en bara með bílnum,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissráðs. „Ef við náum námsmönnum upp í strætóinn getum við alið þá svolítið upp til að nota þennan ágæta samgöngu- máta.“ Í heild sinni kosta grænu skref- in um milljarð króna. Þá eru með- taldir peningar sem hefðu hvort eð er farið í rekstur borgarinnar, til dæmis í bílakaupum starfsmanna. Þar verði ekki keyptir fleiri bílar en ella, aðeins vistvænni bílar. „Við erum aðeins að bæta í og færa peninga til. En við erum ekki að hækka skatta til að gera þetta,“ segir Gísli. „Það verður auðvitað eitthvert tekjutap af því að leyfa bílum að leggja ókeypis. Við telj- um hins vegar að við fáum tekjur á móti. Með því að fá fólk í strætó og á vistvæna bíla erum við að spara jafnvel milljarða í uppbygg- ingu gatnamannvirkja til lengri tíma litið. Við lítum því ekki á þetta sem kostnað heldur sem fjárfestingu.“ Svipuð rök eru færð fyrir nýrri blárri ruslatunnu fyrir dagblöð og pappír. Afgangspappír sé nú tæpur þriðjungur sorps íbúa. Hann fari gjarnan með almennu rusli og því ekki í endurvinnslu. Með því að bjóða borgurum upp á dagblaðatunnu verði auðveldara að safna saman þessum verðmæt- um og selja til Svíþjóðar í endur- vinnslu. Minnihluti borgarstjórnar hefur lýst sig sammála áætlun meiri- hlutans, enda byggi hún að nokkru leyti á eldri tillögum Reykjavíkur- listans. „Í umhverfismálum þurf- um við að stíga saman skrefin til að ná árangri og um þessi skref er samstaða í umhverfisráði,“ segir Björk Vilhelmsdóttir Samfylk- ingu. Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla Umhverfisráð leggur til að ókeypis verði í bílastæði fyrir litla vistvæna bíla. Gjaldfrjálst verði í strætó fyrir námsmenn og nagladekkjanotkun bönnuð ein- um mánuði lengur en nú er. Minnihluti borgarstjórnar er samþykkur tillögum. Bæjarstjórar Sel- tjarnarness og Kópavogs eru ekki fráhverfir tillögum umhverfisráðs Reykjavíkur um að gefa náms- mönnum frítt í strætó. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segir „ekki fullljóst“ hvort þetta sé besta leiðin til að bæta samgöng- ur. „Hins vegar sér maður á Ak- ureyri og Reykjanesbæ að notk- un vagnanna virðist hafa aukist.“ Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tekur í sama streng. Hugmyndina eigi að skoða gaum- gæfilega. „Það er ekkert frítt í raun og veru,“ segir hann. Ekki náðist í bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Ekki útilokað í grennd borgar Líður þér betur í millilanda- flugi eftir að öryggisreglur voru hertar? Myndir þú vilja að barnið þitt ynni í álveri í framtíðinni? Ásatrúarmenn vonast til að framkvæmdir við hof safnaðar þeirra geti hafist í maí eða júní. Í fréttabréfi Ásatrúarfélagsins, Vorum sið, segir Egill Baldursson lögsögumaður frá því að enn séu arkitektar og skipulagsfræðing- ar borgarinnar að velta fyrir sér aðstæðum þar sem hofinu er ætl- aður staður í Leynimýri í Öskju- hlíð. Segir Egill tvo staði koma til greina sem endanlegt stæði. Þess- ir staðir séu á „svipuðum slóðum“ og ásatrúarmenn tóku táknræna skóflustungu að nýja hofinu. „Við Hilmar Örn [Hilmarsson allsherjargoði] gengum um svæð- ið með jarðfræðingi og verkfræð- ingi ásamt arkitektinum okkar Magnúsi Jenssyni í marslok og voru menn sammmála um að báðir staðirnir væru góðir og hentugir til hofbyggingarinnar. Við trúum því að skipulagsvinna borgarinnar sé á lokastigi og að framkvæmdir geti hafist í maí-júní,“ segir Egill í Vorum sið og minnir liðsmenn Ásatrúarfélagsins á bankareikn- ing sem stofnaður var til að safna í byggingarsjóð. Þrátt fyrir að hofið sé enn ekki risið í Öskjuhlíðinni stendur Ása- trúarfélagið fyrir helgistund á lóð sinni á sumardaginn fyrsta, sem er eftir viku. Vilja byrja á hofinu strax í vor Ástandið í Írak fer „sífellt versnandi“ að mati Rauða kross- ins þrátt fyrir að öryggisástandið hafi sums staðar lagast nokkuð. „Að minnsta kosti höfum við ekki séð að ástandið fyrir borg- ara landsins sé neitt að verða stöðugra,“ sagði Pierre Krähen- bühl, framkvæmdastjóri Alþjóða- nefndar Rauða krossins. Hins vegar eigi starfsmenn Rauða krossins erfitt með að meta hvern- ig ástandið er í Bagdad vegna þess hve hættulegt er að vera þar á ferli. Samkvæmt nýrri skýrslu Rauða krossins um stöðu almennings í Írak segir að átökin í landinu „valdi þjóðinni allri gífurlegum þjáningum“. Á hverjum einasta degi eru tugir manna myrtir og miklu fleiri særist. Í líkhúsum liggja þúsundir líka sem ekki hefur verið vitjað um, annaðhvort vegna þess að ættingj- ar vita ekki af þeim eða þora ekki að ná í þau. Læknar og hjúkrunarfólk hafa flúið land sem veldur því að „gífurlegur skortur er á starfs- fólki í sjúkrahúsum og annarri lykilþjónustu,“ sagði Krähenbühl. Ríkisstjórn Íraks á einnig undir högg að sækja. Í gær hótuðu fylgis- menn sjía-klerksins Muktada al- Sadr því að segja sig úr stjórninni til þess að mótmæla því að Nouri al-Maliki forsætisráðherra hefði ekki sýnt stuðning við kröfur um að Bandaríkjaher hyrfi á brott innan tiltekins tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.