Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 8
ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 37 09 7 03 /0 7 Skráning á landsbanki.is Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Verið innilega velkomin. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fræðslukvöld fyrir almenning Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld”, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um helstu þætti sem lúta að skattamálum, fjármálum heimilisins, fjárfestingum, ávöxtun eigna og lífeyrissparnaði. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Í kvöld, Höfðabakka: Farið verður yfir fjárfestingarkosti sem í boði eru, til dæmis skráð hlutafélög í kauphöll og verðbréfasjóði. Einnig verða gefin hagnýt ráð um uppbyggingu eignasafna. Jafnframt verður greint frá því hvar hægt er að nálgast upplýsingar um fjármálamarkaðinn og hvernig þær eru nýttar. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta tækifæri á fjármálamarkaði til að ávaxta eignir sínar. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum: 12. apríl Höfðabakki Fjárfestingar og ávöxtun eigna 26. apríl Laugavegur 77 Fjármál heimilisins Í kvöld www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 70 06 0 4/ 07 UMSÓKNARFRESTUR Í MEISTARANÁM VIÐ VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD ER TIL 16. APRÍL Viðskipta- og hagfræðideild býður upp á fjölbreytt og metnaðarfullt meistaranám sem tekur mið af því besta sem gerist í heiminum í dag. Námið er þekkt fyrir góða fræðilega undirstöðu og nemendur öðlast víðtæka innsýn í verkefni og áskoranir atvinnulífsins. VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD Námsleiðir í meistaranámi: Fjármál fyrirtækja Fjármálahagfræði Hagfræði Heilsuhagfræði Mannauðsstjórnun Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Reikningshald og endurskoðun Stjórnun og stefnumótun Viðskiptafræði Umhverfis- og auðlindafræði (þverfaglegt) Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um námsleiðir er að finna á heimasíðu viðskipta- og hagfræðideildar, vidskipti.hi.is Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr. Deildin býður einnig upp á MBA-nám. Óvíst er hvort nokkuð verður af fundi George W. Bush Bandaríkjaforseta og leið- toga demókrata á Bandaríkjaþingi um aukafjárveitingu til stríðsins í Írak. Bush bauð demókrötum upp á fund, en tók strax fram að hann hefði engan áhuga á að semja um neitt. „Við getum rætt um það hvern- ig framhaldið verður með frum- varp sem er hreint frumvarp,“ sagði Bush, „frumvarp sem veitir fé til hermanna okkar án nokkurra gervitímasetninga fyrir brott- hvarf hersins og án þess að binda hendur herforingja okkar á staðn- um.“ Þar með er ljóst að hann er alls ekki til umræðu um að verða við kröfum demókrata um að í frum- varpinu verði einhver ákvæði um tímasetningu brotthvarf hersins frá Írak. Demókratar verði að fall- ast á hans afstöðu. „Ég vil benda á að þetta eru ekki samningaviðræður,“ tók Dana Perinu, talsmaður Hvíta hússins, fram til frekari áréttingar. Leiðtogar demókrata í báðum deildum þingsins, þau Harry Reid og Nancy Pelosi, höfnuðu strax þessum skilyrðum forsetans og sögðu hann þurfa að horfast í augu við það að nú séu breyttir tímar eftir að repúblikanar misstu meirihluta í báðum þingdeildum. „Nú þarf forsetinn að semja við þingið,“ sagði Reid. „Hann hefur aldrei áður þurft að gera það. For- setinn hefur til þessa bara gert það sem hann hefur viljað. Hann hefur haft stóran stimpil til um- ráða hér í þinginu.“ Bandaríkjaþing samþykkti seint í síðasta mánuði aukafjárveitingu til stríðsins í Írak með ákvæði um að brotthvarf hersins hæfist á næsta ári, en Bush hefur hótað því að beita neitunarvaldi á þau lög. Um leið væri hann hins vegar að beita neitunarvaldi á aukafjár- veitinguna, sem herinn þarf á að halda. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain, sem berst fyrir því að verða forsetaefni repúblikana, sakar demókrata um þrjósku í Íraksmálinu. Einungis óvinir Bandaríkjanna í Írak fagni því að demókratar setji brotthvarfi hers- ins tímamörk. „Ósigur Bandaríkjanna væri sorgarefni, ekki fagnaðarefni,“ sagði hann og bætti því við að stríðið í Írak væri bæði „nauðsyn- legt og réttlátt“. Bush stendur fast á sínu Bush neitar enn að semja við demókrata um brott- hvarf hersins frá Írak. Leiðtogar demókrata segja þá tíma liðna að hann geti gert það sem honum sýnist. Neyslumynst- ur vestrænna þjóða ein- kennist af óhófi og sóun sem leiðir af sér ógn við vistkerfi jarðar- innar. Stjórnvöld og al- menningur þurfa í sam- einingu að vinna gegn neyslukapphlaupinu og beina sjónum að hinum raunverulegu þörfum fólks. Þetta segir í Grænni fram- tíð, riti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um sjálf- bæra þróun. Í ritinu er fjallað um sautján málaflokka er snerta umhverfi og sjálf- bæra þróun. Lagt er til að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir miðja öldina um að minnsta kosti sextíu pró- sent. Þá vill VG að hvatt verði með skattalegum að- gerðum til notkunar bíla knúinna endurnýjanlegum orkugjöfum. Vinna þarf gegn neyslukapphlaupinu Sænska lögreglan sagði í gær að þörf væri á að kanna betur bakgrunn hælisleit- enda sem til Svíþjóðar koma, en til þess þyrfti lögreglan meira fé og mannafla. Sé það ekki gert er hætt við því að landið verði ör- uggt skjól fyrir stríðsglæpamenn hvaðanæva úr veröldinni. Rausnarleg stefna sænskra yfirvalda gagnvart hælisleitend- um hefur gert landið að eftirsótt- um áfangastað fyrir flóttamenn frá Balkanskaga, Afríku, Íran og ekki síst Írak. Lögreglan óttast að hundr- uð manna, sem grunaðir eru um stríðsglæpi í heimalöndum sínum, hafi getað fengið hæli í Svíþjóð þar sem ekki hafi reynst unnt að kanna bakgrunn þeirra nægilega vel. Yfir 24.000 manns fengu hæli í Svíþjóð í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.