Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 10
Sterk staða ríkis- sjóðs hefur verið helsti jákvæði þátturinn í efnahagsmyndinni upp á síðkastið en nú stefnir í halla á ríkissjóði þegar á næsta ári. Þetta sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og ráðherra Alþýðuflokksins, við kynningu á nýju riti Samfylking- arinnar um efnahagsmál í gær. Jón dró upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála; vextir væru háir, gengi krónunnar óstöðugt og verðbólgan talsvert yfir verð- bólgumarkmiðum. Að mati Jóns hefur ríkisfjár- málunum ekki verið beitt sem skyldi til að hafa stjórn á heild- areftirspurn og nefndi hann sem dæmi skattalækkanir og að fall- ið hefði verið frá aðhaldi í opin- berum framkvæmdum áður en marktæk áhrif kæmu í ljós. Þá sagði Jón rýmkun útlánareglna Íbúðalánasjóðs hafa gengið þvert á yfirlýsingar stjórnvalda um að- haldssemi. „Það er hringlanda- háttur af þessu tagi sem grefur undan tilraunum til aðhalds með hækkun stýrivaxta og þar með undan trúverðugleika efnahags- stefnunnar í heild.“ Jón vitnaði til þjóðarsáttarinn- ar 1990 þegar stjórnvöld og að- ilar vinnumarkaðarins bundust böndum um að rjúfa vítahring verðbólgu og gengisfellinga með víðtækum efnahagsaðgerðum og hófstilltum kjarasamningum. Þáttur í viðleitni til að ná tökum á efnahagsvandanum nú „ætti að vera að efla samráð við samtök- in á vinnumarkaðnum og stefna að nýrri þjóðarsátt um efnahags- , kjara- og félagsmál.“ Það er mat Jóns Sigurðssonar að peningamálastjórn með verð- bólgumarkmiði og stýrivöxtum sem helsta stjórntæki hafi ekki gefið góða raun. Því fari enda fjarri að verðbólgumarkmiðið hafi náðst og stýrivaxtahækkanir hafi reynst áhrifalitlar. Gengissveiflur síðustu ára eru, að sögn Jóns, óþolandi fyrir út- flutningsfyrirtæki og því skilj- anlegt að talsmenn framsækins atvinnulífs spyrji hvort krónan sé nógu stór fyrir Ísland. Svar stórhuga stjórnenda fyrirtækja sem líta á heimsmarkaðinn sem heimamarkað sé hiklaust nei. Því væri þjóðarnauðsyn að fram fari fordómalaus athugun á hvort upptaka evru sé heppileg lausn á gengisvandanum. Jón sagði enn fremur tekju- afgang ríkissjóðs og lækkun ríkisskulda „sem talsmenn ríkis- stjórnarinnar hafa mjög gumað af upp á síðkastið“, vera fyrst og fremst tilkomið vegna sjálf- virkrar tekjuaukningar af of- þenslu og sölu ríkiseigna fremur en árangurs í útgjaldastjórn. Við efnahagsvandann bætist svo að á næstu árum þurfi að bæta fyrir ríkar vanrækslusyndir á síð- asta áratug á sviði félagsmála og kjarajöfnunar. Grípa þurfi til rót- tækra breytinga á forgangsröðun á næsta kjörtímabili til að finna þeim verkefnum öruggan stað í fjárhagsákvörðunum hins opin- bera. Stefnir í halla á ríkissjóði á næsta ári Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að stefna ætti að nýrri þjóðarsátt um efnahags-, kjara- og félagsmál. Horfur í ríkisfjármálum séu slæmar. Hringlandaháttur grafi undan trúverðugleika efnahagsstefnunnar. ELDRI VINSTRI GRÆN BÚAST TIL VORVERKA Í kvöld kl. 20:00. stendur EVG fyrir fjölbreyttri dagskrá í kosningamiðstöðinni Grensásvegi 16a. Kvikmyndir, söngur og sögur Allir velkomnir Maneka Gandhi, fyrr- verandi umhverfisráðherra Ind- lands, sakaði í ræðu í Brus- sel í gær bandaríska ráðamenn um að beita Indlandi og öðrum hagvaxtar-þróunarlöndum fyrir sig sem afsökun fyrir því að gera sjálfir ekkert í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Gandhi hvatti Bandaríkjamenn til að hætta að setja það sem skil- yrði fyrir því að þeir gerðu eitt- hvað sjálfir í málinu að Indverjar og Kínverjar gerðu það einnig í ekki minni mæli. Stjórnvöld í Washington væru að reyna með þessu að beina athyglinni frá eigin umhverfisvandamálum. Bandaríkjamenn losa nær fjórð- ung gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Beita Indlandi sem afsökun Svo rammt hefur kveðið að óheimilum utanvegaakstri í Stokkseyrarfjöru að undanförnu að umhverfisnefnd Árborgar hefur gripið til sérstakra aðgerða. Umhverfisnefndinni hafa borist ábendingar frá íbúum um mikla umferð vélknúinna ökutækja um Stokkseyrarfjöru. „Út frá þessum ábendingum hefur verið bætt við merkingum þar sem öll umferð vélknúinna öku- tækja er stranglega bönnuð. Umhverfisnefndin vill árétta þetta sérstaklega á þessum árstíma þar sem viðkvæmt fuglalíf er í fjörunni,“ segir í samþykkt nefndarinnar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa menn á mótorhjólum og jeppum hunsað fyrirmæli landeigenda og unnið skemmdir á viðkvæmu landi sem grætt hefur verið upp síðustu áratugi austan við Þorlákshöfn. Verið er að þétta flutn- ingaskipið Wilson Muuga og búa það undir að vera dregið af strandstað í Hvalsnesfjöru í vor. Nesskip hafa fengið Köfunar- þjónustu Árna Kópssonar til að sjá um undirbúninginn og hafa tólf menn verið við vinnu frá því fyrir páska. Búið er að koma upp kláfi milli skips og lands og eru menn og búnaður fluttir á milli í kláfnum. Ekki er ljóst hvenær verkinu lýkur en mennirnir sofa um borð. Unnið að þétt- ingu skipsins Meðal þeirra sem mun flytja örræðu á baráttufundinum eru: Guðmundur Steingrímsson 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Árni Páll Árnason 4. sæti í Suðvesturkjördæmi Róbert Marshall 3. sæti í Suðurkjördæmi Guðný Hrund Karlsdóttir 4. sæti í Suðurkjördæmi Margrét Kristín Helgadóttir 4. sæti í Norðausturkjördæmi Helga Vala Helgadóttir 5. sæti í Norðvesturkjördæmi Reynir Harðarson 6. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristrún Heimisdóttir 5. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 7. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður Sólveig Arnarsdóttir 9. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður Dofri Hermannson 8. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Fundarstjóri Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Baráttufundur Í dag kl. 13:30 ætlar hin nýja kynslóð að fjölmenna í Blóðbankann og gefa blóð. Með því vill ungt Samfylkingar- fólk undirstrika að þörfin fyrir nýju blóði er mikil – og mest í stjórnarráðinu. Róbert Guðmundur Margrét Kristín Guðný Hrund Helga Vala Kristrún Árni Páll Bryndís Ísfold Dofri Reynir Sólveig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.