Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 18
fréttir og fróðleikur
Stjórnkerfi fyrir fiskveiðar Íslendinga
Póst- og fjarskiptastofnun
opnaði nýlega tilboð í leyfi
til reksturs nýrra farsíma-
kerfa á Íslandi. Tvö leyfi
eru í boði og sóttu fjögur
fyrirtæki um; tvö svissnesk
og tvö íslensk. Forstjóri
BebbiCell, annars sviss-
neska fyrirtækisins, situr
fyrir svörum um fyrirætl-
anir sínar á íslenska GSM-
markaðnum.
„Í Þýskalandi og annars staðar á
meginlandi Evrópu er gífurlegt
verðstríð á farsímamarkaðnum,
en á Íslandi hefur þetta stríð ekki
byrjað. Við ætlum okkur að koma
inn á markaðinn með mjög sam-
keppnishæft verð miðað við það
sem íslenskum farsímanotendum
stendur til boða í dag,“ segir Andr-
eas Fink, forstjóri svissneska far-
símafyrirtækisins BebbiCell.
Fyrirtækið er annað tveggja
svissneskra fyrirtækja sem sóttu
um að reka GSM-farsímakerfi hér
á landi, hitt heitir Amitelo. Ásamt
þeim sóttu íslensku fyrirtækin
Núll-Níu og IP-fjarskipti um
leyfi.
Samkvæmt stigakerfinu sem
Póst- og fjarskiptastofnun notar
til að meta gæði tilboða var Amit-
elo með besta tilboðið, BebbiCell
með það næstbesta og Núll-Níu í
þriðja sæti. IP-fjarskipti ráku
lestina með töluvert færri stig en
hin þrjú fyrirtækin. Leyfunum
tveimur verður úthlutað fyrir lok
þessa mánaðar.
Andreas Fink segir Ísland hafa
orðið fyrir valinu þegar tilboði
BebbiCell í rekstur farsímakerf-
is í svissnesku borginni Basel var
hafnað vegna betri tilboða hjá
keppinautunum.
„Við vorum komnir langt með
að skipuleggja kerfið þegar til-
boðinu var hafnað. Þegar við
fórum að skoða aðra möguleika
kom í ljós að Reykjavík er ótrú-
lega lík Basel hvað varðar rekst-
ur farsímakerfis. Hún hentar
mun betur fyrir okkur en Basel
ef eitthvað er.“
Basel er við landamæri Sviss,
Þýskalands og Frakklands, og
eru íbúar hennar 170.000. Fink
segir landamærin rétt hjá Basel
hafa valdið BebbiCell töluverð-
um vandræðum, og aðstæðurnar
í Reykjavík séu mun betri.
Í útboðinu hér á Íslandi felst að
fjarskiptafélögin reisi eigin
senda þegar úthlutun er í höfn,
segir Hrafnkell V. Gíslason, for-
stóri Póst- og fjarskiptastofnun-
ar. Þó sé ekkert því til fyrirstöðu
að þau semji við önnur félög á
borð við Símann eða Vodafone
um notkun sendanna þeirra.
Fink segir ekki koma til greina
fyrir BebbiCell að semja við Sím-
ann eða Vodafone um notkun
GSM-senda þeirra. „Það er erfitt
að kaupa þjónustu af samkeppn-
isaðila. Ef ég væri Síminn eða
Vodafone myndi ég ekki bjóða
nýjum keppinaut á markaðnum
mjög góðan samning.“ Hann
segir fyrirtækið munu reisa nýja
senda og bjóða upp á farsíma-
þjónustu innan tólf mánaða eftir
leyfisveitinguna, fái BebbiCell
leyfi.
„Við höfum áætlanir fyrir allt
landið. Við byrjum á að setja upp
senda á höfuðborgarsvæðinu og
fikrum okkur síðan út til annarra
bæja og sveitarfélaga. Það er
ekki alveg ákveðið í hvaða röð
það verður, en við ætlum okkur
að bjóða upp á þjónustu um allt
land,“ segir Fink.
Útboð Póst- og fjarskiptastofnun-
ar kveður á um rekstur hefð-
bundins GSM-kerfis, en ekki
þriðju kynslóðar farsímakerfi.
Rekstur þess konar kerfis var
boðinn út fyrir nokkru og buðu
Síminn, Vodafone og Nova,
dótturfélag Novator, í það.
Þriðja kynslóð farsímakerfis
býður upp á stóraukinn gagna-
flutningshraða og er næsta skref
í þróun á farsímatækni. Meðal
þess sem hægt er að bjóða upp á
með þeirri tækni er hágæðasjón-
varpsútsendingar, vefnotkun um
farsíma og myndsímtöl. Einnig
verður hægt að tengja fartölvur
við háhraðanettengingu hvar sem
er með gagnakortum sem sett
eru í tölvurnar.
Fink segist ekki sjá eftir því að
hafa misst af útboðinu fyrir
Erlendur áhugi á fámennum GSM
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
Rekstrarvörur
1982–200725ára
R
V
62
30
B
Marathon RVS miðaþurrkuskápur
5.423 kr. 3.982 kr.
Blár enMotion snertifrír skammtari
WC Compact statíf blátt fyrir tvær rúllur
3.982 kr.6.968 kr.
WC Compact statíf RVS fyrir tvær rúllur
1.865 kr.
Blár sápuskammtari FoamLotus Sápuskammtari RVS
4.974 kr.
Á tilboði
í apríl 2007
Valdar gerðir af Lotus
Professional skömmturum
og tilheyrandi áfyllingum
fyrir snyrtinguna.
Verður ekki
útrýmt