Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 31

Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 31
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Í október síðastliðnum fór bloggsíðan www.reykjaviklooks.blogspot.com í loftið en þar er að finna þrælgott ljós- myndasafn af götutískunni í Reykjavík. Þær sem settu síðuna upp eru vinkonurn- ar Elísabet Alma og Saga Sigurðardóttir, tvítugar Reykjavíkurdömur með mikinn áhuga á tísku og tískuljósmyndun. „Ég kalla mig í raun ljósmyndara núna,“ segir Saga í samtali við Fréttablaðið, en hún stefnir jafnframt á nám í faginu í framtíð- inni. „Það eru margar svona bloggsíður á netinu þar sem hægt er að skoða myndir af götutískunni í ýmsum borgum. Við Elísa- bet kynntumst þessu í gegnum Face Hunt- er, en það kallar hann sig strákurinn sem tekur myndir af fólkinu á götum Parísar- borgar.“ Sjálf hefur Saga gaman af að klæða sig upp og lætur fastmótaða strauma ekki stjórna fatavali sínu frá degi til dags. „Mér finnst mest gaman að klæða mig bara eftir skapi. Stjörnujakkinn minn er eftir Imbu sem selur föt í Nakta apanum á Laugavegi. Þá má segja að hann passi inn í þessa nu-rave- stefnu sem er í uppsveiflu um þessar mund- ir, en ég hengi mig samt ekkert í þá einu stefnu. Stundum vil ég vera bara í svörtu, stundum langar mig að vera svona, stund- um rómantísk í blúndum.... það fer bara allt eftir stemningu,“ segir Saga að lokum. Tískubloggið tifar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.