Fréttablaðið - 12.04.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 12.04.2007, Síða 40
 12. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið verk að vinna „Við erum mikið að flytja inn vagna af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá litlum vögnum sem henta á golfvelli og upp í stóra vagna sem ætlaðir eru til jarðefnaflutn- ings,“ segir Baldur Þórir Gíslason sem rekur fyrirtækið Vagnheima. Ásamt vögnunum selja Vagnheim- ar haugsugur og skítadreifara. Baldur sem er 25 ára gamall hefur lengi haft áhuga á viðskipt- um. „Frænka mín og maðurinn hennar eru bændur og þau vantaði stóran skítadreifara. Þau báðu mig að aðstoða sig að komast í samband við fyrirtæki úti til að kaupa dreif- arann og í framhaldinu kviknaði sú hugmynd að fá umboð hér á landi og hefja innflutning. Undirbúning- urinn hefur staðið í nokkra mán- uði og nú eru nokkrar vikur síðan við hófum sölu. Við tókum tækn- ina í okkar þjónustu og erum með vörulistann á netinu, en enga versl- un. Þannig spörum við þann kostn- að sem venjulega hlýst af yfirbygg- ingu og getum boðið ódýrari vöru og meira úrval. Við liggjum ekki með neinn lager hér, enda tekur afgreiðslan að utan mjög stuttan tíma. Fyrir vikið getum við boðið mun meira vöruúrval því við erum ekki takmarkaðir af því sem er á lagernum. Við erum að fara út fyrir þetta hefðbundna í vélasölunni. Við erum að byrja núna og reynum að gera vel við viðskiptavini okkar. “ Baldur segir að hann hafi lært mikið um búskap á því að reka Vagnheima. „Ég hef ekki unnið við búskap en frænka mín og maður hennar eru með í rekstrinum. Það má því segja að þetta sé fjölskyldu- fyrirtæki.“ Auk þess að flytja inn búvörur rekur Baldur lítið útgerð- arfyrirtæki ásamt föður sínum og hefur því í nógu að snúast. hnefill@frettabladid.is Netið gefur ný viðskiptatækifæri Baldur segir að þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það sem hann hefur að bjóða geti heimsótt vefinn www.vagnheimar.is Pólverjar sem voru á ferð hér á landi nýverið hafa sýnt áhuga á að kaupa Zetor- og Ursus-drátt- arvélar. Þetta kom fram í héraðs- fréttablaðinu Skessuhorni í Borg- arnesi nýverið. Þeir sem ferðast um landið vita að Zetor-dráttar- vélar eru gríðarlega algengar og má sjá slíka gæðagripi á mörgum betri bæjum. Margar þeirra eru í góðu standi en aðrar þarfnast tölu- verða viðgerða. Nú hefur hins vegar opnast alveg nýr markaður fyrir þá sem vilja verða sér út um smá pening fyrir gömlu dráttarvélina sína. Að því er fram kom í Skessuhorni voru Pólverjar á ferð í Reykjavík og sáu Zetor fyrir utan hús þar í bæ. Eigandinn var ekki heima við en haft var uppi á honum og var hann til í að selja Zetorinn sinn. Í kjölfarið fóru Pólverjarnir að leita að fleiri Zetor-dráttarvélum og einnig vélum af Ursus-gerð. Ástæðan er sú að þeir búa í ná- grenni við Zetor-verksmiðjuna í Póllandi og fá varahluti og annan búnað til endurbóta og stand- setningar á þessum vélum á lágu verði. Eftir að þeir hafa gert upp dráttarvélarnar eru þær svo seld- ar pólskum bændum sem líkar vel við Zetor- og Ursus-vélar. Munu Pólverjarnir hafa gert víðreist um landið þegar þeir voru hér og heimsóttu meðal annars Akureyri og fleiri staði á Norðurlandi. Nú þegar munu einhverjir tugir véla hafa verið seldar úr landi en þeir sem hafa áhuga á sölu geta haft samband við Boguslaw Raut í síma 00 45 20494957. hnefill@frettabladid.is Zetorinn nýtur vinsælda Zetora má finna á sveitabæjum víða um land í misgóðu ástandi. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR SIGFÚSSON Jón Gíslason, bóndi á Lundi í Lundarreykjadal, seldi Pólverjum tvær dráttarvélar á einu bretti. MYND/SKESSUHORN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.