Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 67

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 67
Sena hefur gert leigusamning við stjórn Háskólabíós um áframhald- andi rekstur kvikmyndastarfsemi í húsinu til næstu fimm ára og mun Sena taka við rekstrinum 1. maí næstkomandi. Rekstur Háskóla- bíós hefur verið í höndum Sam- bíóanna síðan 2002. Fyrir þann tíma var rekstur í húsinu í hönd- um fyrirtækis í eigu Sáttmála- sjóðs sem reisti húsið, en hann var stofnaður fyrir bótafé Dana við sambandsslitin. Háskólinn rak áður kvikmyndahús í Tjarnargötu í gömlu íshúsi sem nú heitir Tjarn- arbíó. Háskólabíó var reist á árun- um 1959-1961. Með þessum samningi verður Sena stærsti rekstraraðili kvik- myndahúsa hér á landi. Frá opnun Smárabíós árið 2001, hefur Sena verið í örum vexti á kvikmynda- húsamarkaðnum; rekur Smára- bíó, vinsælasta kvikmyndahús landsins í rúm fimm ár, og einnig Regnbogann, sem er eina miðbæj- arbíóið í Reykjavík, og Borgarbíói Akureyri sem er stærsta kvik- myndahús utan Reykjavíkur. Háskólabíó er stærsta kvik- myndahús landsins með mestan sætafjölda og hefur verið eitt vin- sælasta kvikmyndahús landsins frá opnun þess með frumsýningu fjölda innlendra og erlendra stór- mynda. Það er búið góðum halla í sölum, stórum sýningartjöldum og góðu plássi milli bekkja. Sena og stjórn Háskólabíós hafa fallist á það að leggjast á eitt við að lyfta Háskólabíói á þann stall sem það á heima með markvissum breyt- ingum sem lúta að sölum og öðru skipulagi kvikmyndahúsa. Athygli vekur að leigusamning- urinn nær aftur fyrir fyrirhugað- an flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tónlistarhúsið nýja eftir þrjú ár en hún hefur haft þar að- setur frá því húsið var vígt. Sena leigir Háskólabíó Fyrsti þátturinn í níu þátta röð sem á að ljúka sögunni af maf- íósanum Tony Soprano fór í loftið vestanhafs á sunnudagskvöld og var áhorfið slakt miðað við fyrra áhorf sem þættirnir nutu. Það voru ekki nema 7,7 milljónir sem horfðu en venjubundið áhorf var um 9,5 milljónir. Áhuginn á glæpa- lýð New Jersey tók að minnka í fyrra þegar sápan um aðþrengd- ar eiginkonur var sett honum til höfuðs á stöð ABC og náði að meðaltali 15,7 milljónum áhorf- enda, sem var þó það slakasta sem þær stöllur fengu í áhorf. Fimmta árið af Sopranos náði 14,4 miljón- um áhorfenda að meðaltali. Tals- maður HBO sem framleiðir Sopr- anos segir venjur sjónvarpsáhorf- enda vera að breytast. Líklegra er að þeir séu bara orðnir þreytt- ir á karlinum og endalausu klandri hans. Það er RÚV sem sýnir Sopr- anos hér á landi. Sopranos deyr út Franska kamelljónið Labyala Nosfell held- ur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld ásamt félögum sínum Pierre Le Bourgeois sem leikur á selló og trommuleikaranum Willi- am Lopez. Tríóið kom fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um síðustu helgi. Listamaðurinn, sem franska pressan hefur líkt við söngfuglinn heitinn Jeff Buckley, heit- ir fullu nafni Labyala Fela Da Jawid Fel og kveðst vera frá landinu Klokochazia og syng- ur á þarlendri tungu, og á ensku og frönsku. Öll hans list er byggð á sögum frá þessu tilbúna landi og hann tekur á sig myndir þeirra per- sóna sem sögurnar fjalla um. Nosfell er þekktur fyrir tónsmíðar sínar og söngrödd en ekki síður fyrir afar líflega sviðs- framkomu. Henni er vart hægt að lýsa þar sem listamaðurinn stígur tryllingslegan dans á meðan hann flytur tónlist sem sumir segja að sé varla þessa heims. List Nosfells hefur verið líkt við blöndu af fjölhæfni Bobby McFerrin með undrakrafti Joni Mitchell og áhrifamætti Tom Waits. Tón- list hans er sögð einstök blanda af þjóðlaga- og rokktónlist sem spannar alls konar blæ- brigði en þar spilar tungumálið ekki minni rullu en hljómarnir. Með hjálp tónlistarinnar geta hlustendur ferðast aftur til forneskjunn- ar og hins frumstæða þar sem angurværðin á sitt skjól. Á tónleikum er Nosfell einnig þekkt- ur fyrir að flytja sköpunarverk sín eins og sí- breytilegar lífrænar einingar fremur en eigin- leg lög. Sérhverjir Nosfells tónleikar eru því einstakir og ættu forvitnir unnendur framúr- stefnulegrar tónlistar ekki að láta þetta tæki- færi fram hjá sér fara. Eini þekkti íbúi Klokochazia á Íslandi? Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma , á eða sendu okkur póst á Lesendur Gestgjafans hafa óskað eftir því að áhöfn Gestgjafans fjalli um „mömmumatinn“, þennan gamla og góða. Ákveðið var að verða við þessum óskum og að þessu sinni er það heimilismaturinn sem fyllir Gestgjafann, nýir og gamlir réttir í bland. Pönnukökur – Bollur af öllum stærðum og gerðum – Bökur – Gamla góða reykta ýsan – Gómsætt án sykurs – Roberto Bava – Galakvöldverður á Holtinu – Þrep fyrir þrep – Búðaráp – Sunnudagskakan – Allrahanda – Molar – Bix – Vínbix – Happdrætti GAMLI GÓÐI MÖMMU - MATURIN N D Y N A M O R EY K JA V ÍK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.