Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 1

Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 1
Smáauglýsingasími550 Skemmtinefnd Lúðrasveitarinnar Svans hittist hálfsmánaðarlega til að skipu-leggja viðburði á vegum sveitarinnar. Þá er gælt við bragðlaukana í leiðinni.„Við erum nýbyrjuð að bjóða upp á eitt- hvað gott að borða á fundum. Þeirri ný- breytni var vel tekið enda erir mat ð taugar til Þýskalands og alls þess sem land- ið hefur upp á að bjóða í mat, drykk og tón- listarlífi,“ segir hún og útskýrir það nánar. „Sveitin hefur þrisvar farið á alþjóðlegt lúðrasveitamót í Bad-Orb í S-Þýskalandi og tekið á móti þýskri lúðrasveit hingað til lands ásamt vinum sem hú hferð Góður matur er Svansins megin Kaupþing er í 795. sæti á nýjasta lista alþjóðlega við- skiptatímaritsins Forbes yfir stærstu fyrirtæki veraldar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst í hóp eitt þúsund stærstu fyrirtækjanna, en í fyrra munaði litlu að Kaupþing kæmist á þann lista. Kaupþing slær heimsþekktum stórfyrirtækjum ref fyrir rass. Á meðal þeirra fyrirtækja sem eru neðar en Kaupþing eru alþjóð- lega kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er í 806. sæti listans, íþrótta- vöruframleiðandinn Adidas í 896. sæti og danski bjórframleiðand- inn Carlsberg, sem vermir 920. sæti. Fjögur íslensk fjármálafyr- irtæki eru meðal 2.000 stærstu fyrirtækja heims. Landsbank- inn situr í 1.151 sæti, Glitnir í því 1.170. og Exista í 1.532. Bankar eru áberandi í hópi þeirra stærstu. Citigroup, Bank of America og HSBC Holdings raða sér í þrjú efstu sætin. Forbes metur stærð fyrirtækjanna með hliðsjón af veltu, hagnaði, heild- areignum og markaðsverðmæti. Í hópi 800 stærstu félaga heims Hvetur Ómar til að hætta við Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrverandi iðn- aðarráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og Íslandshreyf- inguna til að hætta við fram- boð, í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag. Hjörleifur skrifar að skoð- anakannanir sýni að þær for- sendur sem Ómar Ragnarsson gaf fyrir framboðinu hafi ekki staðist. „Réttlæting Ómars Ragnarssonar fyrir sérstöku framboði á sínum vegum til að draga byr úr seglum Sjálf- stæðisflokksins var aldrei trú- verðug og þegar hefur sýnt sig að hún gengur ekki upp,“ skrif- ar Hjörleifur. Hann telur Ís- landshreyfinguna framlengja líf ríkisstjórnarinnar og kljúfa stóriðjuandstæðinga. Hjörleif- ur hvetur Ómar því til að draga í land og fylkja liði með þeim „sem tekið hafa trúverðuga af- stöðu gegn stóriðjustefnunni“. Hjólh ýsa- sýnin g um helgin a 13.-15.apríl www.xf.is AUÐLINDIR sjávar mega ekki safnast á fárra manna hendur sem EINKAEIGN. Starfshópur um mál- efni Reykjavíkurflugvallar telur mun veigameiri kosti fylgja því að færa flugvöllinn í Reykjavík úr Vatnsmýrinni en að hafa hann þar til frambúðar. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins, sem enn hefur ekki verið gerð opinber. Uppbygging flugvallar á Hólms- heiði, um þremur kílómetrum austan Rauðavatns, er hagkvæm- asti kosturinn samkvæmt mati hópsins en færsla innanlandsflugs til Keflavíkur kemur þar á eftir. Munurinn felst einkum í auknum ferðakostnaði og óhagkvæmni til lengri tíma sem hlýst af að færa höfuðstöðvar innanlandsflugsins til Keflavíkur. Þriðji kosturinn, að byggja upp flugvöllinn á Löngu- skerjum, myndi kosta mun meira en að hafa völlinn á Hólmsheiði, samkvæmt mati starfshópsins. Samkvæmt skýrslunni græðir Reykjavíkurborg tugi milljarða á því að færa flugvöllinn úr Vatns- mýrinni og byggja hann á Hólms- heiði, einkum og sér í lagi vegna þessi hve byggingarland í Vatns- mýrinni er dýrmætt. Starfshópurinn tók mið af ný- legu markaðsvirði lóða á höfuð- borgarsvæðinu og bar kostina saman. Nokkur óvissa ríkir þó um mat á lóðunum í Vatnsmýrinni þar sem markaðsvirði þeirra liggur ekki fyrir. Landsvæðið í Vatnsmýrinni er 134 hektarar að stærð en Háskól- anum í Reykjavík hefur verið út- hlutað ellefu hektara svæði. Eftir stendur svæði upp á tæpa 123 hektara sem borgin gæti skipulagt fyrir íbúðabyggð. Í starfshópnum voru Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vega- málastjóri, sem jafnframt var for- maður, Sigurður Snævarr borgar- hagfræðingur, Björn Ársæll Pétursson, fulltrúi borgarstjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Í drögum að ályktunum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í gær, kemur fram að mikilvægt sé að halda flugvellin- um í miðborginni í nálægð við heil- brigðisstofnanir. Óljóst er ennþá hvenær skýrsla starfshópsins verður kynnt en Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra eiga eftir að sam- þykkja skýrsluna með undirskrift fyrir sitt leyti. Fyrsti kostur að byggja upp flugvöllinn á Hólmsheiði Starfshópur samgönguráðherra og borgarstjóra um málefni Reykjavíkurflugvallar telur kosti þess að færa flugvöllinn úr Vatnsmýri ótvíræða. Borgin græðir tugi milljarða á því að byggja flugvöll á Hólmsheiði. Veit ekki hvernig ég á að segja takk si rk us 13. apríl 2007 KLIPPAR Færeyingurinn Jógvan Hansen vann X-faktor Veiddi 19 punda maríulax Sjónvarpsdrottningin Inga Lind Karlsdóttir er forfallin laxveiðimann- eskja. Hún veiddi maríu-laxinn sinn árið 2002. Bls. 10 SIRK USM YN D / VALLI Reynt að brjótast inn hjá Eiði Smára Glæpamenn reyndu að brjótast inn í hús Eið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.