Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 4

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 4
Nýr formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingar- innar verður valinn á landsfundi flokksins sem settur verður í Egils- höll í dag. Gunnar Svavarsson, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, óskar ekki endurkjörs. Embætt- ið er eitt hið veigamesta í stjórn- kerfi flokksins. Óvíst er hver mun gegna því en heimildir Fréttablaðs- ins segja það eitt að það verði kona. Jafnréttismálum verða gerð sér- stök skil á landsfundinum og taka Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður, Svafa Grönfeldt rektor og forstjórarnir Bjarni Ármannsson og Þórólfur Árnason þátt í umræð- um. Þá verður kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar mótuð og af- greidd. Við setningu landsfund- ar í dag munu formenn jafnaðar- mannaflokka Danmerkur og Sví- þjóðar, þær Helle Thoring-Schmidt og Mona Sahlin, flytja ávörp. Tæplega tvö þúsund manns hafa rétt til þátttöku í hefðbundnum störfum landsfundar en hann mega allir flokksmenn sitja. Jafnréttismálin í öndvegi „Minkurinn er nær en margur heldur, það sást til hans í Nauthólsvík um daginn og í Elliðaárdalnum,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði- félags Íslands, sem hefur boðað til minkaveiðiátaks. Félagið gefur þeim sem drepa mink vottorð og barmnælu, auk þess sem þeir geta unnið verðlaun á borð við riffil og utanlandsferð. „Þetta hefur vakið gríðarleg við- brögð,“ segir formaðurinn. Þótt flestir landsmenn búi í þéttbýli bendir Sigmar á að margir dvelji í sumarhúsum og verði varir við minkinn. „Hann er kominn út um allt.“ Minkur á ferli í Nauthólsvík Fjórir pólskir sjómenn á sextugs- aldri hafa búið í Bjarma BA-326 síðan í janúar. Bjarmi var sviptur veiðileyfi fyrir áramót „vegna afla umfram veiðiheimildir“. Sjómennirnir voru samt fengnir til landsins og komu hingað hinn 13. janúar. Einn mannanna, Marek Wozniak, segir að samið hafi verið um grunnlaun upp á 35.000 krónur á viku og sjö prósenta hlut af seldum afla. Síðan í janúar hafi ekkert verið veitt né greitt. Matur hafi borist þeim með stopulum hætti. „Fyrst var keyptur matur sem átti að duga í fimm daga. Þökk sé kokkinum dugði hann í tíu daga,“ segir Marek og dæsir. Níels Ársælsson er eigandi Steinbjargar, útgerðar Bjarma. Hann segist „gáttaður“ á sögu sjómannanna. „Þeim var gerð grein fyrir því að báturinn hefði misst veiðileyfið og að ekki væri útséð hvenær það fengist aftur,“ þegar þeir komu til landsins í janúar. Hann hafi boðið þeim að bíða og sjá í bátnum, hvort hann gæti ekki orðið sér úti um kvóta. Sem valkost hafi hann boðist til að útvega far fyrir þá aftur heim. Þeir hafi ákveðið að bíða um borð. Aðspurður segir hann að flugfarið sé enn í boði. „Það er ekki eins og hafi væst um karlagreyin. Þeir fá vasapeninga vikulega, um tíu til fimmtíuþúsund á mann. Ég tel að við höfum gert vel við þessa menn. Þetta er dapurlegt, en svona æxluðust hlutirnir bara. Við fjölskyldan höfum ekki síður átt bágt.“ Pólverjarnir taka undir það að aðstaða í bátn- um hafi verið snyrtileg og góð. Þeir æpa hins vegar reiðilega „absolútt nje!“ þegar tilboð Níels um flug- far er borið undir þá. „Við hefðum aldrei setið í bátn- um vinnu- og launalausir með fjölskylduna heima, hefði okkur ekki sífellt verið lofað vinnu og pening- um innan skamms.“ Níels hafi aldrei útskýrt stöðuna, þvert á móti hafi hann oft sent þau boð til verkalýðs- félagsins í Póllandi að í mars og apríl færu þeir að veiða. Þá yrðu þeir í mikilli vinnu. Aðspurðir um vasapeningana segjast sjómennirnir hafa fengið alls um 45.000 á mann, eða fimmtán þús- und á mánuði. Féð hafi útgerðarmaðurinn sent þeim í smáskömmtum síðustu mánuði. Þetta sé fé sem Níels skuldi þeim úr síðasta túr, síðan í fyrra, en þá hafi hann haldið eftir 60.000 krónum, líklega til að tryggja að þeir kæmu aftur í janúar. Þeir hafi glaðst mjög að fá tíu þúsund fyrir páskana, annars hefðu þeir orðið matarlausir og fjölskyldurnar úti einnig. Biðu launalausir í báti í þrjá mánuði Pólskir sjómenn hafa búið í báti í þrjá mánuði á stopulum matargjöfum og peningum sem haldið var eftir í síðasta túr. Hafa fengið 45.000 krónur á mann. Útgerðarmaður segir „alfarið þeirra ákvörðun“ að vera hér verklausir og bíða. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í gær nýja reglugerð um takmark- anir á tóbaksreykingum. Með nýju reglugerðinni munu tóbaksreykingar um borð í fiski- skipum, kaupskipum eða öðrum skipum sem notuð eru í atvinnu- rekstri lúta sömu takmörkunum og á öðrum vinnustöðum. Hing- að til hafa verið rýmri heimild- ir til reykinga á skipum en öðrum vinnustöðum. Í reykingabanninu sem tekur gildi 1. júní í sumar verður með öllu óheimilt að reykja innanhúss í þjónusturýmum stofnana, fyrir- tækja og félagasamtaka auk veit- inga- og skemmtistaða. Bannað að reykja í skipum Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í gær að hinn áformaði eldflaugavarnabúnaður Bandaríkjamanna í austanverðri Evrópu myndi skilja sunnanverða álfuna eftir utan slíks verndar- skjaldar og þar með í raun skapa nýjar klofningslínur í Evrópu. Ráðherrann, Franz-Josef Jung, sagði að það væri Evrópu í hag að komið yrði upp eldflaugavarna- kerfi, og hvatti Bandaríkjamenn til að ræða áform sín á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. „Suður-Evrópa yrði óvarin. Við verðum að semja um kerfi fyrir Evrópu alla,“ sagði Jung á fundi með utanríkismálanefnd Evrópu- þingsins í Brussel. Eldflaugavarnir fyrir alla álfuna Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, boðaði betri sam- skipti við Japan, einkum í efna- hagsmálum, í ávarpi sem hann flutti á Japansþingi í Tókýó í gær. Á þriggja daga ferð sinni um Japan hafa hann og japanskir ráðamenn reynt að „bræða ísinn“ eftir síversnandi samskipti ríkj- anna undanfarið. Wen hvatti engu að síður jap- anska ráðamenn til að standa við afsökunarbeiðni sína vegna hrottalegs framferðis japanskra hermanna gagnvart Kínverjum þegar stór hluti Kína var herset- inn af Japönum. Boðar samstarf og nýja þíðu Eldur kviknaði í báti suð- vestur af Ryti við Ísafjarðardjúp um áttaleytið í gærkvöldi. Tveir menn voru í bátnum og náðu þeir að slökkva eldinn sjálfir, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ísa- firði. Báturinn varð þó vélarvana og þurftu mennirnir hjálp björg- unarsveitar við að koma honum í land. Sædísin frá Bolungarvík kom á staðinn og kom báturinn til hafn- ar í Bolungarvík um klukkan hálf tíu. Upptök eldsins eru ókunn. Skipverjar náðu að slökkva eldinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.