Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 8
Sjálfsmorðssprengju-
maður sprengdi sig í loft upp í
mötuneyti íraska þingsins í gær,
dró tvo þingmenn með sér í dauð-
ann og særði tíu aðra. Árásin var
mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem
bera ábyrgð á öryggismálum á
„græna svæðinu“ svonefnda í
miðborg Bagdad, en þinghúsið er
innan þess.
Þinghússprengingin varð fáein-
um tímum eftir að ein af vegbrúm
borgarinnar yfir fljótið Tígris var
eyðilögð í sprengjutilræði. Mið-
hluti brúarinnar steyptist í fljótið
og nokkrir bílar vegfarenda með
er vörubíll fullur af sprengiefni
var sprengdur. Að minnsta kosti
tíu manns fórust og tugir særð-
ust og slösuðust. Lögregla vann
að því að bjarga um 20 manns sem
í bílunum voru sem fóru í fljótið.
Al-Sarafiya-brúin tengdi súnní-
hverfið Waziriyah og sjía-hverfið
Utafiyah í norðurhluta Bagdad.
Tilræðið í mötuneyti þingsins
var gert er margir þingmenn sátu
að hádegissnæðingi. Auk hinna
tveggja látnu særðust átta þing-
menn og tveir starfsmenn. Eftir
sprenginguna lokuðu öryggisverð-
ir byggingunni og hleyptu engum
inn eða út á meðan rannsókn stóð
yfir.
Tveir mánuðir eru síðan banda-
ríska herliðið, í félagi við íraskar
öryggissveitir lögreglu og hers,
efndi til víðtæks átaks til að bæta
öryggisástandið í Bagdad með því
meðal annars að láta til skarar
skríða gegn þekktum uppreisnar-
hópum í borginni. Markmiðið með
átakinu var að tryggja nægileg-
an stöðugleika til að íraska ríkis-
stjórnin fengi svigrúm til að koma
í framkvæmd vissum þjóðþrifa-
málum fyrir lok júnímánaðar.
Takist það ekki hafa bandarísku
setuliðsyfirvöldin hótað að hætta
stuðningi við stjórnina.
Báðir þingmennirnir sem dóu
voru súnníar, úr sínum hvorum
flokknum.
Khalaf al-Ilyan, einn þriggja
leiðtoga súnníaflokksins IAF, sem
hefur 44 fulltrúa á þinginu, sagði
að tilræðinu væri „beint að öllum
– öllum flokkum – þinginu í heild
sem tákni og fulltrúa fyrir alla
anga írasks þjóðfélags.“
Að sögn Mikhlis al-Zamili úr
sjía-flokknum Fadhila voru sex
hinna særðu úr flokki herskáa
sjía-klerksins Muktada al-Sadr.
Hadi al-Amiri, formaður örygg-
is- og varnarmálanefndar þings-
ins, sagði sprengiefni kunna að
hafa verið smyglað inn í húsið
með birgðum fyrir mötuneytið.
Þingmenn drepnir
í sjálfsmorðsárás
Tvö alvarleg sprengjutilræði voru gerð í Bagdad í gær. Annað var sjálfsmorðs-
sprengjutilræði í þinghúsinu inni á „græna svæðinu“. Hins vegar var ein af
helstu umferðarbrúm borgarinnar eyðilögð með miklu sprengiefni.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingar-
innar, vill að áfram verði unnið að
rannsóknum og úttektum vegna
áformaðra álvera við Helguvík
á Reykjanesi og Bakka í grennd
Húsavíkur við Skjálfanda. Eftir að
stækkun álversins í Straumsvík
sé komin út af borðinu séu fram-
kvæmdir í Helguvík nærtækast-
ar. „Við teljum að það eigi ekki að
ráðast í þær framkvæmdir fyrr en
búið er að gera úttekt á þeim nátt-
úrusvæðum sem þar eru undir,
bæði á Reykjanesi og Hellisheiði.
Og varðandi Húsavík eru í gangi
rannsóknir á jarðhitanum á Þeista-
reykjum. Þær geta haldið áfram
og jafnhliða er hægt að vinna út-
tekt á náttúrufarinu þar.“
Í riti Samfylkingarinnar um
efnahagsmál, sem Jón Sigurðsson
stýrði, segir að mikilvægt sé að
stjórnvöld geri grein fyrir áform-
um um framkvæmdir á sviði virkj-
ana og stóriðju, svo ekki skapist
óþarfa væntingar. Ingibjörg Sól-
rún segir áform flokks síns í þeim
efnum liggja ljós fyrir og því sam-
ræmast þeim tilmælum. Þó sé ekki
hægt að gefa út nákvæma fram-
kvæmdaáætlun fyrr en rannsókn-
um sé lokið. „Við leggjum áherslu
á að teknar séu upplýstar ákvarð-
anir um virkjanir og stóriðju.“
Eins sé mikilvægt að ákvarðan-
ir um virkjanir séu teknar á við-
skiptalegum forsendum. „Þær
verða að standast arðsemiskröfur
markaðarins, það á að fjármagna
þær sérstaklega og ekki með ríkis-
ábyrgð.“
Rannsóknum verði haldið áfram
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Mi›ási 7 • Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njar›vík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfir›i
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
SparCreme ræstikrem
Frábært til a› fjarlægja erfi›a bletti, uppsöfnu›
óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir.
Notist á postulín, keramik, ry›frítt stál o.fl.
Au›velt a› skola og skilur ekki eftir himnu.
NABC
Hlutlaus, sótthreinsandi ba›herbergishreinsir.
Hentar vel til daglegra flrifa á ba›herbergjum.
Hreinsar, sótthreinsar og ey›ir lykt.
ATTRACTIVE RYKKÚSTUR
Afflurrkunarkústur sem afrafmagnar.
Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu
kima og skilja ekkert eftir!
Ótrúlega sni›ugt!
EXPRESS MOPPUSKAFT
fiú flarft enga fötu, fyllir bara handfangi›
me› vatni og hreinsiefni!
Ótrúlega einfalt!
BESTA VÖRURNAR
ÚR Innlit/útlit
Félagsmálaráðuneytið hefur óskað
eftir skýringum Ragnheiðar Ríkharðsdóttir, bæjar-
stjóra í Mosfellsbæ, á því hvers vegna ósk hjóna um
skráningu um lögheimili í Mosfellsbæ var hafnað.
Hjónin fluttu í sumarhúsið Himnaríki í Miðdalslandi
árið 1996 og hafa tilkynnt búsetu þar á hverju ári síðan
en Mosfellsbær hefur hafnað því að þau fái skráð lög-
heimili þar. Nú vísa hjónin í dóm Hæstaréttar í sam-
bærilegu máli frá 2005. Lögunum var breytt eftir þann
dóm og vitnar Mosfellsbær til þeirra.
Félagsmálaráðuneytið hefur nú bent bæjaryfirvöld-
um á að hjónin hafi sótt um lögheimilsskráninguna
áður en nýju lögin tóku gildi. Bærinn þurfi að koma
með lögmætar ástæður fyrir því að hafna ósk hjón-
anna í Himnaríki. Ef slíkar ástæður séu ekki fyrir
hendi sé þess vænst að Mosfellsbær eigi frumkvæði að
því að Þjóðskrá afgreiði flutningstilkynningu þeirra.
Hjónin hafa ítrekað sagst munu afsala sér rétti til
allrar þjónustu frá bæjarfélaginu fái þau búsetuleyfið.
„Við viljum halda því fram að á okkur hafi verið
brotin lög, þar með talin stjórnsýslulög. Við förum
fram á leiðréttingu og löglega meðferð,“ segja hjónin í
Himnaríki bréfi til félagsmálaráðuneytisins.