Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 22
[Hlutabréf]
TM Software hefur
samið um sölu á öllum
hlutabréfum í Mari-
tech International til
AKVA Group ASA í
Noregi fyrir 91 millj-
ón norskra króna, eða
sem nemur um einum
milljarði króna. Samn-
ingurinn kemur í
framhaldi af viljayfir-
lýsingu sem gerð var
milli félaganna í lok
desember.
Í tilkynningu TM
Software kemur fram
að í fyrstu hafi ein-
göngu staðið til að
selja sjávarútvegs-
hluta Maritech en í framhaldi af
áreiðanleikakönnun hafi umfang
samningsins aukist. Þá hafi stjórn-
endur TM Software talið hags-
munum viðskiptavina best borgið
ef Maritech yrði selt í heilu lagi.
Salan er háð samþykki stjórna
bæði TM og AKVA Group, en í til-
kynningu AKVA til Kauphallarinn-
ar í Ósló kemur fram að stefnt sé
að því að ljúka sölunni
fyrir lok þessa mánaðar.
Greitt verður fyrir með
peningum við gildistöku
sölunnar, en AKVA fjár-
magnar kaupin með lán-
töku að hluta. Ráðgjafi
um kaupin var fyrir-
tækjaráðgjöf Glitnis.
Þá liggur ekki fyrir
hver áhrif samrunans
verði á starfsemi Mar-
itech hér heima og er-
lendis, en alls starfa um
180 manns hjá fyrirtæk-
inu í átta löndum, þar af
um 60 starfsmenn hér.
Frekari upplýsingar
eiga, samkvæmt tilkynn-
ingu AKVA, að liggja fyrir eftir að
stjórnir félaganna hafa samþykkt
samrunann.
Í tilkynningu er haft eftir Ágústi
Einarssyni, forstjóra TM Soft-
ware, að salan geri félagið betur í
stakk búið til að mæta tækifærum
sem eru á markaði, en ekki náðist í
hann við vinnslu fréttarinnar.
Selja Maritech á
einn milljarð króna
Álrisinn Alcoa hagnaðist um 662
milljónir Bandaríkjadala á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Þetta
jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra
króna, níu prósentum meira en á
sama tíma í fyrra og besti fyrsti
fjórðungur hjá fyrirtækinu.
Álverð hækkaði um 15 prósent
á fjórðungnum og hefur rúmlega
tvöfaldast í verði á síðastliðnum
fimm árum. Þá jókst eftirspurn
eftir áli talsvert.
Bandaríski bankinn Citigroup
segir eftirspurn eftir áli eiga enn
eftir að aukast. Horfir Alcoa til
þess að geta sinnt eftirspurninni
með aukinni framleiðslu frá álver-
um sínum í Brasilíu og Reyðarfirði
þar sem framleiðsla er nýhafin.
Gert er ráð fyrir að full framleiðsla
verði komin á skrið í álverinu í okt-
óber.
Gróði Alcoa
eykst milli ára
Bandaríski bankinn Citigroup
ætlar að segja upp 17.000 manns,
eða um fimm prósentum af starfs-
liði bankans. Að auki verða 9.500
störf flutt til og sum til landa þar
sem laun eru lægri. Horft er til
þess að með aðgerðunum sparist
4,6 milljarðar dala, jafnvirði 309
milljarða íslenskra króna, á næstu
þremur árum.
Citigroup segir
upp starfsfólki
Kredittilsynet, norska fjármála-
eftirlitið, varar við því að Kaup-
þing eignist meira en fimmtungs-
hlut í fjármálafyrirtækinu Store-
brand og óttast um stöðu félagsins
ef Kaupþing eykur hlut sinn. Þetta
kemur fram í skýrslu frá stofn-
uninni sem Dagens Nærlingsliv
greinir frá.
Kaupþing er stærsti hluthafinn
í Storebrand með áætlaðan sextán
prósenta hlut sem metinn er á um
44 milljarða króna.
Stofnunin segir að Kaupþing
skorti reynslu af trygginginga-
rekstri sem meginstarfsemi Store-
brands byggist á, skorti eigið fé og
sé of áhættusækinn. Þá hefur hún
áhyggjur af því að bankinn sé við-
kvæmur gagnvart skakkaföllum í
brothættu íslensku hagkerfi.
Kaupþing hefur heimild til að
eignast allt að fimmtungshlut í
Storebrand, rétt eins og norska vá-
tryggingafélagið Gjensidige, en
hafði óskað eftir leyfi að eignast
fjórðungshlut sem eftirlitið hafn-
aði. Að mati fréttaskýrenda er af-
staða Kredittilsynet talin styrkja
stöðu Gjensidige ef til yfirtöku
kemur.
„Við erum ekki sammála norska
fjármálaeftirlitinu og teljum að
niðurstöður þeirra séu ekki byggð-
ar á traustum grunni,“ segir Jónas
Sigurgeirsson, forstöðumaður
samskiptasviðs Kaupþings, í sam-
tali við Fréttablaðið. Jónas gefur
lítið fyrir meint reynsluleysi Kaup-
þings af tryggingarekstri og bend-
ir á að bankinn hafi tekið þátt í vá-
tryggingum, eigi KB Líf og í stjórn
bankans sitji forstjóri eins stærsta
tryggingafélags Svíþjóðar.
Talið er að tilgangur fjárfest-
ingar Kaupþings í Storebrand sé
öðrum þræði sá að eignast hluta-
bréf í öflugu fjármálafyrirtæki á
góðu verði fremur en að taka félag-
ið yfir. Á fundi stjórnenda bankans
með markaðsaðilum í Lundúnum á
dögunum kom fram að fjárfesting-
argeta Kaupþings sé um 270 millj-
arðar króna sem er sama fjárhæð
og markaðsvirði Storebrands.
Viðbrögð norska fjármálaeftir-
litsins koma ef til vill ekki á óvart.
Reuters-fréttastofan bendir á að
sögulega séð hafi ítök ríkisins
verið sterk í norsku athafnalífi og
oft hefur stjórnvöldum tekist að
koma í veg fyrir að erlendir fjár-
festar tækju yfir norsk fjármála-
og iðnaðarfyrirtæki. Kaupþing er
því ekki eitt um að fá móttökur
sem þessar.
Talsmaður Kaupþings segir að gagnrýnin sé ekki byggð á traustum staðreyndum.
Ekki í fyrsta sinn sem erlent fyrirtæki fær kaldar kveðjur frá opinberum aðilum.
Peningaskápurinn...