Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 28
Karl Popper kenndi mér, að vís-indin ættu að vera frjáls sam- keppni hugmynda. Mér hefur blöskrað, hversu ákaflega stuðn- ingsmenn kenningarinnar um verulega hlýnun jarðar af manna- völdum hafa reynt að kveða niður keppinauta sína. Hvað veldur þessari ákefð? Ef svarið er, að við séum í lífsháska, þá hefur það heyrst oft áður. Til dæmis var fyrirsögn fréttar Morgunblaðs- ins 10. júní 1977 um blaðamanna- fund, sem fyrirlesarar á alþjóð- legri umhverfisráðstefnu á Íslandi héldu: „Lítil ísöld fyrir aldamót?“ Þar kvað Reid Bryson, sérfræð- ingur um veðurfar á Norðurslóð- um, líkur á nýrri ísöld. Mannkyn yrði að búa sig undir harðindi og gæti lært af íslenskum bændum, sem hefðu ákveðið einu sinni á ári, hversu margt fé væri á vetur setj- andi. Aðrir fyrirlesarar tóku undir með Bryson. Kólnað hafði í veðri frá um 1940 til um 1970, en eftir það hefur hlýnað. Árið 1977 töluðu vísinda- menn um nýja ísöld. Þrjátíu árum síðar vara þeir við nýju hita- skeiði. En ályktunin er jafnan hin sama: Veita verður meira fé til vís- indamanna og taka meira mark á niðurstöðum þeirra! Ég rifja þetta upp vegna skrifa þeirra Tómas- ar Jóhannessonar jarðeðlisfræð- ings og Jóns Egils Kristjánsson- ar veðurfræðings í Fréttablað- inu 11. apríl. Þar gagnrýndu þeir grein eftir mig í Fréttablaðinu 30. mars, þar sem vitnað var í nýja breska heimildarmynd, Blekking- una mikla um hlýnun jarðar (The Great Global Warming Swindle). Framlag þeirra Tómasar og Jóns Egils er skætingslaust, og er mér ljúft að svara athugasemdum þeirra eftir bestu getu. Ein at- hugasemd- in er, að við- mælandi í heimildar- myndinni bresku, Carl Wunsch, telji orð sín þar hafa verið slitin úr samhengi. Mér fannst Wunsch ekki tala neina tæpitungu. En í bresku mynd- inni eru rök með og á móti tilgát- unni um verulega hlýnun jarðar af mannavöldum vissulega ekki vegin og metin, enda hentar sjón- varp illa til slíks, heldur hiklaust reynt að hrekja hana. Fræðileg gagnrýni á þessa mynd er þó hjóm eitt miðað við það, sem komið hefur fram um heimildarmynd Als Gores, Óþægilegan sannleik (In- convenient Truth). „Þegar sann- leikurinn missir stjórn á sér, verð- ur hann að ýkjum.“ Í annarri athugasemd er því hafnað, sem segir í bresku heim- ildarmyndinni, að vatnsgufa sé 98% gróðurhúsalofttegunda. Þeir Tómas og Jón Egill telja, að vatns- gufa valdi um 50-60% gróðurhúsa- áhrifa. Ég hafði töluna 98% úr bók Björns Lomborgs, Hið sanna ástand heimsins, en hann tók hana úr verkum danskra og breskra vís- indamanna. Í fjölmörgum ádeilum á verk Lomborgs hefur þessi tala ekki verið véfengd, svo að ég viti. Hins vegar eru magn og áhrif sitt hvað: Hugsanlega veldur vatns- gufa ekki langmestum gróðurhúsa- áhrifum, þótt hún sé langmestur hluti gróðurhúsalofttegunda. Þriðja athugasemdin er um þessa fullyrðingu mína: „Þegar lífverur anda frá sér eða rotna og þegar eldfjöll gjósa, streym- ir meiri koltvísýringur út í and- rúmsloftið en vegna brennslu olíu eða kola.“ Þeir Tómas og Jón Egill segja á móti, að í eldgosum sé að- eins losað um 1% af því, sem menn losi. En þetta er engin leiðrétt- ing á orðum mínum: Hvers vegna minnast þeir Tómas og Jón Egill ekki á áhrif öndunar frá lífverum og rotnunar þeirra? Og bera þetta saman við áhrif brennslu olíu eða kola? Samkvæmt nýlegri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, Löngum skugga húsdýranna (Livestock´s Long Shadow), má rekja 18% gróð- urhúsaáhrifa til húsdýra, aðallega kúa. Fjórða athugasemdin er um svokallaða sólvirknikenningu, en samkvæmt henni má skýra breyt- ingar á hitastigi á jörðu niðri með virkni sólar á hverjum tíma. Þeir Tómas og Jón Egill segja, að virkni sólar hafi ekki aukist hin síðari ár, þótt hlýnað hafi á jörðinni. Þetta er ekki rétt. Virknin hefur sveifl- ast upp og niður þetta tímabil. En sólvirknikenningin er nokkru flóknari, eins og sjá má í nýrri bók eftir danska vísindamanninn Henrik Svensmark og enska rit- höfundinn Nigel Calder, Kælandi stjörnur (Chilling Stars). Ég ætla ekki að öskra mig hásan með eða á móti einhverri einni tilgátu um loftslagsbreytingar, enda væri það fáránlegt. En ég hef iðulega séð, hvernig reynt hefur verið að nota vísindin eins og sleggju til að slá niður andstæðinga frekar en kast- ljós til að lýsa upp veruleikann. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Í nafni vísindanna Árið 1977 töluðu vísindamenn um nýja ísöld. Þrjátíu árum síðar vara þeir við nýju hita- skeiði. Samfylking-in hamast við að klára alla stefnumótun áður en lands- fundur henn- ar hefst. Lands- fundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýj- asta dæmið um þessa viðleitni for- ystunnar er heilt rit eftir Jón Sig- urðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylking- in stefni beinlínis að „harðri“ lend- ingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niður- skurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og – væntanlega þá einnig óhjákvæmilega – í vel- ferðarframlögum. Í ritinu birtist misskilningur varðandi lækkun virðisaukaskatts á matvörum í mars sl. Ekki virðist fylgt viðurkenndum upplýsingum um verðlækkanir í smásöluversl- unum. Ekki virðist heldur reynt að meta hvernig lækkun virðis- aukaskatts staðfestir árangur ríkis- stjórnarinnar í hagstjórninni. Í ritinu virðist gengið út frá því að ríkisstjórnin hafi ýtt undir þenslu á fasteignamarkaði og íbúðalána- markaði. Þó liggur fyrir að það voru viðskiptabankarnir sem hófu innrás inn á fasteignalánamarkað- inn með það yfirlýsta markmið að brjóta Íbúðalánasjóð á bak aftur. Almennar kannanir hafa staðfest að almenningur þekkir og virðir mikilvægi Íbúðalánasjóð. Að því er virðist hefur Samfylkingin ekki lengur áhuga á þessu. Til samanburðar við svartsýnar lýsingar í þessu riti Samfylking- arinnar mætti benda á leiðara í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífs- ins í þessari viku, en þar er bent á margs konar takmarkanir í opin- beru hagtalnaefni. Meðal annars bendir Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri SA og hagfræðingur á að trúlega sé viðskiptahallinn of- metinn tvöfalt í nýjustu hagtölum Seðlabankans. Í riti Samfylkingarinnar virð- ist ekki tekið tillit til þess að ætl- unin er að nýta afrakstur af sölu Landssímans beinlínis í jöfnun- arskyni fyrir hag ríkissjóðs og þá hagsveiflu sem virðist framundan – til að draga úr samdrætti. Lítið tillit er tekið til þess að viðskipta- hallinn – svo ofmetinn sem hann kann að vera – er þegar tekinn að minnka vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, og mun halda áfram að minnka þegar dregur úr stórframkvæmdunum fyrir aust- an á þessu ári. Ennfremur virðist það lítið metið að viðskiptahallinn tengist að hluta til arðvænlegum umsvifum og mun að því leytinu standa undir sér. Á kynningar- fundi Samfylkingarinnar um þetta nýja rit var því haldið fram að kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hefðu dregist aftur hér á landi síð- ustu ár. En einmitt nú stendur yfir eitthvert stærsta átak í eflingu vel- ferðarkerfanna og í hækkunum bótagreiðslna sem sögur fara af. Og samanburðarathuganir sýna að jöfnuður á Íslandi er meiri en tíðk- ast í langflestum Evrópulöndum. Landsfundarmenn Samfylking- arinnar hafa nóg að lesa og læra enda varla til þess ætlast að þeir fari að móta stefnu úr því að for- ystan er búin að birta stefnuna fyrirfram. Höfundur er alþingismaður. Hvað á landsfundur- inn að gera? Polo-veisla10 0% lá n No ta ði r b íla r í to pp sta nd i! Bjóðum glæsilegt úrval Polo-bíla á frábærum kjörum árgerð 2004 13.750 kr. á mánuði* verð 850.000 kr árgerð 2003 11.150 kr. á mánuði* verð 690.000 kr.Volkswagen Polo * M ið að v ið 1 00 % lá n fr á SP F já rm ög nu n í 7 2 m án . H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 9 5 9 Opið á Kletthálsi 11 mánudaga til föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.