Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 30
Currywurst er þýskur réttur sem er í sérlegu uppá-
haldi hjá skemmtinefnd Svansins. Þó segir hún
vandasamt að framreiða hann eins og Þjóðverjarnir
vilja hafa hann nema með sérstakri karrítómatsósu
sem ekki er fáanleg hér á landi. Hún reynir að leika
eftir fyrirmyndinni með því að blanda hressilegum
skammti af karrí saman við venjulega tómatsósu.
Tortilla lasagna er kannski ekki
þýskt „Spezialität“ eins og karrí-
pylsurnar en uppskriftin er feng-
in hjá einum meðlimi Svansins
sem lengi dvaldist í Stuttgart
við nám og störf. Var þessi rétt-
ur afar vinsæll þar á bæ og þess
vegna var hann hafður með á
þýsku kvöldi skemmtinefndar-
innar.
Uppskrift fyrir fimm:
Steikið saxaðan lauk, nautahakk og tómatpúrru í mat-
arolíu. Bætið við taco-sósu, salti og söxuðum hvítlauk.
Steikið í þrjár mínútur. Hitið smjörið í potti og bland-
ið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni út í og látið
malla við vægan hita í aðrar þrjár mínútur. Bland-
ið ostasósunni við og bragðbætið með salti. Hellið
þunnu lagi af ostasósu í eldfast mót. Setið á víxl tort-
illur, kjöt og ostasósu. Hafið seinasta lagið ostasósu.
Skreytið með tómatsneiðum, ef vill, og rifnum osti.
Hitið í ofni í 15 mínútur við 200° C.
Berið fram með fersku salati.
Súkkulaði og smjör er brætt
saman yfir vatnsbaði. Rauðurnar
og 25 g af sykri er þeytt saman.
Því næst eru hvíturnar og 75 g
af sykri þeytt saman. Eggjarauð-
unum og súkkulaðinu er síðan
blandað saman og þeytta rjóm-
anum bætt í hræruna. Síðast fara
eggjahvíturnar. Athuga þarf að
blanda öllu varlega saman svo að
„draumurinn“ falli ekki. Þessu er
svo hellt í stóra skál eða 4-6 minni
glös og látið standa í kæli í að
minnsta kosti þrjá tíma. Fallegt
er að skreyta með smá þeyttum
rjóma og jarðarberjum.
Currywurst að hætti Svansins
Áman ehf • Háteigsvegi 1 • 105 Reykjavík
Sími: 533 1020 • aman@aman.is • www.aman.is
• Koníak
• Gin
• Romm
• Vodka
• Whisky
Bragðefni í miklu úrvali
Einnig mikið úrval af líkjörum
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
0
3.
0
0
2
augl‡singasími
550 5880