Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 38

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 38
BLS. 6 | sirkus | 13. APRÍL 2007 É g trúði þessu varla þegar ég stóð þarna upp á sviðinu. Auðvitað stefndi ég að því að vinna en að það skyldi gerast með þessum yfirburðum er ótrúlegt. Ég var aldrei sigurviss, ekki í einum einasta þætti. Ég reyndi bara að gera mitt besta og það var gaman að það féll íslensku þjóðinni í geð,“ segir Jógvan og viðurkennir að hann sé afar upp með sér að hafa fengið slíka yfirburðakosningu sem raun bar vitni í úrslitaþættinum en þar fékk hann rétt rúmlega 70% atkvæða. „Ég er afar stoltur og veit ekki alveg hvernig ég á að segja takk fyrir við allt fólkið sem kaus mig,“ segir hann. Guð er ekki í kirkjunni Það vakti nokkra athygli þegar úrslitin í X-factor lágu fyrir að sá fyrsti sem Jógvan þakkaði fyrir var ekki Einar Bárðarson, þjálfari hans, heldur sjálfur guð almáttugur. En er hann mjög trúaður? „Já, ég er það. Færeyingar eru mjög trúuð þjóð. Ég er alinn upp á mjög trúuðu heimili og ég held að ég hafi aldrei þurft meira á trúnni að halda heldur en þegar ég kom til Reykjavíkur. Til að halda geðheilsunni í öllum þeim látum sem eru hér. Fyrir mér er það mikilvægt að vera ekki að tala út í loftið heldur vera að tala til guðs. Ég hef reyndar ekki verið duglegur við að fara í kirkju en ég trúi ekki að guð sé í kirkjunni heldur í hjartanu. Það er alltaf gott að fræðast meira en ég hef ekki verið duglegur við að sækja kirkju hér á Íslandi. Ég gerði það hins vegar í Færeyjum þegar ég bjó þar.“ Lærði níu ára á fiðlu En hvenær skyldi Jógvan fyrst hafa komist í kynni við tónlist? „Ég kynntist tónlist fyrst þegar ég var níu ára og byrjaði að læra á fiðlu. Ég er var lítill feitur fiðluleikari,“ segir Jógvan og hlær. „Allur bekkurinn minn byrjaði að læra á fiðlu en ég var kannski sá eini sem hélt áfram. Ég spilaði í níu ár á fiðlu. Þegar ég var þrettán ára var ég í Sinfóníuhljómsveit Færeyja og fannst það hundleiðinlegt. Ég þoldi ekki Mozart og Bach. Þetta var hins vegar dýrmætur tími því klassísk tónlist er besti grunnurinn sem hægt er að fá í tónlist. Ég get næstum gert allt eftir þetta. Ég get lesið nótur og spilað á gítar þótt ég sé ekki besti gítarleikari í heiminum. Ég er mjög góður í að halda uppi stemningu í partíum sem er mjög mikilvægt í Færeyjum þar sem það er fátt annað hægt að gera en að skella sér í partí á þessari litlu einangruðu eyju,” segir Jógvan og á þar við Færeyjar, ekki Ísland. Jógvan var aðeins sextán ára þegar hann varð frægur í Færeyjum. Hann segist hafa verið uppgötvaður fyrir tilviljun þegar hann spilaði lag fyrir frænku sína. „Ég var að spila og syngja lag, „Leaving on a Jetplane“, sem ég var nýbúinn að læra, fyrir frænku mína þegar ég var sextán ára. Það voru einhverjir hljómsveitarkarlar sem heyrðu í mér og sögðu: „Heyrðu, þetta er flott. Ertu ekki til í að koma og syngja með okkur?“ Ég gaf út plötu með þeim með frumsömdum lögum og þetta var alveg frábær reynsla. Tvö þessara laga eru enn mjög vinsæl í Færeyjum þótt það sé liðinn svona langur tími. Þetta var góð byrjun. Við spiluðum ótrúlega mikið á stuttum tíma og ég skemmti mér alveg konunglega,“ segir Jógvan. Fjórum árum seinna sló hann aftur í gegn í Færeyjum þegar hann söng inn á þrjár feikivinsælar barnaplötur með Íslandsvininum Brandi Enni. Í förðunarnám til Íslands Eftir að Jógvan lauk skyldunámi í Klakksvík 16 ára tók við fjögurra ára tímabil þar sem hann hafði ekki hugmynd um hvað hann vildi gera. Hann fór í verslunarskóla í eitt ár og dó nærri úr leiðindum. Eftir það vann hann sem garðyrkjumaður, í fisk- vinnslu og sem barþjónn allt þar til að hann fann köllun sína þegar hann var tvítugur. Þá byrjaði hann nám í hárgreiðslu í Þórshöfn og eftir það varð ekki aftur snúið. „Þetta var æðislegt strax frá byrjun,“ segir Jógvan sem var eini strákurinn með tólf stelpum í bekk. „Ég viðurkenni að það var skrýtið í byrjun en síðan vandist það og var fínt. Ég var síðan nýbúinn með skólann um jólin 2004 þegar vinkona mín, sem lærði í Danmörku, spurði mig hvort við ættum ekki að læra meira. Ég var opinn fyrir því og hún fór að tala um förðunarnám. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á leikhúsförðun og hjálpaði leikfélaginu í Klakksvík með förðun, greiðslu og búninga þegar ég hafði tíma frá náminu í Þórshöfn. Mig langaði til að læra leikhúsförðun. Við ræddum saman um mögulega staði til að læra á og valið stóð á milli Svíþjóðar og Íslands. Og Ísland var landið,“ segir Jógvan um ástæður þess að hann endaði á Íslandi snemma árs 2005. Eftir að hafa farið í þriggja mánaða nám hér á landi útskrifaðist Jógvan sem förðunarfræðingur og hann segir þann tíma hafa verið ótrúlega skemmtilegan. „Ég bjó á færeyska sjómannaheimilinu og það var eiginlega stanslaus skemmtun allan tímann. Vá, hvað það var gaman. Þetta var eins konar heimavistartilfinning,“ segir Jógvan og brosir. Eftir að förðunarnáminu lauk rambaði Jógvan inn á stofuna Unique í Grafarvogi þar sem hann bað um að fá að vinna frítt sem hárgreiðslumaður. Það var auðsótt mál og var hann þar í nokkra mánuði. Þá bauðst honum vinna á Tony & Guy sem hann þáði með þökkum en eftir tæpt ár á þeirri stofu var hann kominn aftur á Unique þar sem hann leigði stól. Honum var svo fljótlega boðið að gerast meðeig- andi í stofunni sem opnaði á nýjum stað í janúar í Borgartúni. „Við erum þrír eigendur, ég, Sæunn Ósk Unn- steinsdóttir og Jóhanna María Gunnarsdóttir. Svona er sagan mín á Íslandi,“ segir Jógvan. Enginn Michael Jackson Það er hægt að þakka systrunum Rakel og Hildi Magnúsdætrum úr Hveragerði, sem skipuðu Hara í X- factor, að íslenska þjóðin fékk að kynnast söngvaranum Jógvan Hansen. Margir Íslendingar þekktu fyrir hárgreiðslumanninn Jógvan en þær systur skráðu Jógvan til leiks í X-factor að honum forspurðum og allir vita nú hvernig það ævintýri endaði. Jógvan kynntist þeim systrum í gegnum fyrrverandi kærustu sína sem er einnig úr Hveragerði. „Það var auðvitað frábært að kynnast stúlkum eins og Rakel og Hildi. Þær eru yndislegar manneskjur og það er ekki hægt annað en að vera í góðu skapi í kringum þær. Það eru í raun og veru forréttindi að hafa fengið að kynnast þeim,“ segir Jógvan um Hara-systurnar hressu sem skráðu hann í X-factor og töpuðu svo fyrir honum í úrslitum síðastliðið föstudagskvöld. Jógvan ætlaði sér allan tímann að sigra í keppninni og segir þáttinn frábæran stökkpall fyrir þá sem ná lengst í honum. „X-factor er frábær stökkpallur. Þetta er snilldarþáttur því það var svo mikið af góðu fólki í kringum mann. Ég var eiginlega sá eini sem gat klúðrað þessu. Kristjana [Stefánsdóttir] er snillingur bæði sem söngkona og kennari, Yesmin Olsson er með frábæran bakgrunn til að kenna framkomu og Einar, sem er umboðsmaður Íslands. Það besta við þetta fólk var að það talaði aldrei niður til mín. Kristjana kom aldrei og sagði við mig: „Ég skal kenna þér að syngja.“ Hún sagði mér bara að vinna með það sem ég kunni. Það var snilldin við hana. Ég var með henni á hverjum degi og hún kenndi mér alltaf eitthvað nýtt en ekki þannig að hún þröngvaði því upp á mig heldur sem eðlilega þróun á söngrödd minni. Það sama gilti um Yesmin. Hún sá strax að ég er enginn Michael Jackson og hún reyndi ekki að breyta mér í einn slíkan. Hún kenndi mér hins vegar einfaldar hreyfingar og líkamsstöður sem hjálpuðu mér mikið á sviðinu. Í Færeyjum var ég alltaf ömurlegur á sviði. Ég var svo lélegur að það var talað um það hversu ömurlegur ég væri. Yesmin breytti því. Hún fékk mig til að gera ótrúlega hluti og þegar ég horfi aftur á þættina þá trúi ég ekki að þetta sé ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið vanur að standa á sviði í Færeyjum var ég alls ekki vanur að standa á sviði hér á Íslandi fyrir framan tíu til fimmtán myndavélar, talandi annað tungumál og á flottasta sviði sem ég hef séð. Ég var algjör nýgræðingur eins og allir hinir. Ég var svo stressaður að ég var að skíta á mig í hvert einasta skipti sem ég fór á sviðið. Það vandist eitthvað og ég lærði kannski að hafa betri stjórn á því en vá, hvað ég var alltaf stressaður,“ segir Jógvan. Stressið og álagið hefur líklega gert það að verkum að hann léttist um hátt í tíu kíló meðan á X-factor stóð. Það var eftir því tekið í úrslitaþætti X-factors síðastliðið föstudagskvöld að Jógvan var pínu þybbinn í æsku og hafði líka grennst töluvert frá því að áheyrnar- prufurnar fóru fram í september á síðasta ári. „Ég er búinn að grennast mikið og það er mest vegna þess að ég hafði einfaldlega ekki tíma til að borða. Álagið er búið að vera mikið undan- farna mánuði og eitthvað varð að láta undan. Ég vann eins mikið og ég gat á stofunni og síðan tóku við æfingar fram undir miðnætti á hverjum degi,“ segir Jógvan og þvertekur fyrir það að hann hafi verið feitur þegar hann mætti í áheyrnarprufurnar. „Ég var meira svona rómantískt búttaður,“ segir hann og hlær. Færeyski folinn verður til Það er óhætt að segja að framkoma og frammistaða Jógvans í Smáralind- inni hafi brætt mörg meyjarhjörtun og ekki leið langur tími þar til hann var orðinn að hálfgerðu kyntákni. Má mikið vera ef hann verður ekki ofarlega í árlegri könnun á kynþokkafyllsta Jógvan Hansen er 28 ára gamall Færeyingur sem fæddur er í Klakksvík. Hann kann að spila á fiðlu. Hann kann að klippa hár og farða konur. Hann kann líka að syngja og það gerði hann að fyrsta X-factor- sigurvegara Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Hann er sætur – og stelpur! Hann er á lausu. VEIT EKKI HVERNIG ÉG Á AÐ SEGJA TAKK „ÚTLIT MITT SKIPTIR ENGU MÁLI OG ÞAÐ HVORT KONUR HAFA ÁHUGA Á MÉR ER ALGJÖRT AUKAATRIÐI SEM ÉG ÆTLA EKKI AÐ RÆÐA.“ KYNTÁKN Það er óhætt að segja að Jógvan hafi hitt í mark hjá íslensku kvenþjóðinni með þátttöku sinni í X-factor. SIRKUSMYND/VALLI FRAMHALD Á NÆSTU OPNU >>

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.