Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 42
fréttablaðið tækni og afþreying 13. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR2 Samkvæmisleikir eru ekki alveg málið. Séu þeir á tölvutæku formi horfir málið öðruvísi við enda fátt skemmtilegra en að gera sig að fífli með nútímatækni. Hérna eru fimm leikir sem hægt er að skella í tölvuna ef partíið er dauft og viti menn, verði stuð! 1. Guitar Hero I & II á PS2. Ein- hver almesta snilld sem gefin hefur verið út. PA2, plastgítar, rokk og ról, vein og gól. Keppt er um titilinn besti gítarleikarinn með þar til gerðum gítar og svo má alltaf gleyma því hvort nóturn- ar eru réttar og reyna bara að líta vel út (sem er jafn erfitt og það hljómar með lítinn plastgítar). 2. Singstar á PS2. Æðið sem reyndar er búið en hafir þú ekki verið partur af því veistu ekki af hverju þú misstir. Að keppa í söng hætti skyndilega að vera einungis fyrir Eirík Hauksson og aðra Evróvisjónfara og „battlið“ var fært heim í stofu. Í rauninni er leikurinn bara heimakarókí, og eins og það er hallærislegt þá er alltaf eitthvað við það. 3. FIFA Soccer eða PES á allar gerðir. Þessir leikur, rétt eins og flestir knattspyrnuleikir, henta betur í pulsupartíið. Fullt af fjar- stýringum, slatti af bjór, góður leikur og stórt sjónvarp eru trygging fyrir öruggri skemmtun. 4. Buzz á PS2. Tónlistarspurn- ingakeppni er ágætis skemmt- un en kannski ekki í fjörugustu teitunum. Stendur samt fyrir sínu. 5. Dance Dance Revolution: Hottest Party á Ninteno Wii. Ein allra mesta partísnilld- in. Tengdu þar til gerða dans- mottu (sem sumir kunna að eiga eftir dansdagana á Gamecube) og æfðu fótavinnuna á meðan hendurnar hreyfast í takt við Wii fjarstýringuna. Nú loks- ins fá þeir sem líta út eins og asnar á dansgólfinu tækifæri til að líta út eins og asnar en samt skemmta sér. Bestu partíleikirnir Guitar Hero er einn allra besti partíleikurinn. Svo er Rock band-leikurinn á leiðinni þar sem hægt verður að spila á ekki bara gítar heldur líka trommur og bassa auk þess sem míkra- fónn fylgir. Singstar-æðið er búið en enn má hafa vel gaman af leiknum. Buzz er nokkuð öflugur. Fótboltadraumurinn getur orðið að veruleika heima í stofu. Dance Dance Revolution er heimadiskó sem svíkur engan. 1 2 3 4 5 Plötufyrirtækið EMI hefur fjarlægt afritunarvörn á tónlist á netinu. Búist er við að önnur plötufyrirtæki fylgi í kjölfarið. Afritunavörn á tónlist á netinu hefur lengi verið hitamál í tón- listar- og tölvubransanum. Talið er að ólögleg dreifing og fjöl- földun stuðli að milljóna tapi ár hvert. Forstjóri tölvurisans Apple, Steve Jobs, segir hins vegar afritunarvörnina hindra þróun á löglegri dreifingu. Jobs hefur lengi hvatt plötu- fyrirtæki til að afnema afritun- arvörn og í byrjun maí verður plötufyrirtækið EMI það fyrsta til að stíga það skref í samvinnu við Apple. EMI hefur lengi barist í bökk- um, einkum eftir misheppnaða tilraun með afritunarvörn sem reytti marga neytendur til reiði. Margir vilja því meina að fyrir- tækið sé að reyna að bæta fyrir þessi mistök, ásamt því að reyna að öðlast forskot á tónlistarmark- aðnum á netinu. Með fyrsta skrefi EMI er þó sennilegt að hin fyrirtækin verði að fylgja í kjölfarið. Enda hafa plötufyrirtækin búið sig undir þetta skref og þó að Steve Jobs sé sýnilegastur í baráttunni eru það plötufyrirtækin sem stjórna ferðinni. „Þetta er tvímælalaust skref í rétta átt. Fólki er treystandi í flestum tilvikum og þetta snýst um að treysta neytandanum og svara óskum hans,“ segir Stein- grímur Árnason hjá Apple-um- boðinu á Íslandi. Afnám afritunarvarna á þó ekki aðeins við um tónlistarversl- unina iTunes frá Apple því búist er við að verslanir bæði hérlend- is og erlendis muni fylgja í kjöl- farið. Microsoft sakaði Jobs á sínum tíma um ábyrgðarleysi og ein- feldningshátt en hefur nú skipt um skoðun. Microsoft mun nú fylgja fordæmi Apple og bjóða tónlist á netsvæði Zune-spilar- ans, sem er svar Microsoft við iPod. Samhliða breytingunum mun verðið einnig hækka og þeir sem þegar hafa keypt tónlist geta keypt afnámsrétt. Íslendingar geta enn ekki verslað við iTunes og segir Stein- grímur ekki liggja ljóst fyrir enn hvort af því verði. „Ísland er lít- ill markaður en við vonumst að sjálfsögðu til þess að geta boðið Íslendingum upp á þjónustu úr iTunes í framtíðinni,“ segir Steingrímur. rh@frettabladid.is EMI afnemur afritunarvarnir Steve Jobs hefur loksins náð eyrum tónlistarbransans. Frá byrjun maí mun EMI afnema afritunarvörn á tónlist á netinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.