Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 13.04.2007, Qupperneq 46
fréttablaðið tækni og afþreying 13. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR6 PLASMASJÓNVÖRP LCD SJÓNVÖRP SIGURVEGARI Hver er munurinn á LCD-sjón- varpi og plasma-sjónvarpi? Hvaða tæki uppfyllir þínar kröfur? Valið er ekki jafn erfitt og margur heldur. Tvær tegundir flatskjártækni hafa náð öruggri fótfestu á mark- aðnum: Plasma-tæki og LCD- tæki. Munurinn felst í tækninni sem notuð er til að birta myndina. LCD-tæki nota sömu tækni og fyr- irfinnst í tölvuskjám og nýtir sér kristalla sem straumi er hleypt á til að hleypa birtu(lit) í gegnum sig. Kristallarnir gefa ekki sjálf- ir frá sér birtu heldur er birta bak við kristallana sem þeir ýmist hleypa í gegnum sig eða ekki. Plasma-tækin hafa þunnt lag af pínulitlum glerkúlum fylltum af gasi sem gefa frá sér lit þegar straumi er hleypt á þær. Það eru kostir og gallar við hvora tækni og finnst kannski mörgum erfitt að velja. Valið er samt ekki jafn erf- itt og margur heldur. Þessir mismunandi flatskjáir hafa eiginleika sem nýtast við mismunandi notkun tækjanna. Plasma-tækin eru bjartari og gefa betri mun á birtu og myrkri og henta þess vegna vel í herbergi þar sem mikil birta er fyrir. LCD- tækin eru léttari, ekki eins við- kvæm í meðförum og eiga það síður til að mynda „draug“ þegar mynd sem hefur verið lengi stöð- ug á skjánum brennur inn í tækið. Plasma-tækin hafa náttúrulegri liti en LCD-tækin geta birt tölvumynd í réttri upplausn, sem plasmatæki eiga mjög erfitt með. Einn eiginleiki þessara tveggja tegunda ákvarðar meira en aðrir hvaða sjón- varp best er að velja. Stærð- in. LCD-sjónvörp eru ódýr- ari í framleiðslu og henta þess vegna vel fyrir smærri stærð- ir, allt niður í 13 tommur. Einn- ig eru tæknilegar takmarkan- ir LCD-tækninnar slíkir að ekki hefur reynst hægt að gera LCD- tæki sem eru stærri en 45 tomm- ur. Reyndar hafa verið gerð stærri LCD-tæki, eins og nýlegt LG-tæki sem er 100 tommur sýnir, en þau eru óheyrilega dýr og hreinlega illfáanleg. Plasma-tækin hafa hins vegar ekki þessi stærðartakmörk og eru algeng í stærðum frá 32 tommum upp í 64 tommur. Ef þig vantar lítið sjónvarp eða sjónvarp sem þú vilt geta tengt tölvu við velurðu LCD. Ef þú vilt stærra tæki (stærra en 40 tomm- ur) þá er plasma í raun eina valið. Alls ekki eins flókið og margan hefði grunað. Munurinn á plasma og LCD Langflestir flatskjáir hafa helm- ingi meiri skerpu en eldri gerðir og eru þess vegna tilbúnir fyrir háskerpuútsendingar (HD). Á þessu ári eru 40 ár síðan BBC sendi út fyrstu sjónvarpsútsendinguna í lit í Evrópu. Það þótti stórkostleg tækni- framför og síðan þá hefur sjónvarpið verið í stöðugri þróun. Að grunninum til nýttu sjónvarpsframleiðendur allir sömu tæknina, tækni sem breyttist í raun lítið fram að komu flatskjáa. Skjástærðir eru frá 32 tommum upp í 63 tommur. Stærri skjáir, allt að 103 tommum, eru í fram- leiðslu en eru ennþá of dýrir fyrir almennan markað. Algengustu stærðir eru frá 13 tommum upp í 45 tommur. SKJÁSTÆRÐ: Allt að 160° . Allt að 175° . LCD-sjónvörp hafa vinninginn með naumindum, en munurinn er ekki nægur til að láta hann hafa áhrif á kaupákvörðun. SJÓNARHORN: Plasma-sjónvörp geta fengið innbrennda mynd vegna þess að stöðug mynd sem breytist ekki er á sjónvarpinu lengi. Þá sést „draugur“ stöðugu mynd- arinnar á öllu sem sjónvarpið birtir. Ný tækni minnkar þetta vandamál samt til muna. Innbrenndar myndir eru ekki á LCD-sjónvörpum, en dauðir punktar (punktar sem breytast ekki) sjást stundum. INNBRENND MYND EÐA DAUÐIR PUNKTAR: Plasma-sjónvörp eru með helm- ingunartíma (tími sem tekur birtuna sem sjónvarpið gefur frá sér til að minnka um helming) upp á 30 til 60 þús klukkustund- ir. Hægt er að endurnýja skjáinn eftir það. Það er hægt að endur- nýja skjáinn en kostnaðurinn er hærri en kostnaðurinn við nýtt sjónvarp. Bæði plasma og LCD-tæki gefa líftíma sem er þó nokkuð meiri en gömlu túbusjónvörpin (CRT túbusjónvörp hafa helming- unartíma upp á 25 þús. tíma) þannig að þau eiga að endast í að minnsta kosti 16 ár. LÍFTÍMI: Plasmatæki eru þyngri en LCD-tæki og þurfa oft sérstakan stuðning til að hanga á vegg. LCD-tæki eru léttari. LCD-tæki eru léttari og meðfæri- legri í flutningi. ÞYNGD Vegna þess að plasmatæki eru ekki eins meðfærileg er ekki hægt að henda þeim í skottið á bílnum. Mælt er með sérfræði- hjálp við flutningana. Auðveldara er að flytja LCD-tæki. LCD-tækin hafa vinninginn hér.FLUTNINGUR Plasmasjónvörp eru bjartari og hafa meiri mun á birtu og myrkri en LCD-sjónvörp. LCD-sjónvörp nota svokallaða „bakbirtu“ sem er ókostur í björtum herbergj- um. LCD-sjónvörp virka oft betur í ákveðnum birtuskilirðum sem algeng eru í heimahús- um. Plasma-sjónvörp eru með glerskjá sem endurkastar ljósi og skapar þannig glampa á meðan LCD-sjónvarpið dregur í sig birtu. Báðar gerðir ráða við flestar eðli- legar aðstæður en við sérstakar aðstæður þarf að velja eftir umhverfi. BIRTA/ BIRTUMUNUR HAMSTRATÆTARI Fyrir utan að vera nauðsynleg tæki þegar eyða þarf viðkvæm- um gögnum eru tætarar stór- skemmtileg tæki. Hamstra- tætari Toms Ballhatchets setur tætarann hins vegar í allt annað samhengi. Hver kannast ekki við hinn klassíska brandara að festa bindið í tætaranum? Hugsið ykkur ef bindið festist í tætara sem knúinn er áfram af hamstri. Ekki er vitað hvort þessi sýn var innblásturinn að hamstratæt- aranum, en án efa hefur það verið önnur álíka heimskuleg uppákoma sem kveikti neist- ann. Framleiðandinn tekur þó skýrt fram að halda skuli hamstrinum frá tætarablöðun- um öllum stundum. Af hverju skyldi það vera?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.