Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 46

Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 46
fréttablaðið tækni og afþreying 13. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR6 PLASMASJÓNVÖRP LCD SJÓNVÖRP SIGURVEGARI Hver er munurinn á LCD-sjón- varpi og plasma-sjónvarpi? Hvaða tæki uppfyllir þínar kröfur? Valið er ekki jafn erfitt og margur heldur. Tvær tegundir flatskjártækni hafa náð öruggri fótfestu á mark- aðnum: Plasma-tæki og LCD- tæki. Munurinn felst í tækninni sem notuð er til að birta myndina. LCD-tæki nota sömu tækni og fyr- irfinnst í tölvuskjám og nýtir sér kristalla sem straumi er hleypt á til að hleypa birtu(lit) í gegnum sig. Kristallarnir gefa ekki sjálf- ir frá sér birtu heldur er birta bak við kristallana sem þeir ýmist hleypa í gegnum sig eða ekki. Plasma-tækin hafa þunnt lag af pínulitlum glerkúlum fylltum af gasi sem gefa frá sér lit þegar straumi er hleypt á þær. Það eru kostir og gallar við hvora tækni og finnst kannski mörgum erfitt að velja. Valið er samt ekki jafn erf- itt og margur heldur. Þessir mismunandi flatskjáir hafa eiginleika sem nýtast við mismunandi notkun tækjanna. Plasma-tækin eru bjartari og gefa betri mun á birtu og myrkri og henta þess vegna vel í herbergi þar sem mikil birta er fyrir. LCD- tækin eru léttari, ekki eins við- kvæm í meðförum og eiga það síður til að mynda „draug“ þegar mynd sem hefur verið lengi stöð- ug á skjánum brennur inn í tækið. Plasma-tækin hafa náttúrulegri liti en LCD-tækin geta birt tölvumynd í réttri upplausn, sem plasmatæki eiga mjög erfitt með. Einn eiginleiki þessara tveggja tegunda ákvarðar meira en aðrir hvaða sjón- varp best er að velja. Stærð- in. LCD-sjónvörp eru ódýr- ari í framleiðslu og henta þess vegna vel fyrir smærri stærð- ir, allt niður í 13 tommur. Einn- ig eru tæknilegar takmarkan- ir LCD-tækninnar slíkir að ekki hefur reynst hægt að gera LCD- tæki sem eru stærri en 45 tomm- ur. Reyndar hafa verið gerð stærri LCD-tæki, eins og nýlegt LG-tæki sem er 100 tommur sýnir, en þau eru óheyrilega dýr og hreinlega illfáanleg. Plasma-tækin hafa hins vegar ekki þessi stærðartakmörk og eru algeng í stærðum frá 32 tommum upp í 64 tommur. Ef þig vantar lítið sjónvarp eða sjónvarp sem þú vilt geta tengt tölvu við velurðu LCD. Ef þú vilt stærra tæki (stærra en 40 tomm- ur) þá er plasma í raun eina valið. Alls ekki eins flókið og margan hefði grunað. Munurinn á plasma og LCD Langflestir flatskjáir hafa helm- ingi meiri skerpu en eldri gerðir og eru þess vegna tilbúnir fyrir háskerpuútsendingar (HD). Á þessu ári eru 40 ár síðan BBC sendi út fyrstu sjónvarpsútsendinguna í lit í Evrópu. Það þótti stórkostleg tækni- framför og síðan þá hefur sjónvarpið verið í stöðugri þróun. Að grunninum til nýttu sjónvarpsframleiðendur allir sömu tæknina, tækni sem breyttist í raun lítið fram að komu flatskjáa. Skjástærðir eru frá 32 tommum upp í 63 tommur. Stærri skjáir, allt að 103 tommum, eru í fram- leiðslu en eru ennþá of dýrir fyrir almennan markað. Algengustu stærðir eru frá 13 tommum upp í 45 tommur. SKJÁSTÆRÐ: Allt að 160° . Allt að 175° . LCD-sjónvörp hafa vinninginn með naumindum, en munurinn er ekki nægur til að láta hann hafa áhrif á kaupákvörðun. SJÓNARHORN: Plasma-sjónvörp geta fengið innbrennda mynd vegna þess að stöðug mynd sem breytist ekki er á sjónvarpinu lengi. Þá sést „draugur“ stöðugu mynd- arinnar á öllu sem sjónvarpið birtir. Ný tækni minnkar þetta vandamál samt til muna. Innbrenndar myndir eru ekki á LCD-sjónvörpum, en dauðir punktar (punktar sem breytast ekki) sjást stundum. INNBRENND MYND EÐA DAUÐIR PUNKTAR: Plasma-sjónvörp eru með helm- ingunartíma (tími sem tekur birtuna sem sjónvarpið gefur frá sér til að minnka um helming) upp á 30 til 60 þús klukkustund- ir. Hægt er að endurnýja skjáinn eftir það. Það er hægt að endur- nýja skjáinn en kostnaðurinn er hærri en kostnaðurinn við nýtt sjónvarp. Bæði plasma og LCD-tæki gefa líftíma sem er þó nokkuð meiri en gömlu túbusjónvörpin (CRT túbusjónvörp hafa helming- unartíma upp á 25 þús. tíma) þannig að þau eiga að endast í að minnsta kosti 16 ár. LÍFTÍMI: Plasmatæki eru þyngri en LCD-tæki og þurfa oft sérstakan stuðning til að hanga á vegg. LCD-tæki eru léttari. LCD-tæki eru léttari og meðfæri- legri í flutningi. ÞYNGD Vegna þess að plasmatæki eru ekki eins meðfærileg er ekki hægt að henda þeim í skottið á bílnum. Mælt er með sérfræði- hjálp við flutningana. Auðveldara er að flytja LCD-tæki. LCD-tækin hafa vinninginn hér.FLUTNINGUR Plasmasjónvörp eru bjartari og hafa meiri mun á birtu og myrkri en LCD-sjónvörp. LCD-sjónvörp nota svokallaða „bakbirtu“ sem er ókostur í björtum herbergj- um. LCD-sjónvörp virka oft betur í ákveðnum birtuskilirðum sem algeng eru í heimahús- um. Plasma-sjónvörp eru með glerskjá sem endurkastar ljósi og skapar þannig glampa á meðan LCD-sjónvarpið dregur í sig birtu. Báðar gerðir ráða við flestar eðli- legar aðstæður en við sérstakar aðstæður þarf að velja eftir umhverfi. BIRTA/ BIRTUMUNUR HAMSTRATÆTARI Fyrir utan að vera nauðsynleg tæki þegar eyða þarf viðkvæm- um gögnum eru tætarar stór- skemmtileg tæki. Hamstra- tætari Toms Ballhatchets setur tætarann hins vegar í allt annað samhengi. Hver kannast ekki við hinn klassíska brandara að festa bindið í tætaranum? Hugsið ykkur ef bindið festist í tætara sem knúinn er áfram af hamstri. Ekki er vitað hvort þessi sýn var innblásturinn að hamstratæt- aranum, en án efa hefur það verið önnur álíka heimskuleg uppákoma sem kveikti neist- ann. Framleiðandinn tekur þó skýrt fram að halda skuli hamstrinum frá tætarablöðun- um öllum stundum. Af hverju skyldi það vera?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.