Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 52

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 52
BLS. 12 | sirkus | 13. APRÍL 2007 BÚLGARÍA Flytjandi: Elitsa Todorova og Stoyan Yankoulov. Lag: Water. Austur-evrópskur götusöngur með danstakti og trommum. Þetta á ekki eftir að hrífa einn eða neinn. ÍSRAEL Flytjandi: Teapacks. Lag: Push the Button. Eitt furðulegasta lagið í forkeppn- inni. Vonandi kemst það ekki áfram. En svo er aldrei að vita með Eurovision-aðdáendur. KÝPUR Flytjandi: Evridiki. Lag: Comme Ci Comme Ca. Lagið er flutt á frönsku. Væmin melodía, sæt stelpa. Kýpur kemst pottþétt upp úr forkeppninni. HVÍTA-RÚSSLAND Flytjandi: Koldun. Lag: Work Your Magic. Mamma þessa söngvara þráði barn sem liti út eins og Díana prinsessa og viti menn, hún fékk hann. Þetta stendur í kynningunni um söngvarann Kuldun. Það segir allt sem segja þarf. GEORGÍA Flyjandi Sopho. Lag: Visionary Dream. Sopho er lítil og sæt stelpa en hún er meira að góla í laginu en að flytja það almennilega. Maður verður rosalega þreyttur eftir 30 sekúndur. SVARTFJALLALAND Flytjandi: Stevan Faddy. Lag: Ajde Kroci. Gítarinn í laginu minnir á ZZ Top. Stevan Faddy hefur reynt að komast í þessa keppni í nokkur ár. Honum tókst það loksins en á örugglega ekki eftir að komast upp úr forkeppninni – ekki nema að nágrannalönd hans hjálpi til. SVISS Flytjandi: Dj Bobo. Lag: Vampires are Alive. DJ Bobo hefur farið eins og eldur í sinu í Myspace-heiminum. Eldri maður sem spilar sykurpúðateknó út í gegn. Dj Bobo á eftir að gera góða hluti í Eurovision. Myndbandið fyrir lagið er rosalegt. MOLDAVÍA Flytjandi: Natalia Barbu. Lag: Fight. Lagið Fight er æðislega gleymanlegt, en Natalia sjálf er það ekki. Rosalega sæt stelpa hér á ferðinni. Það er plús. HOLLAND Flytjandi: Edsilia Rombley. Lag: On Top of the World. Þetta gæti ekki verið venjulegra lag. Klassískt Eurovision dans/ popp lag. Það er erfitt að segja hvort það komist áfram eða ekki. ALBANÍA Flytjandi: Frederik Ndoci. Lag: Hear my Plea. Eurovision elskar tregafull lög frá Austur- Evrópu. Þetta lag er hins vegar sungið á ensku. Það gæti eyðilagt fyrir Frederik. DANMÖRK Flytjandi: DQ. Lag: Drama Queen. Lagið Drama Queen er Eurovision út í gegn fyrir utan það að söngvarinn er dragdrottning. Maður hefði samt búist við aðeins meira frá Danmörku. KRÓATÍA Flytjandi: Dragonfly feat. Dado Topic. Lag: Vjerujem U Ljubav. Eldri rokkari með sítt hár og hármikil rokkgella með honum. Þessi töffari leynir á sér. PÓLLAND Flytjandi: Jet Set Lag: Time to Party. Guð minn góður. Söngkonan heldur að hún sé Christina Aguilera og Fergie og félagi hennar P. Diddy. Lagið Time to Party er pínlegt í alla staði. Versta lagið í forkeppninni. SERBÍA Flytjandi: Marija Serifovic. Lag: Molitva. Ástarballaða og þjóðlagastemning í bland sem nær aldrei flugi. Það er ekkert sérstakt við þetta lag. FJÓRAR VIKUR ÞAR TIL FORKEPPNI EUROVISION FER FRAM Í FINNLANDI SVONA ER SAMKEPPNIN HJÁ EIRÍKI Í HELSINKI F lautað verður til leiks í forkeppni Eurovision í Helsinki eftir rétt tæpar fjórar vikur, fimmtudaginn 10. maí. Sirkus skoðaði framlög þjóðanna 27 sem berjast við Eirík okkar Hauksson um sætin tíu í aðalkeppninni laugardag- inn 12. maí. Það er enginn vafi í huga Sirkuss að Eiríkur rúllar upp forkeppninni með lagi Sveins Rúnars Sigurðs- sonar Valentine‘s Lost við texta Peters Fenner. Í kvöld hefjast svo sýningar á kynningarþáttum fyrir Eurovision á RÚV þar sem Eiríkur er einn af fimm sérfræðingum. FYRSTI HLUTI UMFJÖLLUNAR Framhald verður á umfjöllun um keppendurna að viku liðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.