Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 68
Kl. 12.00
Sýning á ljósmyndaverkum fjórtán
alþjóðlegra listamanna stendur yfir
í Listasafni Akureyar. Sýningarstjóri
er Isabelle de Montfumat og þátt-
takendur flestir franskir eða búsett-
ir þar um slóðir og er sýningin liður
í frönsku menningarkynningunni
Pourquoi pas?
Íslenska kvikmynda- og sjón-
varpsakademían stendur fyrir
fundum í hádeginu á föstudögum
næstu vikurnar þar sem fjallað
verður um kvikmyndir og sjón-
varp, stöðu þeirra og framtíð hér
á landi. Fundirnir verða haldnir
hálfsmánaðarlega í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafns Íslands og
verður sá fyrsti í dag í hádeginu
og hefst kl. 12.
Það verður Baltasar Kormákur
sem ríður á vaðið og gerir að um-
talsefni hvernig hann snaraði
hinni kunnu og víðlesnu skáld-
sögu Arnalds Indriðasonar, Mýr-
inni, yfir á tjald.
Eftir hálfan mánuð ætlar svo
Anna María Karlsdóttir að velta
upp svörum við spurningunni:
Hverjir sjá íslenskar kvikmynd-
ir? , en hún starfar sem framleið-
andi.
Í maí verður svo Björn Björns-
son með fyrirlestur um krimm-
ann sinn, Kalda slóð en 25. maí
mun nýr dagskrárstjóri sjón-
varps gera grein fyrir dagskrár-
stefnu RUV ohf. Fundirnir hefj-
ast stundvíslega kl. 12 á því að
framsögumenn flytja hálftíma
erindi en að því loknu gefst tæki-
færi til fyrirspurna og umræðna
en fundunum lýkur kl 13. Fund-
irnir eru öllum opnir og aðgang-
ur er ókeypis.
Fundað um bíó
Stórsveitir landsins í maraþoni
Hið sígilda ævintýri um konungs-
dótturina ungu, Mjallhvíti, sem
hrekst undan illri stjúpu inn í skóg-
inn og lendir þar í vist hjá dvergun-
um sjö hefur haldið lesendum hug-
föngnum frá því hún kom út á ís-
lensku.
Ævintýrið var túlkað á sviði
Þjóðleikhússins á sjöunda áratug
síðustu aldar með Bryndísi Schram
í titilhlutverkinu og löngu kunn er
mynd framleiðandans Walts Disney
eftir ævintýrinu. Í dag hefur brúðu-
leikhúsið Tíu fingur sýningar í Kúl-
unni, smæsta sýningarsal Þjóðleik-
hússins, á sögunni góðkunnu. Það
er leikbrúðuleikkonan Helga Arn-
alds sem stendur á bak við tiltækið.
Hér er á ferðinni sagan sígilda um
Mjallhvíti og dvergana sjö eins og
við þekkjum hana flest en í sýning-
unni leiðir sögukonan, Helga Arn-
alds börnin í gegnum hana á nokk-
uð óvenjulegan hátt með töfra-
brögðum, myndskyggnum, brúðum,
grímum og söng.
Helga Arnalds hlaut menntun
sína í Instituto del Teatro í Barce-
lona og í leikhúsháskólanum DAMU
í Prag. Tíu fingur er eins manns
ferðaleikhús sem var stofnað árið
1994 af Helgu Arnalds og hefur
ferðast milli nánast allra skóla og
leikskóla í landinu auk leikferða
erlendis. Þá hefur Helga um árin
fengið til samstarfs marga lands-
þekkta listamenn á sviði myndlist-
ar, leiklistar og tónlistar. Allar sýn-
ingar leikhússins eru mjög mynd-
rænar og eru byggðar upp með
brúðum, grímum og skuggaleik-
húsi. Þessi sýning er skreytt ljós-
myndum eftir Áslaugu Snorradótt-
ur. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son.
Sýningin um Mjallhvít kom upp
fyrst 2004 en þá sagði Silja Aðal-
steinsdóttir um frammistöðu Helgu
í DV: „Best af öllu er að heyra hana
flytja textann sinn fyrir börn. Þar
fer ekkert orð forgörðum og innlif-
un hennar og ákafi smitar áheyr-
endur, hvort sem þeir eru þriggja
ára, þrítugir eða tvisvar sinnum
það, svo að þeir sitja hugfangnir og
fylgjast með.“ Og nú geta foreldra
sótt í þann brunn með ung börn sín
næstu helgar í Kúluna.
Mjallhvít komin í Kúluna Vonnegut allur
Bandaríska skáldið Kurt
Vonnegut er látinn á áttugasta
og fimmta aldursári. Hann lést
á miðvikudag af völdum meiðsla
sem hann hlaut á höfði eftir fall
á heimili sínu á Manhattan í New
York. Eftirmæli hans í banda-
rískum blöðum eru mjög á einn
veg: ljúfur söknuður og þökk,
einkum frá þeim sem nutu verka
hans, deildu með honum grárri
gamansemi og kosmískri sýn á
veröldina.
Vonnegut var fæddur í
Indianapolis og stundaði nám í
efnafræði við Cornell-háskóla,
sem kann að skýra að hann leit
veröldina ólíkum augum öðrum
mönnum. Hann var kornung-
ur þegar hann var kallaður til
herþjónustu og barðist – og
hélt lífi við orrustuna frægu í
Ardennafjöllum sem kölluð er
„The Battle of the Bulge“. Þar
féll hann í hendur óvininum og
var fangi í landi forfeðra sinna.
Hann var í Dresden þegar borg-
in hvarf í eldsprengjuhafið. Eng-
inn þeirra sem sluppu lifandi
frá Dresden voru samir eftir og
það tók Vonnegut alla ævi að ná
áttum á ný.
Hann sinnti ýmsum störfum
eftir stríð en tók þá til við skrift-
ir og samdi með öðrum störfum
röð skáldsagna sem voru á jaðri
þess að vera vísindaskáldskapur
og fantasíur. Hann skrifaði per-
sónulegan stíl, skóp aragrúa af
eftirminnilegum persónum og
lét engin bönd halda sér í skáld-
heimum. Hann eignaðist fljótt
ákafa aðdáendur í hópi unn-
enda vísindaskáldskapar en upp
úr 1970 var viðurkenning hans
orðin almenn og nýrra verka
hans beðið með eftirvæntingu.
Hann var mannvinur, van-
trúaður á öll kerfi og yfirvöld
þeirra, andstöðumaður sem kím-
inn dró flest í efa. Hann var snjall
í að teygja mál og merkingu og
samdi óafvitandi spakyrði og var
því vinsæll fyrirlesari.
Vonnegut bjó jöfnum hönd-
um á Manhattan og í Hamptons,
hann var tvíkvæntur og átti
fjögur börn en ól upp þrjú börn
systur sinnar.
Nú hrannast upp lofsyrð-
in um hann en því hefði hann
mætt með bros á vör og spurn
í augum.
Tvær sögur hans eru til í þýð-
ingum, en flest allar bækur hans,
skáldsögur, umræðurit, minn-
ingabrot og smásögur má finna
á flestum bókasöfnum. Þær eru
skemmtileg og holl lesning.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Með miklum húmor og skemmtilegu
innsæi ... ...tekst þessari sýningu að
hlæja bæði að þeim sem eru með og
þeim sem mótmæla stóriðjuvæðingu
Íslands... notið tækifærið segi ég.
Martin Regal Mbl.
Má vel ráðleggja þeim sérstaklega að sjá
þessa sýningu sem ekki hafa lesið
bókina, þeim mun verða dillað.
Umgerðin er mögnuð og tónlistin
áhrifarík.
Silja Aðalsteinsdóttir TMM.
Sýningin er allt í senn stórskemmtileg,
háalvarleg og hárbeitt. Ef þú ætlar bara
einu sinni í leikhús á þessu ári sjáðu þá
Þröstur Sverrisson
Ómar Ragnarsson
… býsna áhrifamikil… á köflum dásam
-leg… einhver heillandi blær yfir þessari
leikmynd. Smellpassar inní tíðarandann.
Þorgerður E. Sigurðardóttir Víðsjá
Draumalandið – Tær snilld.
Sara Dögg Jónsdóttir
Strandgata 50, Hafnarfirði.
Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is