Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 72
Sænska ofurpopptríóið
Peter Bjorn and John treður
upp á Nasa í kvöld. Steinþór
Helgi Arnsteinsson ræddi
við hinn síðastnefnda,
trommarann John Eriksson,
um heimsóknina.
Það lá beinast við að spyrja John
hvort hann væri ósáttur með að
vera nefndur síðastur í hljóm-
sveitarnafninu (sem á að skrifa
án kommu milli Peters og Bjorns).
„Nei, alls ekki. Nafnið hljóm-
ar langbest svona,“ svarar John
hlæjandi. Í kjölfarið kemur einnig
í ljós að piltarnir kjósa mun frek-
ar að láta bera nafnið á sveitinni
fram með enskum hreim held-
ur en sænskum. John sagði það
meira að segja fara örlítið í taug-
arnar á sér þegar nafnið er borið
fram á sænsku.
Hljómsveitin var stofnuð í
Stokkhólmi árið 1999 en sjálf-
ir koma meðlimir sveitarinnar að
mestu frá norðurhluta Svíþjóð-
ar. „Við hljómuðum líkt og skítur
í byrjun en núna held ég að okkur
hafi tekist að finna okkar eigin
hljóm,“ en þurfti heilar þrjár plöt-
ur til þess? „Já, ég held það. Mér
finnst síðasta plata okkar [Writer‘s
Block sem kom út í fyrra] hljóma
virkilega vel. Þrátt fyrir að hún sé
mjög fjölbreytt og ýmsum stílum
blandað saman þá held ég að allir
geti heyrt að hér sé eina og sama
hljómasveitin á ferð.“ Eru það orð
að sönnu.
Lagið sem skaut Peter Bjorn
and John upp á stjörnuhimininn
var án efa slagarinn Young Folks.
Tríóið virtist greinilega mjög sátt
með lagið, jafnvel áður en það
kom út, því upphafsstef plötunnar
er Young Folks leikið á píanó. „Við
vissum kannski ekki að það yrði
svona vinsælt. Áður en platan kom
út, þá spiluðum við lagið á diskó-
tekum og þá var fólk strax byrj-
að að spyrja okkur með hverjum
þetta lag væri eiginlega. Við erum
allavega glaðir með að eiga lag
sem mörgum líkar við og ef því
líkar vel við meira af plötunni þá
er slíkt náttúrulega frábært. Þetta
lag hefur gert okkur kleift að spila
á stöðum eins og Íslandi, sem er að
sjálfsögðu frábært.“
Næsta plata hljómsveitarinn-
ar mun alls ekki litast af Young
Folks, heldur gerir John ráð fyrir
að næsta plata verði öll án söngs.
„Okkur langar bara að gera það
sem okkur dettur í hug, við stefn-
um ekkert að því að verða næsta
U2 eða neitt þannig. Ég meina,
lögin sem við höfum verið með í
vinnslu að undanförnu þarfnast
líklegast ekki söngs. Björn gerði
djassplötu fyrir nokkrum árum
síðan, sem ég spilaði reyndar líka
á, og ég held að þar hafi hugmynd-
in kviknað. Ég held samt að við
eigum pottþétt eftir að gera aðra
plötu með hefðbundnum popplög-
um mjög fljótlega.“
Hljómsveitin hlakkar mikið til
að koma til landsins, venju sam-
kvæmt. Piltarnir þrír mæta hing-
að án aukahljóðfæraleikara en
John segir að það komi ekki í veg
fyrir að þeir muni halda þrusu
tónleika. {Ég notast sem dæmi
við ásláttarsamplerplatta. Ég
er samt hrifnastur af því þegar
hljómsveitir hljóma öðruvísi á
tónleikum en á plötum. Við erum
líka mikið fyrir það að jafnvel
lengja lögin og setja þau í nýjan
búning, við leikum af fingrum
fram semsagt,“ segir John að
lokum með sínum skemmtilega
sænska hreim.
Ég er einn af þeim sem geta auðveld-
lega gleymt sér í plötubúðum. Ef sá
tími sem ég hef eytt í plötubúðum
um ævina væri reiknaður saman þá
held ég að útkoman yrði ansi mögn-
uð. Plötubúðin hefur heldur átt undir
högg að sækja undanfarið, ekki bara
vegna niðurhals og iPod-væðingar
heldur líka vegna sölu á geisladisk-
um á netinu. Nú eru sumar útgáfur
eingöngu seldar á netinu, t.d. afurð-
ir Hip-O undirmerkis Universal, en sú útgáfa sérhæfir sig í veglegum
endurútgáfum. En þó það sé gaman að vafra um plötubúðir á netinu þá
jafnast það ekki á við það að gramsa í alvöru þrívíðum plötubúðum.
Hér á Íslandi eru nokkrar fínar plötubúðir. Skífan hefur lengi verið
með mesta úrvalið þó að það hafi reyndar farið minnkandi undanfar-
in misseri. 12 Tónar og Smekkleysubúðin við Klapparstíg bjóða báðar
upp á ágætt úrval af íslenskri og erlendri tónlist þó að það sé mis-
jafnt hvað er til þar, enda verið að taka inn plötur í litlu upplagi og það
sem klárast kemur kannski ekki strax aftur eða jafnvel aldrei. Nýlega
uppgötvaði ég svo forvitnilega plötubúð í Skipholti, Rafgrein, en þar
er töluvert til af efni sem maður sér ekki annars staðar, bæði nýtt og
endurútgáfur, mikið af djassi, soul, heimstónlist og gömlu rokki.
En þó að það sé gaman að grúska í plötubúðunum hér heima þá jafnast
það auðvitað ekki á við gnægtaborð stórborganna. Í London er mikið af
flottum búðum af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal eru Rough
Trade-búðirnar tvær við Talbot Road og Neals Yard. Rough Trade
hefur verið Mekka indie-tónlistarinnar allt frá því að Geoff Travis opn-
aði fyrstu búðina 1976. Það er þess vegna mikið gleðiefni að á þessum
tímum samdráttar og ráðaleysis (Tower-keðjan hrundi t.d. eins og hún
lagði sig á síðasta ári) hefur Rough Trade ákveðið að opna 500 fermetra
stórverslun á Brick Lane í austurhluta London. Að baki ákvörðuninni
liggja veigamiklar markaðsrannsóknir. Sókn er besta vörnin. Stefnt er
að opnun fyrir maílok þannig að nú er bara að panta sér far …
Rough Trade opnar stórverslun
„Something Wrong með Bang Gang er komið
í sextugasta og níunda sæti á CMJ listan-
um, strax í annarri viku,“ segir Sigurður
Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmda-
stjóri From Nowhere Records sem
gefur plötuna út í Bandaríkjunum.
„Þetta er listi sem er unninn úr spil-
unarlistum um 450 háskólaútvarps-
stöðva um öll Bandaríkin þannig að
hann er mjög marktækur.“ Þess
má geta að útvarpsstöðv-
ar úti um allan heim, jafnt
jaðarstöðvar sem þær sem
eru meira á miðjunni,
horfa til þessa lista þegar
verið er að velja nýja tón-
list í spilun. Þetta verður
því að teljast góður ár-
angur og ekki oft sem ís-
lenskar hljómsveitir ná
að komast inn á þennan lista,
„Platan kom út í Bandaríkjunum í síðustu
viku,“ heldur Sigurður Pálmi áfram.
„Við gerðum samning við dreif-
ingarfyrirtæki sem heitir Ryko
sem er dótturfyrirtæki Warn-
er Group þannig að henni verð-
ur dreift um öll Bandaríkin, í um
fimmtán þúsund búðir.“
Something Wrong kom út
á Íslandi og á meginlandi
Evrópu árið 2004 þannig
að marga er eflaust farið
að lengja eftir nýrri plötu
frá hljómsveitinni. Að-
spurður segist Barði vera
á fullu að vinna að nýrri
plötu og stefnt er á að hún
komi út síðar á þessu ári.
Barði vinsæll vestra