Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 13
Það líður að því að
gerð jarðganga milli Bolungar-
víkur og Hnífsdals verði boðin
út.
Sturla
Böðvarsson
samgönguráð-
herra segir að
eftir útboð geti
framkvæmdir
hafist fljótlega;
vonandi í vetur.
Áætlað er að
gangagerðin
kosti á sjötta
milljarð króna.
Í vegaáætlun
til 2010 sem samþykkt var á
lokadögum þingsins í mars er
gert ráð fyrir göngum milli
Bolungarvíkur og Hnífsdals og
að því stefnt að gerð þeirra verði
lokið árið 2010.
Gerð jarðganga
hefst á árinu
Nítján ára piltur hefur
verið ákærður fyrir líkamsárás,
eignaspjöll, nytjastuld og umferð-
arlagabrot í Héraðsdómi Reykja-
ness.
Piltinum er meðal annars gefið
að sök að hafa ráðist á mann í
slagtogi við óþekktan mann,
slegið hann með hafnaboltakylfu
og misþyrmt með öðrum hætti
þannig að hann hlaut mikla
áverka af.
Þá er hann ákærður fyrir að
hafa stolið bátnum Gísla KÓ10 úr
Kópavogshöfn og siglt honum í
strand í Skerjafirði. Þess er
krafist að pilturinn verði dæmdur
til refsingar.
Sigldi stolnum
bát í strand
Sjálfvirk hjartastuð-
tæki hafa verið sett í nokkra af
útkallsbílum öryggisvarða
Securitas á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn fyrirtækisins eru oft
fyrstir á vettvang þegar slys eða
óhöpp verða og því þótti brýn
ástæða til að útbúa bíla með
þessum tækjum. Nú þegar hafa
tækin bjargað mannslífi.
Tækið sem Securitas hefur fest
kaup á nefnist Samaritan AED.
Það sendir rafstraum í gegnum
hjartað og getur komið því í
eðlilegan takt. Heilbrigðisyfir-
völd um allan heim hafa mælt
með fjölgun slíkra tækja enda
sannað að þau auka lífslíkur
þeirra sem fá hjartastopp. Nú
þegar hafa Samaritan AED tækin
verið sett í sjúkrabifreiðar,
sjúkrahús, heilsugæslustöðvar,
skip, lögreglubíla, íþróttamið-
stöðvar og víðar.
Hefur þegar
bjargað lífi
Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor
við Háskóla Íslands, hlýtur alþjóðlegu
orkuverðlaunin, Global Energy International
Prize, í júní næstkomandi.
Verðlaunin eru veitt fyrir rannsóknir
Þorsteins á sviði orkumála og hljóða upp á tíu
milljónir rúblna, eða um 26 milljónir
íslenskra króna. Þorsteini var tilkynnt þetta
formlega í rússneska sendiráðinu í gær, en
það verður svo Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti sem afhendir honum þau í sumar.
Þorsteinn sagðist við athöfnina vera afar
hrærður vegna viðurkenningarinnar. Hann
hafi heyrt fyrir nokkrum dögum að hann
stæði eftir til úrslita ásamt fjórum öðrum, en
upphaflega komu um hundrað vísindamenn
til greina.
„Þetta eru verðlaun sem ég veiti viðtöku
fyrir hönd hins breiða hóps Íslendinga, sem í
gegnum árin hafa staðið að rannsóknum á
endurnýjanlegum orkugjöfum. Mér finnst ég
standa á öxlum mikilmenna í þeim efnum og
það er mér heiður að taka við þessum
verðlaunum,“ sagði Þorsteinn.
Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússlands á
Íslandi, sagði Þorstein vísa veginn til
framtíðar fyrir sambræður sína. Rannsóknir
hans væru afar mikilvægar fyrir Rússland,
sem og heiminn allan. „Að vera olíu- og
gasauðugt land er eitt, en það er ekki hægt að
treysta á það til allrar framtíðar. Endurnýj-
anleg orka er framtíðin.“
GLEÐILEGT SUMAR
Krítar og myndlist
Vinstri grænt sumar, kíktu í kaffi á Suðurgötuna milli 15 - 18
HAPPY
SUMMER
FELIZ
VERANO
WSZYSTKIEGO
NAJLEPSZEGO
Z OKAJI PIERWSZEGO
DNIA LATA
Einnig opið á Kosningamiðstöðvum VG í Hamraborg 1-3 og á Grensásvegi 16a.
Allir velkomnir
Teiknum framtíðina á götuna