Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Of þungt popp fyrir Einar Bárðar Þar fór töfralausnin Nei, þarna er hún Forvörslu við landnáms- skálann við Aðalstræti er nú að mestu lokið en fornleifafræðingar þurftu að leggja höfuðið í bleyti og grípa til nýstárlegra aðferða til að bjarga hon- um frá glötun. Gestir og gangandi geta litið við á Landnámssýningunni í dag og kynnt sér hvernig að var staðið og hvernig til tókst. Skálinn, sem fannst syðst við Aðal- stræti árið 2001, er um 1100 ára gamall, frá þeim tíma þegar menn námu fyrst land í Reykjavík. Torf- ið í honum var því komið vel til ára sinna og mátti við litlu hnjaski án þess að brotna niður og verða að dufti. Því var ljóst að til að varð- veita skálann varð að finna leið til að koma í veg fyrir niðurbrot torfsins. Í þeim tilgangi var fyrir þremur árum leitað til Per Thorl- ing Hadsund og Jannie Amsgaard Ebsen, forvarða við Nordjyllands Historiske Museum. Eftir að hafa brotið heilann um hvernig best væri að varðveita skálann komust þau að nýstárlegri lausn sem ekki hefur verið notuð við varðveislu torfrústa áður svo vitað sé. „Þetta var mikil áskorun,“ segir Per. „Við þurftum að finna leið til að styrkja torfið en litur rústar- innar þyrfti að vera sem næst óbreyttur og bindiefnið að vera nógu gljúpt til þess að raki jarð- laganna undir rústinni gæti gufað upp í gegnum torfið.“ Eftir margar tilraunir með ýmis bindiefni datt Per niður á lausn- ina: efni sem ber hið þjála heiti tetraethylsilikat og hefur verið notað um árabil til forvörslu högg- mynda og húsa úr steini. „Það hafði hins vegar aldrei áður verið notað á torf og við vissum því ekki hvort það myndi virka,“ segir Jannie. „En eftir mýmargar til- raunir sýndist okkur að það myndi bera árangur. Ómeðhöndlað torf molnar við lítið átak en eftir að hafa verið úðað með tetraethylsi- likat er það mjög hart,“ segir hún og réttir blaðamanni grjótharðar kleinur, klósettpappír og visku- stykki sem hafa verið úðuð með efninu til að sýna fram á áhrif þess. Bindiefninu var úðað á skálann í þremur umferðum og lauk þeirri síðustu fyrir skemmstu og for- vörslu skálans því að mestu lokið, en hún var ekki með öllu hættu- laus. „Bindiefnið er ekki baneitrað en við notuðum það í svo stórum skömmtum að við þurftum að klæðast eiturefnabúningum og vera með súrefnisgrímur meðan á vinnu stóð. En torfið er hættulaust eftir að það hefur harðnað.“ Að sögn Per og Jannie reka verkefni á borð við þetta ekki oft á fjörur fornleifafræðinga, til að mynda er það mjög dýrt og óal- gengt að menn vilji kosta miklu til við varðveislu torfbæja. „Þetta er mikil vinna og tetraethylsilikat er mjög dýrt,“ segir Jannie. „Hver lítri kostar um þúsund krónur og við höfum notað um það bil tólf þúsund lítra. Í ljósi þess hversu merkilegur þessi skáli er og hversu mikið menningarlegt gildi hann hefur fyrir íslensku þjóðina voru menn reiðubúnir að kosta miklu til. En mér þykir ólíklegt að við eigum eftir að taka þátt í jafn viðamiklu verkefni í náinni fram- tíð.“ Per bætir við að fyrir fornleifa- fræðing sé þetta næstum eins og að vera krakki í sælgætisbúð. „Þetta hefur verið skemmtileg vinna og lærdómsrík, til dæmis höfum við gert margar tilraunir með þetta bindiefni og uppgötvað nýja möguleika þess sem eiga lík- lega eftir að nýtast í fornleifa- fræði. Og ekki síst ánægjulegt að fá að taka þátt í að varðveita jafn merkilega fornleif og þessi skáli er.“ Skálinn hefur verið til sýnis á Landnámssýningunni 871+/2 frá því í fyrra. Ókeypis er á sýning- una í dag og munu fornleifafræð- ingarnir flytja fyrirlestra á ensku um forvörsluna. Fram að þessu hafa hátt í 30 þúsund manns séð sýninguna sem var á dögunum til- nefnd til evrópsku safnaverðlaun- anna, European Museum of the Year Award, fyrir árið 2008. Nammibúð fyrir fornleifafræðinga Umhverfisþátt- urinn skoðaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.