Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 22
hagur heimilanna Hægt er að fara yfir úttekt- arheimild þó að síhringikort séu notuð og geta korthafar lent í því að fara á „FIT“. Þetta gerist þegar færslur tefjast í níu daga, til dæm- is vegna bilunar. Börn og unglingar mega ekki stofna til skulda. Hægt er að fara yfir úttektarheim- ild á reikningum þegar debetkort sem eru síhringikort eru notuð þó að slíkt eigi ekki að geta komið fyrir. Notendur slíkra korta geta lent í því að greiða svokallaðan FIT-kostnað upp á minnst 750 krón- ur nema þeir mótmæli við bank- ann. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, kannast við að kvartað sé yfir því að börn og unglingar sem hafi síhringikort fari yfir á reikn- ingum sínum vegna þess að kortin hringi ekki inn og séu látin greiða „FIT“-kostnað. „Þegar fólk fær svona kort fyrir börnin sín gengur það út frá því að alltaf sé kannað hvort til sé inni- stæða. Fólk telur sig vera að tryggja sig fyrir því að unglingar fari fram yfir og svo er ekki hægt að treysta á það,“ segir hann og bendir á að kostnaðurinn geti verið himinhár, til dæmis þegar dagvext- ir leggjast ofan á. „Hreint okur,“ segir hann. „Síhringikortin virka þannig að það er alltaf hringt eftir heimild og féð tekið frá þannig að korthafinn getur ekki farið yfir á reikningn- um. Sérstaklega gildir þetta um debetkort fyrir börn og unglinga sem eru ófjárráða. Þau mega ekki stofna til skulda en mega ráðstafa sínu sjálfsaflafé og gjafafé,“ segir Ragnar Már Vilhjálmsson, vöru- stjóri hjá Glitni. Halla Leifsdóttir, deildarstjóri hjá Visa Íslandi, segir að síhringi- kort hringi alltaf inn en færslur geti tafist. Ef þær skili sér ekki inn á níu dögum, til dæmis vegna bil- unar í tækjabúnaði, geti korthafinn fengið hina fráteknu peninga aftur inn á reikninginn sinn, eytt þeim óvart og farið á „FIT“. Reglur bankanna eru mismun- andi. Ragnar segir að Glitnir rukki ekki „ófjárráða krakka um nein færslugjöld eða „FIT“-kostnað. Þessir aðilar séu allir án þjónustu- gjalda. „Ef upp koma tilfelli um slíkt þá undantekningarlaust leið- réttum við slíkan kostnað,“ segir hann. Anna Bjarney Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Landsbankan- um, kannast við vandamálið með síhringikortin og segir að þegar slíkt gerist sé málið skoðað og leyst með sanngjörnum hætti. Friðrik Halldórsson, forstöðu- maður hjá Kaupþingi, kannast við vandamálið með síhringikortin en segir að það sé löngu liðin tíð hjá Kaupþingi. Fara yfir heimild þrátt fyrir síhringikortin Umfelgun á venjulegum fólksbíl með 13-15 tommu dekk á stálfelg- um er ódýrust hjá Vöku og dýrust hjá N1. Hjá Vöku kostar umfelgun- in 4.800 krónur en hjá N1 kostar hún 6.090. Munurinn nemur 1.290 krónum eða um fjórðungi af kostn- aðinum við umfelgunina hjá Vöku. Fréttablaðið kannaði nýlega kostnaðinn við umfelgun á sjö stöðum á landinu: Vöku, Pitstop, Gúmmívinnslunni Akureyri, Bílkó, Dekkjaverkstæði Grafarvogs, Dekkjaáttunni og N1. Umfelgunin var næstódýrust hjá Pitstop og næstdýrust hjá Dekkjaáttunni. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, rifjar upp að hæsta verð á samskonar umfelgun hafi verið 5.800 krónur samkvæmt verðkönnun ASÍ, sem gerð var síð- asta haust, og það hafi verið innan N1-keðjunnar. „Ég hefði átt von á að því að þeir sem voru með hæsta verðið í haust myndu halda í við sig en svo virðist ekki vera,“ segir Runólfur. Hann telur bersýnilegt að neytendur geti sparað í umfelg- un með því að skoða framboð. „Það munar umtalsvert um 1.200 krón- ur.“ Lögreglan hefur heimild til að sekta bíleigendur fyrir nagladekk frá 15. apríl. Runólfur segir að hefð sé fyrir því að bíða fram að mánaðamótum þar sem aðstæður geta verið með þeim hætti að nagladekkja sé þörf. Sektin nemur 5.000 krónum á dekk. Munar 1.200 krónum Milli þess sem plötusnúðurinn Kitty Lapka skankar skífum mallar hún gulrætur og þrífur eftir ketti. Reykhyltingar ´67 Okkar tími er kominn! Með komandi vori eru liðin 40 ár síðan við vorum útskrifuð úr gagnfræða- og landsprófi frá Reykholtsskóla í Borgarfirði. Er ekki tími til kominn að hittast? Maggnús Víkingur Grímsson á land við Flúðir í Hrunamannahreppi sem nefnist “Laufskálabyggð”. Þar hefur hann ákveðið að efna til úti- hátíðar helgina 21.-22. júlí ´07, sér-hannaða fyrir okkur Reykhyltinga, nægt pláss fyrir tjöld, hjólhýsi og þess háttar, maka, börn og jafnvel barnabörn, eftir því hvað hver vill. Samkomutjald, útisalerni, flatbökusala, glens og gaman. Auk þess mun Maggnús fljúga útsýnisflug með þá sem þess óska ef veður leyfir, engan glannaskap. Í undirbúningsnefnd eru: Fyrir landsprófið: sími Stefán Magnús Böðvarsson stebo@visir.is 899 1726 Stefanía Ólafsdóttir stella@grindavik.is 6607319 Fyrir gagnfræðinga: Maggnús Víkingur Grímsson maggnus@laufskalar.is 893 65 99 Einar Axelsson einarax@simnet.is 899 2478 Þorvaldur Aðalsteinsson gudrid@simnet.is 893 3269 Látið nú heyra frá ykkur, til einhvers af nefndarfólkinu, því við verðum jú að vita þátttöku. Byrjið strax að rifja upp skemmtisögur og Sturlungar, byrjið nú að æfa nokkur lög t.d. I´m on an Island og Undir bláhimni. Rykfrakki á slikk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.