Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 37

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 37
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Frímanni Sigurðssyni finnst að Íslendingar mættu vera sjálf- stæðari í fatavali sínu. „Ég man fyrst eftir því að hafa heillast sérstaklega af tískunni tíu ára gamall, þegar mamma mín sneri aftur frá Kýpur með jogginggalla handa mér. Það sem gerði útslag- ið var að þarna átti ég orðið buxur og peysu sem voru í sama lit og það þótti mér einstaklega gott mál,“ segir Frímann og hlær. Í dag starfar Frímann meðal ann- ars sem útlitshönnuður, en kýs þó að gefa sig ekki sérstaklega út fyrir það. „Ég vil hvorki vera þekktur fyrir útlit mitt né kynhneigð því hvorugt segir neitt um það sem er á milli eyrnanna. Að stílisera þykir mér skemmtilegt því það er gaman að gera það sem maður gerir vel, en ég vil samt ekki endilega vera þekktur sem Frímann stílisti.“ Um tíma starfaði Frímann í GK á Laugavegi og þar kynntist hann því hvernig þessi bransi virkar hér- lendis. „Í raun finnst mér ótrúlegt til þess að hugsa hvað það eru fáir sem stjórna því hvernig fólk klæðir sig hér á landi. Um tíma var þetta bara „Sautján-veldið“ sem réði þessu en núna er sem betur fer komið aðeins meira úrval. Það breytir því þó ekki að Íslendingar eru mjög einsleitir í klæðaburði og þá mættu karlmenn- irnir sérstaklega vera sjálfstæðari í þessum efnum. Maður þarf ekki annað en bregða sér til Kaupmanna- hafnar eða Stokkhólms til að sjá allt aðra stemningu.“ Tískunni stýrt af fáum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.