Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 62
„Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrj-
aði, sagan nær aðeins lengra aftur,“
segir Garðar Guðmundsson, stofnandi
Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnar-
nesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félags-
ins um þessar mundir og verður af-
mælinu fagnað með hátíðardagskrá í
Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan Garðar smalaði saman drengj-
um á Seltjarnarnesi til að spila fótbolta
á kvöldin fyrir rúmum fjörutíu árum.
„Ég setti upp auglýsingu í Melabúðinni
um að ég ætlaði að stofna félag og það
voru 127 strákar sem skráðu sig. Svo
var ég bara með þessum strákum úti
á túni á hverju einasta kvöldi að spila,
frá því að vinnu lauk og fram að mið-
nætti,“ segir Garðar. „Þetta er auðvitað
allt breytt í dag, nú er Grótta stórveldi
með fína aðstöðu til íþróttaiðkunar.“
Garðar viðurkennir að árangurinn
á knattspyrnuvellinum mætti vera
betri en segir félagið bæta það upp á
öðrum sviðum. Hann getur þó stært
sig af prýðisgóðum árangri með Old
boys-flokki félagsins sem hann þjálf-
ar. „Við höfum ekki unnið neina titla
en stöndum okkur alltaf vel. Árið í
fyrra var okkar besta ár,“ segir Garð-
ar, sem hefur alltaf jafn gaman af því
að þjálfa. „Ég sleppi ekki höndunum af
þessu. Það er þó orðið svo núna að ég
tek bara eitt og eitt ár í einu.“
Hátíðardagskrá í tilefni afmæl-
is Gróttu hefst klukkan 13 í dag
með skrúðgöngu frá Sundlaug
Seltjarnarness undir stjórn Lúðrasveit-
ar bæjarfélagsins. Eftir það verður
dagskrá í íþróttahúsinu þar sem meðal
annars verða sýningar frá íþrótta-
deildum Gróttu. Jónmundur Guðmars-
son bæjarstjóri og Bjarni Álfþórs-
son, formaður Gróttu, flytja ávörp og
Íþróttamaður Gróttu verður heiðrað-
ur. Ýmislegt verður í boði fyrir yngri
kynslóðina og allir fá kaffi og afmæl-
istertu. Annað kvöld verður síðan há-
tíðarkvöldverður og diskótek í Félags-
heimili Seltjarnarness. Upplýsingar
um miðasölu fást á skrifstofu Gróttu.
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í
síma 550 5000.
„Að eignast börn er há-
punktur þess að vera kona,
það er ótrúlega fallegt. Ef
barneignir hafa áhrif á feril
minn þá verður það bara að
vera. Mér er alveg sama. Ef
stjörnulífið er þannig, þá vil
ég ekki sjá það.“
Uppreisn gyðinga í Varsjá
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
Jóhann Helgason
bóndi, Leirhöfn,
andaðist á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga að morgni 15. apríl sl. Jarðarförin fer fram
frá Snartarstaðakirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 14:00.
Dýrleif Andrésdóttir
Andrea Jóhannsdóttir
Margrét Jóhannsdóttir Steinar Matthíasson
Arnfríður Jóhannsdóttir
Hildur Jóhannsdóttir Jón Þór Guðmundsson
Dýrleif Pétursdóttir Þorvaldur Snorri Árnason
María Jónsdóttir Andri Hnikarr Jónsson
Jóhanna Jónsdóttir Sveinn Þórður Þórðarson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
útför bróður okkar,
Jóhanns Guðlaugssonar
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu
Eir og Bjargi á Seltjarnarnesi fyrir góða og kærleiksríka
umönnun. Samferðafólki er þökkuð áratuga tryggð og
vinátta. Guð blessi ykkur öll.
Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir
Jón Guðmundur Guðlaugsson
og aðstandendur.
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hýhug og vináttu við
andlát, útför og minningarathöfn elsku-
legrar eiginkonu, dóttur og móður okkar,
Hönnu Erlendsdóttur
Backmo, Svíþjóð.
Guð geymi ykkur öll.
Ægir Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, Helga Björk,
Stefanie og aðstandendur.
50 ára
Kristján
Zophoníasson
er 50 ára í dag, 19. apríl.
Hann tekur á móti gestum í dag að
Grandagarði 8, Reykjavík, milli klukkan 17 og 20.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Hörður Andrésson
Blásölum 22, Kópavogi,
lést að heimili sínu aðfaranótt 8. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Laufey Linda Harðardóttir Jóhannes Georgsson
Elfur Erna Harðardóttir Jón Trausti Gylfason
Ragnheiður Martha, Alexandra og
Jóhanna Linda Jóhannesdætur
Berglind Birta og Freyja Lind Jónsdætur
Björnveig Andrésdóttir, Hanna Andrésdóttir Cronin.
Þökkum innilega öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát elskulegs bróður, mágs og frænda,
Hafsteins Karlssonar
Systkini og fjölskyldur.
60 ára afmæli
Í tilefni af 60 ára afmæli mínu
þann 23. apríl vil ég bjóða vinum
og vandamönnum í kaffi laugar-
daginn 21. apríl frá kl. 15:00 í sal
Hitaveitunnar í Njarðvík.
Fanney Elísdóttir