Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 82

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 82
Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir tekur formenn stjórn- málaflokkanna á teppið í Ráðhúskaffi. Þar sýnir hún and- litsmyndir sínar af stjórnmálamönnunum. „Þetta eru í raun og veru teppi sem eru strengd upp á ramma. Aðferðin kallast textíl collage. Þetta er straujað á og límt, ekki saumað eins og stóru teppin mín eru,“ útskýrir Sigríður. Hún hefur unnið að andlitsmyndunum í vetur og segir meiri vinnu felast í þeim en margan gruni. Að sýningarstaðurinn sé Ráðhúskaffi segir Sigríður ekki bara hljótast af beintengingunni við stjórnmálin. „Þessi veggur er bara alveg rakinn fyrir þessar myndir, en auðvitað er þetta vel við hæfi svona í tilefni kosning- anna,“ sagði hún. Sigríður segir verkin enda fjalla um það lýðræðislega frelsi okkar að fá að velja og kjósa. Sviptingar í stjórnmálum undanfarnar vikur urðu til þess að auka álag- ið í vinnu Sigríður. „Það má segja að ég hafi verið alveg í spreng að klára myndina af Ómari,“ sagði Sigríður. Hún hefði gjarnan viljað sjá fleiri konur í formannsstöðum, en ekki eingöngu vegna jafnréttishugsjónar- innar. „Ég var orðin svo hundleið á þessum skeggjuðu köllum. Það er svo erfitt að ná skegginu góðu,“ sagði sposk. „En það var mikil áskorun fyrir mig að vinna þetta, að reyna að ná svipnum og örlitlu af karakter hvers og eins,“ sagði Sigríður. „Stundum tóku þeir völdin og útkoman varð allt önnur en ég ætlaði mér.“ Í gær voru liðin tvö ár frá því að Sigríður opnaði sína fyrstu sýningu, en listinni sinnir hún í tómstundum. „Þá sýndi ég tólf pólitísk teppi. Ég fjall- aði um frelsi og kúgun kvenna,“ sagði Sigríður, sem hefur því markað sér ákveðna sérstöðu. Aðspurð hvort hún óttist ekki að einhver gæti fallið þá freistni að kaupa mynd af formanni til að nota sem gólfmottu segist Sigríður vona að svo verði ekki. „Þetta eru nú veggteppi. Ég held við séum ekki svo illa inn- rætt,“ sagði hún og hló við. Sýningin stendur fram yfir kosningar. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páska- helgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Bresk- ir, bandarískir, þýskir og einhverj- ir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggj- andi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrif- inn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðun- um The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimil- islega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mu- gison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldurs- breidd áhorfendahópsins og vest- firsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra. Aldrei fór ég suður á allra vörum Söngvarinn Bryan Ferry hefur beð- ist afsökunar á jákvæðum ummæl- um sínum um nasista. Ferry sagði í viðtali að valda- tími nasista væri „hreint frábær“. Brian Ferry, sem er fyrr- um söngvari Roxy Music, lét ummælin falla í viðtali við þýskt dag- blað. Þar talaði hann um aðdá- un sína á verk- um Leni Rief- enstahl sem gerði áróðursmyndir fyrir nasista, og arkitektúr Albert Speer. Í viðtalinu, sem birtist í Welt am Sonntag, viðurkenndi Ferry einnig að hann kallaði hljóðver sitt í London „Führerbunker“. „Ég biðst innilega afsökunar ef ummæli mín hafa móðgað ein- hvern. Þau voru eingöngu hugsuð út frá listrænu og sögulegu sjón- arhorni. Eins og öðrum finnst mér nasistatíminn hræðilegur.“ Ferry biðst afsökunar GLEÐILEGT SUMAR Frábær sumartilboð í gangi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.