Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6
Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur Nýtt bragð! Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g www.vg.is kynntu þér málið á KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG Engin hárgreiðslustofa er rekin í óleyfi í bílskúr við hús eitt í Lyngheiði í Kópavogi. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar sem þar með staðfestir ákvörð- un Heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar og Kópavogssvæðis um að skipta sér ekki frekar af rekstri hinnar meintu hár- greiðslustofu. Haustið 2004 kærði íbúi við Lyngheiði nágranna sinn fyrir að reka hárgreiðslustofu í bílskúrn- um. Heilbrigðiseftirlitið taldi reksturinn ekki hafinn og því ekki ástæðu til afskipta. Sumarið 2005 var aftur kært vegna hinnar meintu hárgreiðslustofu. Athug- un heilbrigðiseftirlitsins leiddi ekkert í ljós um slíkan rekstur. Þá var kært til úrskurðar- nefndarinnar. Sagði í kærunni að starfsemi hárgreiðslustofunnar færi aðal- lega fram á kvöldin og um helgar. Heilbrigðiseftirlitið hefði ekki sinnt eftirliti sínu sem skyldi og gögn sýndu fram á reksturinn. Úrskurðarnefndin taldi á hinn bóginn að málið væri fullkannað. Heilbrigðiseftirlitið hefði að beiðni úrskurðarnefndarinnar farið tvær eftirlitsferðir til við- bótar í Lyngheiðina; á fimmtu- dagskvöldi klukkan átta og á laug- ardegi klukkan tvö. „Við þá athugun kom ekki fram að starf- rækt væri hárgreiðslustofa,“ segir úrskurðarnefndin. Engin hárgreiðslustofa í skúr „Ég er með efasemdir um að þetta sé mannúðleg aðferð,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, for- maður Dýraverndarsambands Íslands, um aflífun fuglanna á Sel- fossi á þriðjudaginn. „Það hafa gengið ýmsar sögur um með hvaða hætti kjúklingar eru aflífaðir á kjúklingabúum. Sam- kvæmt dýraverndarlögum á að aflífa dýr með skjótum og sárs- aukalausum hætti, en að kæfa þau svona með eitri, mér líst ekki á það,“ segir Sigríður. Hún hefur ekki náð að kynna sér aflífun þriðjudagsins til hlítar en ætlar að hafa samband við dýralækna og láta rannsaka málið. „Það er ekki hægt að neita því að þetta kom illa við okkur,“ segir hún. Ríflega 2.500 fuglar voru aflífaðir á æfingu Land- búnaðarstofn- unar vegna fuglaflensufar- aldurs og var það gert með kol- díoxíði. Slík aflífun fer þannig fram að fyrst er lokað fyrir loftræstingu í búinu og gasið leitt inn í húsið. Eftir tíu mínútur eiga fuglarnir að vera dauðir. Þá ganga starfsmenn í eiturefnabúningum inn í búið og sannreyna að svo sé, áður en gas- inu er hleypt út aftur. Að lokum eru fuglarnir tíndir úr búrunum og bornir út í lekaheldan gám til flutnings á urðunarstað eða í brennslu. Hænur byrja að verpa fimm til sex mánaða gamlar og verpa í eitt til tvö ár. Þegar varpið minnkar er þeim fargað. Fuglarnir sem aflífaðir voru á Selfossi í fyrradag voru við aldur. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir aflífunina hafa verið framkvæmda með dýraverndar- sjónarmið í huga og með viður- kenndu efni. Á að leggja hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar? Ætti að leyfa hjónabönd sam- kynhneigðra? „Ég blygðast mín fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, og ég veit að ég tala fyrir hönd margra presta, fyrir það að réttindabarátta sam- kynhneigðra skyldi ekki hafa náð lengra á þessum fundi,“ segir séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, um það að tillaga um að prestar mættu gefa saman samkynhneigða var felld á Presta- stefnu á Húsavík í gær. Tillaga 42 presta og guðfræðinga þess efnis var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Biskup mælti fyrir því að til- laga kenningarnefndar Þjóðkirkj- unnar um að heimila prestum að blessa sambúð samkynhneigðra, eins og gert hefur verið, yrði sam- þykkt, og var hún samþykkt í meginatriðum með 69 atkvæðum gegn 19. Biskup mun útfæra álykt- unina frekar og verður hún lögð fyrir kirkjuþing í haust. Bjarni segir niðurstöðuna von- brigði og að tillagan hafi verið felld með meiri mun en hann átti von á. „Hitt er annað að prestastéttin á ekki kirkjuna. Það bara er ekki þannig. Jesús Kristur á kirkjuna og allir söfnuðurnir í landinu mynda kirkjuna. Þannig að þó svo að þetta sé fellt hér í einni atkvæða- greiðslu er það enginn endir. Ég held að allt fólk, líka það sem er mjög andstætt réttindum samkyn- hneigðra, geri sér grein fyrir því að það stefnir ekki í neitt annað en að samfélag okkar og kirkjan nái þeim þroska að sýna öllu fólki virð- ingu óháð kynhneigð.“ Bjarni tekur þó fram að umræða um málið hafi verið góð, málefna- leg og heiðarleg, og að biskup eigi þakkir skilið fyrir að gefa umræð- unum svona mikinn tíma. „Hann hafði það algjörlega í sinni hendi.“ „Þessi niðurstaða kemur okkur í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Frosti Jónsson, formaður Samtak- anna 78. „Hún endurspeglar hik Þjóðkirkjunnar gagnvart samkyn- hneigðum almennt. Að okkar mati væri réttast að leggja niður lög- gjöfina um staðfesta samvist og sameina löggjöf um hjúskap í eina, þar sem samkynhneigðir og gagn- kynhneigðir eru jafnréttháir.“ Þegar tillagan var felld lögðu séra Sigurður Grétar Sigurðsson og doktor Pétur Pétursson fram tillögu um að prestum yrði heimilt að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar samkyn- hneigðra, en slík samvist yrði ekki kölluð hjónaband. Sú tillaga var felld með 43 atkvæðum gegn 39. Hjónaband samkyn- hneigðra ekki leyft Tillaga um að heimila hjónavígslu samkynhneigðra var kolfelld á Prestastefnu á Húsavík í gær. Séra Bjarni Karlsson segist blygðast sín fyrir hönd kirkjunnar. „Kemur ekki á óvart,“ segir formaður Samtakanna 78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.