Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 22
Kjörorð ykkar fyrir kosningarn- ar í vor, árangur áfram – ekkert stopp, gefur til kynna að þið viljið halda áfram á sömu braut og ríkis- stjórnin hefur verið á undanfarin ár. Hvaða skilaboðum eruð þið að beina til kjósenda með þessum kjörorðum? „Kjörorð okkar, árangur áfram – ekkert stopp, endurspeglar viðhorf Framsóknarflokksins til verkefna framtíðarinnar í íslenskum stjórn- málum, sem er að nýta góðan ár- angur sem náðst hefur á öllum svið- um og byggja á honum til framtíð- ar. Það er óhjákvæmilegt að nefna, og í raun grundvallaratriði, að ár- angurinn hefur verið glæsileg- ur hvert sem litið er. Kaupmáttur hefur aukist stórkostlega, atvinnu- öryggi hefur verið gott og atvinnu- lífið kraftmikið og framsækið. Þó að verðbólga hafi aukist tíma- bundið, samfara örum vexti ís- lensks atvinnulífs, þá sjáum við nú að hún er að ganga niður og ákjósan- legra jafnvægi að nást á ný. Við göngum óbundin til kosninga en færum kjósendum þau skilaboð, með stefnu okkar, að það sé óábyrgt að ætla sér að setja fram einhver höft á iðnþróun og atvinnulíf í land- inu, með sértækum aðgerðum, held- ur frekar hlúa að því sem fyrir er og byggja á traustum grunni. Við viljum að þjóðin haldi áfram með þá umbótastefnu sem hér hefur verið rekin, í velferðarmál- um, í tryggingamálum, í málefn- um aldraða, í fjölskyldumálum, í menntamálum, málefnum öryrkja og öllum öðrum viðfangsefnum samfélagsins. Varðandi mennta- málin þá leggjum við Framsóknar- menn þunga áherslu á að hugað sé vel að stöðu leikskóla- og grunn- skólastigsins því þessi fyrstu stig í fræðslukerfinu verða alls ekki of- metin. Við teljum grunninn að því að áframhald verði á velmegun í landinu, og skilyrði fyrir áfram- haldandi framförum verði fyrir hendi, að ekki verði farið út af leið- inni sem ríkisstjórnin hefur mark- að með glæstum árangri. Af þeim ástæðum væri óábyrgt og beinlínis metnaðarlaust, að boða einhvers konar stöðvun í pólitískum skiln- ingi. Það er þess vegna sem við viljum ekkert stopp, heldur áfram- hald á framförum sem byggist á árangrinum sem náðst hefur.“ Eruð þið með þessum málflutn- ingi að boða það sem ykkar fyrsta kost að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að lokn- um kosningum, komi sú staða til greina? „Við göngum óbundin til kosn- inga og gefum ekki fram skila- boð um annað. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur gengið vel og að því leytinu til er ekki óeðlilegt að við lítum með opnum hug til áframhaldandi samstarfs. Ég tel að Framsóknarflokkurinn þurfi að fá skýr skilaboð um það frá kjósendum að eftir kröftum hans sé óskað í ríkisstjórn. Ótíma- bært er að vera með yfirlýsing- ar um óska ríkisstjórnarsamstarf núna því að ríkisstjórnin tekur á sig mynd út frá vilja fólksins, sem endurspeglast í kosningunum 12. maí.“ Sjálfstæðismenn vilja komast í heilbrigðisráðuneytið, eins og Geir H. Haarde forsætisráðherra talaði um á landsfundi flokks- ins fyrir skemmstu. Ef áfram- hald verður á samstarfi, kemur til greina að gefa þetta umfangs- mesta ráðuneyti stjórnsýslunnar eftir? „Ég tek þessum hugmyndum ekki illa, en þetta eru hugmyndir og ekkert annað. Ég skil vel að sjálf- stæðismenn vilji ná yfirráðum í ráðuneytum þar sem við erum, líkt og við viljum komast að í ráðuneytum þar sem þeir eru við völd. Það er sjálfsagt mál og eðli- legt að ræða um þessi mál. En verkaskipting er verkefni sem leysa þarf að kosningum loknum, og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að gera í sátt og samlyndi.“ Útkoman í síðustu sveitar- stjórnarkosningum var ekki góð fyrir Framsóknarflokkinn og fylgið við flokkinn hefur mælst lítið í könnunum. Eru þetta ekki skýr skilaboð um að pólitísk hug- myndafræði Framsóknarflokks- ins eigi undir högg að sækja? „Nei. Framsóknarflokkurinn er, og hefur verið í áratugi, burðar- ás í íslenskum stjórnmálum. Við erum miðjuflokkur sem vill sækja fram, með samvinnu og félags- legar áherslu að vopni, og skýrar og metnaðarfullar lausnir á öllum þeim vandamálum sem þarf að leysa hverju sinni. Íslendingar hafa notið góðs af störfum Fram- sóknarflokksins og ég tel ekki að það séu merki um að Íslendingar vilji það ekki áfram. Stjórnmála- menn eiga öðru fremur að skapa umgjörð til þess að frjálst athafna- líf geti notið sín. Ég tel, og hef sannfæringu fyrir því, að íslenskur stjórnmálavett- vangur þurfi á pólitískum hug- sjónum Framsóknarflokksins að halda, núna og í langri framtíð. Kannanir hafa aldrei verið okkur hliðhollar en í kosningum komum við betur út. Sagan sýnir það. Ég hef þá trú að svo verði einnig í vor, og sá mikli árangur sem fram- sóknarmenn hafa náð verði búinn að skila sér til kjósenda á kjördag. Ég er því bjartsýnn en um leið ákveðinn í að snúa öllu mótlæti í meðbyr.“ Framsóknarflokkurinn hefur komið að byggðamálum um langt skeið og á umtalsvert fleiri fylgis- menn á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þarf að taka málefni landsbyggðarinnar fast- ari tökum eða hefur einhver ár- angur náðst? „Það liggur fyrir að við höfum gert vaxtasamning í allmörgum landshlutum, en ekki öllum þó. Það eru erfiðleikar víða, á Norðvestur- landi, Vestfjörðum, Norðaustur- landi, í Vestmannaeyjum og á Suð- austurlandi, svo dæmi séu tekin. Við leggjum þyngsta áherslu á að vaxtasamningar séu gerðir fyrir alla landshluta. Í þeim felst öðru fremur að kalla saman í hóp fyrir- tæki, sveitarfélög, stofnanir og ein- staklinga til þess að vinna að úr- lausnum á vandamálum sem fyrir hendi eru. Við viljum auk þess að Byggðastofnun verði efld og byggðaáætlun verði framfylgt. Mikilvægasta einkenni þessara vaxtasamninga er að forræði og forysta í byggðamálum er tekin frá höfuðborgarsvæðinu, frá ríkisvald- inu, og út í landshlutann. Þannig er hægt að vinna að því að leysa vandamál í nálægð, í stað fjar- lægðar. Heimamenn taka stjórn- ina og ráða ferðinni. Vaxtarsamn- ingarnir kosta auðvitað peninga og það þarf pólitískan vilja til þess að leggja til fjármuni til þessa verk- efnis. Það erum við tilbúin til þess að gera. Undirbúningsvinna er í gangi á Norðurlandi vestra vegna samnings af þessu tagi. Það kom upp sérstakt vandamál á Vestfjörð- um, sem við þurfti að bregðast, og það má segja að viðbrögð okkar séu viðauki við vaxtasamninginn þar.“ Framsóknarmenn líta misjöfn- um augum á hvort færa eigi flug- völlinn úr Vatnsmýrinni. Birkir Jón Jónsson, þingmaður flokks- ins, sagðist fyrir skömmu líta svo á að framsóknarmenn vildu hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en framsóknarmenn í borginni vilja völlinn úr Vatnsmýrinni, út á Löngusker. Hvar vilt þú hafa flug- völlinn? „Ég efast ekki um að Birkir er þarna að lýsa viðhorfum fólks á lands- byggðinni, og þau viðhorf ná langt út fyrir Framsóknarflokkinn. Ég hef ekki heyrt það, og skildi Birki Jón ekki þannig, að þetta miðaðist við það að flugvöllurinn yrði að vera í Vatnsmýrinni. Fyrst og fremst þarf fólk af landsbyggðinni sem hingað þarf að sækja þjónustu hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum að hafa greiðan aðgang að henni og innanlandsflugið þarf að taka mið af þessu. Ég held að samhljómur sé með þeirri afstöðu hjá flestum sem eiga hagsmuna að gæta, sem eru auðvitað fjölmargir, að meðan aðrir kostir eru ekki fullkannaðir þá eigi völlurinn að vera áfram í Vatns- mýrinni.“ En nú hafa komið fram skýrar uppteiknaðar hugmyndir hjá framsóknarmönnum, sem auglýst- ar hafa verið fyrir kjósendur, um að færa flugvöllinn út á Löngu- sker. Var það þá ótímabært? „Nei. Ég held að það sé hægt að finna lausnir á öllum þessum hlut- um en það liggja ekki fyrir nein áform um það núna að færa flug- völlinn. Alla möguleika þarf að skoða nákvæmlega og þeirri skoð- un er einfaldlega ekki lokið. Það kann að vera að það sé skynsam- legt að færa völlinn út á Löngu- sker og vafalaust er hægt að leysa úr tæknilegum atriðum sem því viðkoma. Það sama á við hugmynd um Hólmsheiði eða Keflavík, og hugsanlegar tengingar með hrað- brautum eða jafnvel lestarleið- um. En meðan málið er þannig vaxið, að möguleikar hafa ekki verið skoðaðir til hlítar, þá verður völlurinn í Vatnsmýrinni. Það ligg- ur í augum uppi.“ Ýmsir forystumenn í íslensku viðskiptalífi, meðal annars Sigur- jón Árnason bankastjóri Lands- bankans, hafa talið skilyrði fyrir einkavæðingu orkufyrirtækja hér á landi vera ákjósanleg um þessar mundir. Finnst þér koma til greina að einkavæða orkufyrirtækin? „Þeir hafa sagt það og miða þarf við stöðuna á markaðnum. Við höfum svarað því til á móti að orkumark- aðurinn sé ekki orðinn nógu þrosk- aður og þau einkenni eru ekki komin fram í okkar litla samfélagi, sem bendi til þess að samkeppnis- aðstæður séu með þeim hætti að eðlilegt sé að stefna að einkavæð- ingu. Auk þess höfum við margoft lagt á það áherslu að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum landsins sé gríðarlega mikilvægt. Við erum ennþá á því stigi að rannsaka nýt- ingarmöguleika, og þess vegna teljum við mjög óráðlegt að stefna á einkavæðingu í þessari grein. Ég bendi á það að þau fyrirtæki tvö sem eru virk á þessum mark- aði auk Landsvirkjunar, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suður- nesja, eru bæði í samfélagslegri eigu og eigendur þeirra hafa ekki í hyggju að einkavæða þau. Fimmtán prósenta hlutur í Hita- veitu Suðurnesja var nýlega aug- lýstur til sölu og tilboð í hann öllum opin. Gefur það ekki vís- bendingu um vilja til breytinga á eignarhaldinu? „Þá eru 85 prósent eftir, sem er vitaskuld ráðandi hlutur, en ég tel söluna ekki gefa vísbendingu um neitt annað. Ég verð að lýsa mikl- um efasemdum um að orkumark- aðurinn verði með þeim hætti að hægt verði að einkavæða Lands- virkjun nokkurn tíma. Hins vegar ber að nefna það að markaðurinn er öllum opinn, samkvæmt raf- orkulögum, og því geta nýir aðilar komið inn á markaðinn, til dæmis landeigendur eða sveitarfélög.“ Vilji þið halda áfram á þeirri vegferð að lækka skatta? „Ég tel okkur hafa verið að endur- skapa viðskiptaaðstæður hér á landi með glæsilegum árangri. Það er mitt mat að það sé nauðsynlegt að fjalla um fjárfestingaumhverfi og skattabreytingar samtímis. Þegar skattar eru lækkaðir þá er ekki bara verið að auka mögu- leika fólks á neyslu, heldur einnig að auka möguleika á fjárfestingu. Þegar því er haldið fram að ríkis- stjórnin hafi snarlækkað skatta á auðugu fólki, þá er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin hafi aukið neyslu auðugs fólks. Heldur hefur hún miðlað fjármunum í hagkerf- inu frá því að fara í gegnum ríkis- kassann yfir í það að fara beint frá einstaklingunum til atvinnulífsins í fjárfestingu og uppbyggingu. Mikið er talað um að skattleysis- mörkin hafi staðnað og dregist aftur úr. Ríkisstjórnin hefur þá stefnu að endurskoða skattleysis- mörkin um hver áramót. Stað- reyndin er sú að þegar skattar eru lækkaðir, og innheimtulágmark er fyrir hendi, þá hækka alltaf skatt- leysismörkin í hvert skipti sem skatturinn er lækkaður þó margir hafi viljað taka stærri skref í þeim efnum. Það liggur ekki beint við að hækka skattleysismörkin upp fyrir lágmarkstekjur í þjóðfélaginu. Ef svo er, þá er ekki verið að jafna milli þeirra sem eru neðstir. Það sem hefur verið gert, sem ég tel skynsamlegast, er að koma til móts við þennan hóp með öðrum hætti, með vaxtabótum, barnabótum og þess háttar aðgerðum. Ríkissjóður stendur ákaflega vel og skatta- lækkanir hafa heppnast vel að öllu leyti. Ég sé ekki tilefni til þess núna að vera með skattabreytingar, hins vegar viðurkenni ég það að alþjóð- leg hagkerfi eru alltaf að verða nán- ari, og í þeim efnum er farsælast að fylgjast náið með skattaumhverfi í kringum okkur og vega og meta stöðu okkar í því stóra samhengi hverju sinni.“ Áfram byggt á traustum grunni Jón Sigurðsson telur hugmyndafræði Fram- sóknarflokksins enn eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum. Í samtali við Magnús Halldórsson leggur hann áherslu á mikilvægi sam- vinnunnar og áfram- hald árangurs á öllum sviðum samfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.