Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 59
Áhersla á atvinnu, öflugt og stöðugt hagkerfi og velferð
allra þjóðfélagsþegna er samof-
in hugmyndafræði Framsóknar-
flokksins. Til þess að líf einstakl-
inga, fjölskyldna og samfélagsins í
heild sé í jafnvægi verða þessi þrjú
grunnstef ávallt að vera til stað-
ar. Stöðugleiki og næg atvinna er
undirstaða öflugs hagkerfis sem
er nauðsynlegt til að standa undir
þeirri samneyslu og þeirri almennu
velferð sem við viljum að allir búi
við.
Það er ekki sjálfgefið að alltaf sé
næg atvinna en fátt er verra fyrir
fólkið í land-
inu og afkomu-
möguleika fjöl-
skyldna en at-
vinnuleysi. Sem
betur fer hefur
okkur á undan-
förnum árum
tekist að halda
atvinnuleysi í al-
gjöru lágmarki
eða að meðal-
tali um 3%. Framsóknarflokkur-
inn leggur áherslu á fjölbreytta
og trygga atvinnu um land allt og
í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur
störfum fjölgað jafnt og þétt og nú
eru um 170.000 störf á íslenskum
vinnumarkaði. Öflugt atvinnulíf
sem skilar tekjum í þjóðarbúið er
lykillinn að því samfélagi sem við
höfum byggt upp á síðustu árum og
viljum viðhalda.
Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á að skapa atvinnulífinu það
umhverfi að það nái að blómstra
og vill áfram standa fyrir atvinnu
fyrir alla, óháð búsetu og menntun.
Það er markmið okkar Framsóknar-
manna að stækka þjóðarkökuna því
þannig fáum við meira til skiptanna.
Við höfum séð það á undanförn-
um árum að breytingar í rekstrar-
umhverfi fyrirtækja s.s. lækkaðar
álögur hafa styrkt stoðirnar, hleypt
lífi og krafti í atvinnulífið og skilað
auknum skatttekjum í ríkiskassann,
öfugt við það sem ýmsir vinstri-
menn spáðu. Landsmenn hafa fund-
ið fyrir hagsæld enda hefur hag-
vöxtur hér á síðustu árum mælst allt
að 8%. Það hafa orðið ýmsar breyt-
ingar á skattakerfinu sem bæði ein-
staklingar og fyrirtæki hafa notið
góðs af og kaupmáttur og ráðstöf-
unartekjur heimila hafa aukist um-
fram verðbólgu. Það þarf ekki að
fjölyrða um það að Framsóknar-
flokkurinn hefur tekið þátt í því
að auka um tugi prósenta framlög
til heilbrigðis-, mennta- og félags-
mála enda er hér um að ræða mála-
flokka sem mynda sameiginlegan
grunn samfélagsins sem Framsókn-
arflokkurinn vill standa vörð um.
Almenn velferð og styrkar grunn-
stoðir byggja á atvinnu fyrir alla
og stöðugleika í efnahagslegu um-
hverfi. Framsóknarflokkurinn er
frjálslyndur miðjuflokkur sem
byggir á samvinnuhugsjón. Fram-
sóknarflokkurinn er eini flokkur
landsins sem getur allt frá stofn-
un skilgreint sig sem miðjuflokk þó
svo að aðrir flokkar vilji nú skreyta
sig með þeirri nafnbót. Framsóknar-
menn hafa sýnt það og sannað, bæði
í ríkisstjórnum og sveitarstjórnum
að þeir geta fengið fólk úr ólíkum
áttum til þess að vinna saman, vinna
að settum markmiðum og náð ár-
angri. Engum er betur treystandi en
Framsóknarflokkum til þess að halda
áfram að koma með beinum hætti að
stjórn landsins, móta þá framtíðar-
sýn sem við viljum stefna að.
Höfundur er kennari og skipar 6.
sæti á lista Framsóknarflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vinna, vöxtur og velferð
Fram undan er formannskjör í Sjúkraliðafélagi Íslands
og heyrir það til tíðinda að þrír
sjúkraliðar hafa gefið kost á sér í
formannssæt-
ið en framboðs-
frestur rennur
út 26. apríl og
því gætu fleiri
bæst í hópinn.
Áskorun
hefur komið
frá sjúkralið-
um til greinar-
höfundar um
að gefa kost
á sér til for-
mannskjörs SLFÍ og hefur hann
orðið við þeirri áskorun. Mörg-
um sjúkraliðum finnst tímabært
að skipta um formann. Hér er um
verðugt verkefni að ræða og ekki
hægt að skorast undan áskorun-
inni.
Styrkur án vilja er eins og stýris-
laust skip og veit greinarhöfund-
ur að einstaklingur gefur ekki
kost á sér til formannsstarfsins
án þess að hafa eitthvað til brunns
að bera. Sjúkraliðar ættu ekki að
kvíða því, að félagið þeirra liggi
niðri um skemmri eða lengri
tíma vegna breytinga á forystu
þess, en slíkt hefur verið látið í
veðri vaka. Það mun verða hlut-
verk sjúkraliða að taka ákvörðun
um hverjum þeir fela það starf
næstu þrjú árin að stýra félag-
inu sínu.
Þau verkefni sem unnin eru á
borðum stéttarfélags eru mörg
og margvísleg. Það þarf að gæta
hagsmunar stéttarinnar út á við
og ekki síður í innviðum henn-
ar. Samstilltur hópur sjúkra-
liða sem starfar að málefnum fé-
lagsins þarf í engu að kvíða þótt
stýrimanni sé skipt út, skip verð-
ur sjófært jafnt sem áður, siglir
kannski aðra leið á miðin en á
miðin fer það og heldur áfram að
afla.
Höfundur er sjúkraliði og fram-
bjóðandi í formannskjöri SLFÍ.
Sjúkraliðar
einn, tveir
og þrír
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN
OPNAR KOSNINGASKRIFSTOFU
Í KÓPAVOGI
Hamraborg 14, Kópavogi í dag kl. 17.30
Hamraborg 14 | Kópavogur | sími 554 7744
Kjóstu F !
forysta fyrir íslenska þjóð
www.xf.is
RILLA !RINMOKLEV
Við opnum kosningaskrifstofu í Hamraborg 14, Kópavogi
í dag kl. 17.30. Guðjón Arnar Kristjánsson, Formaður
Frjálslynda flokksins og Kolbrún Stefánsdóttir oddviti listans
í Kraganum munu ávarpa gesti.
Tónlist og léttar veitingar.