Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Endanlegt skipulag svokallaðs Höfðatorgs verður kynnt í dag. Höfðatorg afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni. Að því er segir í tilkynningu frá Höfðatorgi ehf. verða eldri hús við Skúlagötu og Höfðatún rifin til að rýma fyrir nýbyggingum. Andstaða hefur verið meðal íbúa í Túnunum vegna verkefnisins, sem þegar hefur staðið í nokkur ár með ónæði og raski. Íbúarnir hafa meðal annars áhyggjur af því að væntanleg háhýsi varpi dimmum skuggum yfir hverfið og telja óljóst hvernig vindar leiki byggðina. Eitt húsanna er þegar risið. Fljótlega hefjast fram- kvæmdir við nítján hæða skrifstofuturn. Útlit háhýsa kynnt í dag Börn í leikskólum hérlendis hafa aldrei verið fleiri. Í desember voru rúmlega 17.300 börn í leikskólum á Íslandi og hafði fjölgað um rúmlega 350 frá fyrra ári, um 2,1 prósent. Í frétt á vef Hagstofunnar segir að þetta sé töluvert meiri fjölgun en undanfarin ár. Viðvera barna í leikskólum lengist stöðugt og fer hlutfall þeirra barna sem eru skráð í minnst átta tíma viðveru á dag hækkandi. Árið 1998 voru rúm fjörutíu prósent barna í leikskól- um skráð í svo langa viðveru en fjórum árum síðar var hlutfallið komið í rúm sextíu prósent. Fjölgar stöðugt og eru lengur Franski stjórnmála- maðurinn François Bayrou, sem varð í þriðja sæti í fyrri umferð forsetakosninganna um síðustu helgi, sagðist í gær hvorki ætla að styðja hægrimanninn Nicolas Sarkozy né sósíalistann Ségolène Royal í seinni umferð kosning- anna, sem haldin verður 6. maí. „Ég ætla ekki að gefa neinar leiðbeiningar um það, hvernig fólk á að kjósa,“ sagði Bayrou í gær, og bætti því við að hann vissi ekki sjálfur hvernig hann ætti að verja atkvæði sínu. Í kosningabaráttunni höfðaði hann til miðjunnar í frönskum stjórnmálum og uppskar sjö millj- ónir atkvæða. Þau Sarkozy og Royal gera sér bæði vonir um að hljóta þau atkvæði í seinni umferð- inni. Í skoðanakönnunum nú í vik- unni hefur Sarkozy mælst með örlítið meira fylgi en Royal. „Nicolas Sarkozy og Ségolène Royal, í elífri baráttu milli hins eilífa vinstris og hins eilífa hægris, munu ekki bæta heldur gera illt verra, hvort heldur litið er til efn- hagsmála, félagsmála eða stjórn- mála.“ Hann beindi spjótum sínum í báðar áttir, sagði Sarkozy vilja ganga allt of langt í efnahagsum- bótum en að Royal væri of varkár. Hann sagði Sarkozy vera allt of stjórnsaman og hreinlega stofna lýðræði Frakklands í voða, en sagðist á hinn bóginn óttast að Royal myndi sóa almannafé og kæfa hagvaxtarmöguleika. Hann sagði að þau hefðu bæði hringt í sig á mánudaginn og sagð- ist alveg til í ræða málin við þau bæði. Skoðanakannanir sýna að fylgið sem hann hlaut, alls sjö milljónir atkvæða, skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra beggja. Í gær tilkynnti Bayrou síðan stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem hann nefndi lýðræðisflokk og stefnir á framboð í þingkosning- unum í sumar. Hann hefur starfað með UDF-flokknum, sem venju- lega hefur greitt atkvæði með íhaldsöflunum á þingi, en í kosn- ingabaráttunni reyndi Bayrou að fara bil beggja og höfða ekki síður til vinstrimanna en hægrimanna. Sumir flokksfélagar hans í UDF fóru þó ekki að fordæmi Bayrous heldur lýstu yfir stuðningi við Sar- kozy. Í kosningunum á sunnudag- inn hlaut Royal nærri 26 prósent atkvæða en Sarkozy rúmlega 31 prósent. Gefur kjósendum engar leiðbeiningar François Bayrou segir bæði Nicolas Sarkozy og Ségolène Royal vera slæma kosti fyrir kjósendur í Frakklandi. Hann neitar að taka opinbera afstöðu. Í fyrsta sinn beinist athygli almennings og fjölmiðla á Norður-Írlandi meira að hópum herskárra mótmælenda heldur en að herskáum kaþólikkum í Írska lýðveldishernum (IRA). Óháð sérfræðinganefnd sem hefur eftirlit með starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa greindi frá því í gær að tveir stærstu hópar herskárra mótmælenda neituðu enn að afvopnast og að rækju umfangsmikla undirheima- starfsemi. Tvö ár eru síðan IRA afvopnaðist og hafnaði ofbeldi. Nefndin sagði þó hættu geta stafað frá nokkrum klofnings- hópum úr IRA. Neita að af- henda vopn sín Löggjafarþing Mexíkóborgar samþykkti í gær að gera fóstureyðingar á fyrstu tólf vikum meðgöngu löglegar í borginni. Í Mexíkó eru fóstureyð- ingar aðeins löglegar ef um er að ræða nauðgun, alvarlega fæðingar- galla eða ef líf móður er í hættu. Meirihluti Mexíkómanna tilheyrir kaþólsku kirkjunni, sem stóð fyrir miklum mótmælum í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Andstæðingar fóstureyðinga hyggjast áfrýja ákvörðuninni til hæstaréttar landsins. Fóstureyðingar gerðar löglegar Boris Jeltsín, fyrr- verandi Rússlandsforseti, var jarðsettur í gær í Novodevitsí- kirkjugarðinum þar sem eru grafnir margra helstu listamanna og stjórnmálaleiðtoga Rússlands. Vladimír Pútín, arftaki Jeltsíns í forsetaembættinu, sagði stuttu eftir athöfnina að hann myndi halda í heiðri þau markmið sem Jeltsín hefði barist fyrir. Athöfnin var hátíðleg og haldin í samræmi við gamlar hefðir sem lítið hefur verið hampað í Rúss- landi nútímans. Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Bill Clinton og George H. W. Bush, voru viðstaddir athöfnina ásamt John Major, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, og fjölmörg- um öðrum fyrrverandi ráðamönn- um á Vesturlöndum. Pútín sagði Jeltsín hafa „af fullri einlægni reynt að gera allt til þess að bæta líf milljóna Rússa“. Pútín sagðist ætla að vinna áfram að sömu markmiðum, en útskýrði þó ekki nánar hvað hann ætti við. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að ganga þvert gegn lýðræðis- umbótum Jeltsíns með því að þagga niður í stjórnarandstæðing- um og krefjast skilyrðislausrar hlýðni af stuðningsmönnum sínum, sem eru í meirihluta á rúss- neska þinginu. Pútín segist fylgja stefnu hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.