Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 50
fréttablaðið útivist 26. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR14 Leifur Þorsteinsson hefur starf- að með Ferðafélagi Íslands til fjölda ára og gengið úti um allt land. Á hverju sumri fer Leifur í fjölda gönguferða sem taka venjulega þrjá til fimm daga hver. „Ég veit ekki hvað ég ætla að fara marg- ar í sumar, en þær verða einhvers staðar á milli fimm og tíu,“ segir hann og hlær. Í gönguferðum sem taka nokkra daga er yfirleitt gist í skálum að sögn Leifs. „Einstaka sinnum erum við í tjöldum en það fer nú svona heldur minnkandi og venju- lega er allur farangur trússaður á milli gististaða,“ segir hann. Leifur hefur gengið um landið í tugi ára og segir að gönguþörf- in sé bara í blóðinu. „Ég hef haft gaman af því að ganga frá því að ég man eftir mér og það versnar bara með árunum. Ég fór í fyrstu löngu gönguferðina mína með frænda mínum árið 1970. Hann var þá reyndur jaxl en ég bara ungur og óreyndur. Við gengum úr Land- mannalaugum suður að Þórsmörk og þetta var löngu áður en byggð- ir voru einhverjir skálar og brýr yfir allar ár. Ég fór svo að starfa með Ferðafélagi Íslands árið 1975, var reyndar erlendis við nám í sex ár, og frá 1982 hef ég verið í þessu meira og minna á hverju einasta sumri.“ Á þessum árum hefur Leifur gengið um marga af fallegustu stöðum á Íslandi. „Ég er búinn að fara talsvert víða og segi stundum að ef ég væri alltaf að fara á nýja staði væri ég búinn að fara mjög víða. Ég hef til dæmis farið í Fjörð- ur, Hvanndali, Héðinsfjörð, Borg- arfjörð eystri og á Staðarfellsfjöll, Lónsöræfi og Hornstrandir.“ Leifur segist eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra staða sem hann hefur komið til. „Þetta er meira og minna allt í uppáhaldi hjá mér. Það sem ég þekki kannski best eru Torfajökulsfjöllin, því ég er búinn að fara oftast leiðina úr Landmannalaugum og suður að Þórsmörk. Þar er náttúrlega ein af stærstu perlunum í íslenskri náttúru að mínu mati, en þær eru líka margar fleiri. Að standa uppi á Kálfatindum á Hornbjargi og horfa yfir Húnaflóa fullan af þoku á meðan allt er bjart fyrir vestan er náttúrlega meiri háttar,“ segir Leifur. „Það er bara alls staðar gaman að vera ef ekki er kolvit- laust veður,“ bætir hann svo við að lokum og hlær. emilia@frettabladid.is Alls staðar gaman að vera Leifur í góðra vina hópi á Hornströndum.Séð niður í Hattver, Torfajökull í baksýn. Leifur hefur gengið um landið síðan 1970. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andraco ehf Varanlegt sólpallaefni – framtíðarlausn án viðhalds Nýjung á markaðnum í dag - Lengdir : 366cm og 488cm - Þykkt og breidd : 35mm x 142mm Lyngdal 6 • 190 Vogar • S. 868-5876 • andraco@internet.is Kári Brynjólfsson er nítján ára gamall hjólreiðamaður og hjólar allan ársins hring. Hann sér ekki ástæðu til að taka bílpróf þar sem hann fer allra sinna leiða á hjólinu. „Ég hjóla í og úr vinnu en auk þess æfi ég hjólreiðar þannig að ég hjóla í þrjá tíma eftir vinnu að minnsta kosti þrisvar í viku,“ segir Kári. Á æfingum hjólar hann oft um 50 kílómetra í senn en oft fer það líka yfir 100 kílómetra. „Við hjólum oft á Þingvelli og Nesjavelli þegar við förum í lengri hjólatúrana,“ segir Kári en hann hefur keppt í hjólreiðum bæði hér heima og erlendis. „Ég hef nokkr- um sinnum farið út til að keppa á Norðurlandamótum og keppti líka á Smáþjóðaleikunum í Andorra,“ bætir hann við. „Ég verð aldrei þreyttur á að hjóla því það er með því skemmti- legra sem ég geri,“ segir Kári. Hann telur það algjört aukaat- riði að vera með bílpróf því það sé ekkert mál að hjóla allan ársins hring. „Á veturna er ég með nagla- dekk undir hjólinu og það er hægt að hjóla í hvernig veðri sem er. Það tekur bara mislangan tíma.“ Þarf ekki bílpróf Kári Brynjólfsson hjólar allt sem hann þarf að fara auk þess sem hann æfir hjólreiðar að minnsta kosti þrisvar í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.