Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 28
[Hlutabréf] Sameiginlegt hlaup fyrir höfuðborgarsvæðið er á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans endurvekjum við hið sögufræga Landsbankahlaup. Hlaupið hefst á sama tíma um allt land, kl. 11.00. Glitnir og Kaupþing spá því að Ex- ista, sem birtir afkomutölur í dag, hafi hagnast yfir fimmtíu millj- arða króna á fyrsta ársfjórðungi sem yrði langmesti hagnaður ís- lensks félags á einum fjórðungi. Meðaltalsspáin fyrir Existu hljóð- ar upp á 53.347 milljónir króna en til samanburðar hagnaðist félagið um 8.378 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2006. Landsbankinn spáir ekki opin- berlega um afkomuna en reikn- ar með að hagnaður geti orðið allt að sextíu milljarðar króna. Exista færir kjarnafjárfestingar sínar í Kaupþingi (23 prósenta hlutur) og Sampo Group (15,6 prósent) með hlutdeildaraðferð í stað þess að taka gengishagnað og arðgreiðslur af fjárfestingunum inn í rekstrar- reikning. Greining Glitnis reiknar með að hlutdeild Existu í hagnaði Sampo nemi 42 milljörðum króna. Slær Exista met? Kaupþing birtir niðurstöðutölur fyrsta ársfjórðungs fyrir opnun markaða í dag. Meðaltalshagnað- ur þeirra innlendu og erlendu mark- aðsaðila, sem spá fyrir um afkomu bankans, hljóðar upp á 18.878 millj- ónir króna. Jafnframt áætla þeir að hreinar vaxtatekjur verði yfir 15,2 milljarðar og hreinar rekstrartekjur tæpar 42 milljarðar. Bæði Glitnir og Landsbankinn reikna með að Kaup- þing skili meiri hagnaði í hús eða um 21,5-21,7 milljörðum króna. Kaupþing hagnaðist um 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra sem þá var metafkoma á einum árs- fjórðungi. Peningaskápurinn... Spennufall í efnahagslífinu mun reyna á heimili og fyrirtæki sem mörg hver eru viðkvæm sökum skulda. Í nýrri umfjöllun um fjármálastöðugleika segir Seðlabankinn brýnasta verkefnið að endurheimta stöðugleika. Fjármálakerfið er í meginatriðum traust og viðnáms- þróttur bankanna hefur styrkst þrátt fyrir að á sama tíma hafi þjóðhagslegt ójafnvægi aukist, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármála- stöðugleika. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kynnti skýrsluna síðdegis í gær en þetta er í þriðja sinn sem bankinn gerir opinbert rit um fjármálastöðugleika. Í fyrra var yfirskriftin „Vandasöm sigling framundan“. Þá voru helstu áhyggjuvaldar óvissa um fjármögnun bankanna og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. „Endurfjármögn- unin tókst vel, en hins vegar jókst þjóðhagslegt ójafn- vægi,“ segir Davíð. Endurheimt stöðugleika í þjóðarbúskapnum er brýn- asta verkefni hagstjórnarinnar að mati Seðlabankans. „Lok stórframkvæmda á Austurlandi draga sjálfkrafa úr ójafnvægi en önnur aðlögun hefur verið hægari en reiknað var með,“ segir bankinn, en aukin vaxta- byrði erlendra skulda dregur síðar úr viðskiptahall- anum en búist var við. „Og naumast horfur á að hann verði sjálfbær án undangengins verulegs samdráttar á eftirspurn. Ný spá í Peningamálum gefur til kynna að slíkur samdráttur sé framundan með hjöðnun fjár- festingar og einkaneyslu,“ segir bankinn og bendir á í riti sínu að möguleg lækkun eignaverðs gæti valdið enn meiri samdrætti. Davíð segir bankann þó ekki spá hrinu gjaldþrota hjá einstaklingum þótt viðnámsþrótt- ur mjög skuldsettra einstaklinga og jafnvel fyrirtækja væri verulegra skertur kæmi til langvarandi aftur- kipps í efnahagslífinu. „Við þessar aðstæður teljum við hins vegar skynsamlegt að hafa vara á vegna þess að við sjáum að efnahagslífið gengur í gegnum aðlög- un. Menn hafa deilt um hversu brött sú aðlögun verður, en ég held að í öllum spilum sé sú aðlögun fyrir hendi. Við þær aðstæður þarf að horfa til þeirra sem lak- ast standa,“ segir Davíð en áréttar um leið að margir þættir efnahagslífsins standi hér vel og betur en ann- ars staðar gerist. Penninn og Te og kaffi hafa gengið frá kaupum á kaffiframleiðslufyr- irtækinu Melna Kafija Ltd. í Lett- landi. Penninn verður eigandi að sjötíu prósentum og Te og kaffi að þrjátíu. Kaupverð er ekki gefið upp Helstu umsvif fyrirtækisins fel- ast í sölu til hótela og veitingahúsa. Fyrirtækið framleiðir einnig kaffi til smásölu og útflutnings, meðal annars til Rússlands. Penninn á þrjátíu prósenta hlut í Tei og kaffi. „Ástæðan fyrir því að við fjárfestum í fyrirtækinu upp- haflega er að við teljum að það séu samhæfingarmöguleikar í þjón- ustu við skrifstofuna annars vegar og kaffistofuna hins vegar,“ segir Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans. „Sama hugmyndafræði er á bak við þessa fjárfestingu. Við horfum til Eystrasaltsland- anna þriggja. Við sjáum möguleika í samþættingu milli fyrirtækjanna sem við eigum þar fyrir og Melna Kafija.“ Kaupa kaffiframleiðanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.