Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 68
KL. 15.00
Myndlistarsýningar í Lindaskóla. Á sýningunni
eru málverk eftir nemendur í olíumálun sem
valfagi undir stjórn Kristínar Andersen mynd-
menntakennara. Sýningin verður í Lindaskóla,
Núpalind 5, Kópavogi. Boðið verður upp á léttar
veitingar á opnuninni.
Myndlistarmaðurinn Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir opnar sína fyrstu
einkasýningu í 101 gallery við
Hverfisgötu í dag. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er „La Grande Coll-
ine“ sem vísar til Breiðholtsins,
æskustöðva listamannsins, en
úthverfin eru henni einkar hug-
leikin þessa stundina. Lóa Hlín
útskrifaðist af myndlistarbraut
Listaháskóla Íslands árið 2003.
Hún starfar aukinheldur við
myndskreytingar, myndasögu-
gerð og tónlist.
„Umhverfi sýningarinnar gæti
samt verið hvaða úthverfi sem er
því umhverfið virkar meira eins
og tilfinningalegt landslag. Sýn-
ingin fjallar á vissan hátt um fólk
sem ekki passar inn í umhverfi
sitt – til dæmis að vera of dram-
atískur lítill greifi fyrir blokkar-
hverfið sem þú býrð í,“ útskýr-
ir Lóa. Á sýningunni eru blý-
antsteikningar, portrett-myndir
af úthverfabarónessum og öðru
hefðarfólki en Lóa líkir sýning-
unni við uppblásna teiknimynda-
sögu. „Þetta eru myndir af fólki
sem tekur sig aðeins of hátíð-
lega, er of mikil fórnarlömb. Svo-
leiðis fólk býr ekkert frekar í út-
hverfunum. Það myndar bara
skemmtilegar andstæður að hafa
þau í þannig umhverfi.“
Lóa áréttar að tilvistarangist,
hvort heldur í úthverfum eða
annars staðar, sé þó ekki mæl-
anleg. „Gallup hefur ekkert gert
könnun á því hvernig fólki í út-
hverfum líður. Þessi sýning er
meira um stemninguna og svona
grátbrosleg hlutskipti.“
Á sýningunni eru einnig skúlpt-
úrar eftir Lóu sem vakið hafa
töluverða athygli. „Ég kalla þá
„Taugahrúgur“, þetta eru litlir
tenntir skúlptúrar, svona um-
komulausir svanir og ýmsar fíg-
úrur en þær hafa allar sinn veik-
leika, til dæmis myrkfælni eða
lofthræðslu.“ Hún segir að teikn-
ingarnar og skúlptúrarnir eigi
það sameiginlegt að vera í senn
fallegir og aumkunarverðir. Lóa
hefur fengið mjög sterk viðbrögð
við „Taugahrúgunum“ sínum og
virðist fólk almennt eiga mjög
auðvelt með að tengja við fígúr-
urnar því flestir búa jú yfir ein-
hvers konar veilu.
Sýningin verður opnuð kl. 17 í
dag en henni lýkur 31. maí.
Grátbrosleg hlutskipti
Hátíðin List án landamæra
hefst með veglegri opnunar-
hátíð í Ráðhúsinu í Reykja-
vík í dag. Þetta er í fjórða
sinn sem efnt er til þessarar
hátíðar og hefur vegur
hennar aukist með ári
hverju.
Markmið Listar án landamæra er
sem fyrr að brjóta niður þá múra
sem aðgreina fatlaða og ófatlaða.
Á hátíðinni hafa ólíkir einstakl-
ingar unnið saman að ýmiss konar
listtengdum verkefnum með frá-
bærum árangri og segir Margrét
M. Norðdahl, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, slík samstarfsverk-
efni einnig á dagskránni nú.
Alls verða um tuttugu og fimm
viðburðir á vegum hátíðarinn-
ar næstu tvær vikurnar, flestir
þeirra verða á höfuðborgarsvæð-
inu en einnig á Akureyri, Selfossi
og Egilsstöðum. Margrét segir að
þátttakendum og viðburðum hafi
fjölgað mjög milli ára og það hafi
jafnframt sýnt sig að hér á landi
sé mikið af frambærilegu lista-
fólki sem eigi fullt erindi út í hið
„almenna“ menningarumhverfi.
Hátíðin verður sett kl. 17 í dag
en þá verður jafnframt opnuð
samsýning í austursal Ráðhússins
þar sem gefur að líta fjölbreytta
myndlist. Ágúst Guðmundsson,
forseti Bandalags íslenskra lista-
manna, setur hátíðina en á dag-
skránni verður einnig tónlistar-
flutningur, ljóðalestur og mynda-
sýning frá hátíðinni í fyrra.
Opnunarhátíðin verður einnig
túlkuð á táknmáli.
Viðburðir á hátíðinni eru af
öllum toga, kvikmyndasýning-
ar verða í Háskólabíói þar sem
stuttmyndir gerðar af nemendum
í sérdeildum framhaldsskólanna
verða sýndar, leikhópar troða upp
í Borgarleikhúsinu á mánudaginn
og föstudaginn 4. maí verða ár-
legir stórtónleikar Fjölmenntar í
Salnum í Kópavogi.
Síðar verður einnig opnuð sam-
sýning í Norræna húsinu þar sem
pör atvinnufólks og áhugamanna
í myndlist sýna samstarfsverk-
efni sín. Meðal þátttakenda þar
eru Guðrún Bergsdóttir og Gjörn-
ingaklúbburinn, Tolli og Gígja
Thoroddsen og Halldór Dungal og
Hulda Hákon.
Líkt og fyrri ár verður líka
boðið upp á „geðveikt“ kaffihús í
Hinu húsinu þar sem félagar úr
Hugarafli bjóða upp á geðgrein-
ingar, ljóðalestur og tónlistaratr-
iði með kaffinu í léttmanísku um-
hverfi og ljóðakvöld á Hressó.
Næstkomandi laugardag verður
efnt til nýrrar uppákomu á vegum
Listar án landamæra en þá verð-
ur efnt til gjörningsins „Tökum
höndum saman“ við Reykjavík-
urtjörn. Skipuleggjandi hans og
höfundur er Kolbrún Dögg Kjart-
ansdóttir en markmið hans er að
efla samstöðu og auka skilning
milli alls konar fólks. Gjörning-
urinn er öllum opinn en í honum
felst að þátttakendur taka hönd-
um saman og mynda hring kring-
um Tjörnina, óháð stétt og stöðu,
útliti eða bakgrunni. Til þess að
mynda heilan hring kringum
Tjörnina þarf um 800-1000 þátt-
takendur og hvetja skipuleggj-
endur hátíðarinnar því borgar-
búa og gesti til þess að fjölmenna
og taka þátt kl. 13 á laugardaginn.
Spáin er víst alveg ágæt líka.
Samstarfsaðilar í stjórn hátíð-
arinnar eru Fjölmennt − fullorð-
insfræðsla fatlaðra, Átak − félag
fólks með þroskahömlun, Hitt
húsið, Landssamtökin Þroskahjálp
og Öryrkjabandalag Íslands.
Dagskrá hátíðarinnar og nánari
upplýsingar má nálgast á slóðinni,
www.listanlandamaera.blog.is
FÖSTUD. 27. APRÍL 2007
LAUGARD. 28. APRÍL 2007
FLAUTAR TIL LEIKS
FRAM KOMA M.A.
BAGGALÚTUR
SPRENGJUHÖLLIN
SKE
MY SUMMER AS A
SALVATION SOLDIER
SÁLIN
ROKKAÐ
GEGN BIÐLISTUM
FRITT INN
HÚSIÐ OPNAR KL. 21.00
18 ÁRA ALDURSTAKMARK
Í BOÐI UNGS
SAMFYLKINGARFÓLKS
HÚSIÐ OPNAR KL. 24.00
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
MIÐAVERÐ 1900 KR.
FORSALA MIÐAÁ NASA
FÖSTUD. MILLI KL. 13OG 17
,
Kvennakór Hafnarfjarðar
og Tangósveit lýðveldisins
Tónleikar:
Fimmtudaginn 26. apríl kl 20:30 í sal SÁÁ í Efstaleiti 7.
Laugardaginn 28. apríl kl. 16:00 í sal Flensborgarskóla, Hamri.
Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg
Einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Forsala aðgöngumiða hjá kórfélögum og í Súfistanum,
Máli og Menningu og Strandgötu 9, Hafnarfirði
Miðaverð: 1500 kr.-
www.kvennakorinn.org
i l l i i