Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 29
Allar nánari upplýsingar
um hlaupið á Klassi.is
Taktu þátt!
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin
í hverjum aldurshópi drengja og stúlkna
• Allir þátttakendur fá verðlaunapening
• Allir þátttakendur fá Klassa-vatnsbrúsa
• Grillveisla að loknu hlaupi
5. MAÍ
um allt land
SKRÁNING ER HAFIN
Skráning fer fram í öllum útibúum Landsbankans og á Klassi.is Þátttakendur
þurfa að staðfesta skráningu með því að sækja rásnúmer sín í útibú
Landsbankans, líka þeir sem skrá sig á netinu.
Landsbankahlaupið er fyrir alla hressa krakka á aldrinum 10-13 ára,
fædda 1994, 1995, 1996, 1997.
Ís
le
ns
ka
L
B
I
36
86
2
04
.2
00
7
M
yn
ds
kr
ey
ti
ng
ar
: Þ
ór
dí
s
C
la
es
se
n
Brimborg hefur fengið vottað ISO
9001: 2000 gæðastjórnunarkerfið,
fyrst íslenskra bílaumboða. Um
40 íslensk fyrirtæki hafa slíka
staðfestingu.
„Vottunin tryggir öruggt verk-
skipulag allra þátta í heildarstarf-
semi Brimborgar en sífellt fleiri
fyrirtæki sækjast eftir vottun af
þessu tagi,“ segir framkvæmda-
stjóri Brimborgar og kveður vott-
unina í takt við kjörorð og gæða-
stefnu. „Áhersla hefur verið lögð
á fyrirtækið sem öruggan stað að
vera á, fyrir viðskiptavini, starfs-
fólk, birgja og samfélagið í heild.“
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Brimborgar, segir innleið-
ingarferlið hafa tekið meira en
tvö ár og fjölda starfsmanna hafa
unnið að því. „Sérstaklega áhuga-
vert hefur verið að sjá að við inn-
leiðinguna hefur skriffinnska
minnkað til muna og kerfið hefur
auðveldað og hraðað öllum breyt-
ingum,“ segir hann.
Þá hefur fyrirtækið einnig hafið
innleiðingu ISO 14001 umhverfis-
vottunar og með formlegum hætti
óskað eftir að fá vottaða jafnlauna-
stefnu fyrirtækisins, í samræmi
við tillögur samráðshóps félags-
málaráðherra um launajafnrétti.
„Undanfarin ár höfum við unnið
eftir slíkri stefnu og lítum á þetta
sem kærkomið tækifæri til að fá
hana vottaða,“ segir Egill.
Fyrst með
gæðavottun
Viðskiptabankarnir þrír spá
Straumi-Burðarási hagnaði upp
á að meðaltali 108 milljónir evra
á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það
jafngildir um 9,5 milljörðum ís-
lenskra króna. Bankinn kynnir af-
komuna á kynningarfundi í dag.
Spá Kaupþings hljóðar upp á 8,96
milljarða króna, Glitnis upp á 10,45
milljarða og Landsbankans upp á
9,12 milljarða króna. Til saman-
burðar hagnaðist bankinn um nítj-
án milljónir á fyrsta ársfjórðungi
2006. Í dag birtir Straumur-Burðar-
ás í fyrsta sinn afkomutölur sínar í
evrum. Ákvörðun var tekin um að
færa bókhald og semja ársreikning
bankans í evrum á síðasta ári. Tók
það gildi hinn 1. janúar.
Straumi spáð
9,5 milljörðum