Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 74
Veitingastaðurinn Silfur er einn 95 staða sem komust inn á ár- legan lista, „Hot List“ tímarits- ins Condé Nast Traveler. Sér- fræðingar tímaritsins ferðuðust til þrjátíu landa í leit að nýjum og spennandi stöðum, en þeir hafa alltaf þann háttinn á að fara huldu höfði, svo þeir komist sem næst upplifun almennings á veit- ingastöðunum. „Þetta er náttúrulega stór- kostlegur heiður,“ sagði Steinn Óskar Sigurðsson, yfirkokkur á Silfri og matreiðslumaður árs- ins 2006. „Ég veit fyrir víst að þetta er mjög viðurkenndur listi hjá virtu tímariti. Það er beðið eftir honum á hverju ári,“ sagði Steinn. Sjávarkjallarinn komst inn á umræddan lista árið 2004, þegar Steinn vann þar. „Það hafði gríð- arleg áhrif á staðinn. Þetta er greinilega mikið lesið blað, því það spurðist gríðarlega hratt út,“ sagði Steinn, sem vonast því eftir svipaðri velgengni hjá Silfri. „Ég trúi ekki öðru. Silfur er líka eini veitingastaðurinn í Skandinavíu sem kemst inn á listann í ár, þannig að við hljótum að vera að gera eitthvað spennandi,“ sagði hann. Steinn var ekki búinn að sjá blaðið sjálft, en hafði kynnt sér listann á netinu. „Það eru margir spennandi staðir sem hafa ratað inn á hann, svo ég held að við séum í góðum hópi. Svo bíð ég bara spenntur eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Silfur kemst á Hot List 2007 Fram á laugardag standa yfir Rónardagar í Grillinu þar sem boðið er upp á veglegan matseðil og vín frá M.Chapoutier. Þarna er að sjálf- sögðu andalifur og annar vínvænn matur og kostar 13.500 kr. með vínum. Vín frá Rhône hafa löngum þótt í hópi þeirra albestu þótt svæðið hafi dottið eilítið úr víntískunni undanfarin ár. M. Chapoutier er einn þekktasti og besti framleiðandi Rónardalsins og er boðið upp á ágætt úrval vína hússins í helstu vínbúðum auk þess sem sum hver fást í fríhöfninni. Rónardalurinn hefur ætíð verið helsta leiðin milli Miðjarðarhafs- landanna og Norður- og Vestur-Evrópu. Í kringum 125 f.Kr. hófu Róm- verjar vínrækt á þessum slóðum og vakti hún fljótt mikla eftirtekt vegna gæða. Svæðið er þekkt fyrir kraftmikil og afgerandi vín sem endurspegla fjölbreytni í jarðvegi og veðurfari á svæðinu. Dalur- inn var fyrsta vínsvæði Frakklands til að fá viðurkenningu frá kon- ungi fyrir gæði vínanna og voru þau merkt C.D.R. árið 1737. Þaðan koma nokkur eftirsóttustu vína heims m.a. Hermitage, Côte Rotie, Saint Joseph og Condrieu. Um tuttugu þrúgur eru notaðar í daln- um. Helstu rauðu þrúgurnar eru syrah í norðri og grenache í suðri, oft blandað með mourvèdre, carignan og cinsault. Af hvítu þrúgun- um eru viognier, roussane og marsanne mest notaðar í norðurhlutan- um en grenache, clairette og bourboulenc fyrir sunnan. Vínframleið- endur eru mjög margir en stór hús hafa sett svip á héraðið. Þeir hafa bæði ræktað vín á eigin ekrum en einnig gert frábær vín úr þrúgum sem þeir kaupa af öðrum bændum og unnið þannig sem „Négociants“. Vínhúsið M. Chapoutier var stofnað árið 1808. Í dag er sjöunda kynslóð fjölskyldunnar að störfum. Michel Chap- outier leiðir húsið með eitt í huga: ástríðu sína fyrir jarð- vegseinkennum hverrar ekru. Vínin hans túlka það með elegans og persónuleika sem næst fram með samspili hefðar, kjarks og sköpunargleði. M. Chapoutier notar m.a. lífefldan búskap (biodynamic), bæði heima í Rónar- dalnum og á búgarði í Ástralíu sem hann eignaðist fyrir nokkrum árum og hafa vín þaðan vakið mikla athygli, t.d. Mount Benson Shiraz. Chapoutier er einn af helstu páfum lífefldrar rækt- unar og hefur sett saman áhrifamikla stefnuskrá þar sem lykilhugtökin eru virðing, áræðni og göfuglyndi. Rónarvín með blindraletri . kominn tími til að skola rykið af kokkteilhristaran- um og fara að æfa sig fyrir sumarið. Passaðu samt að skola rykið af með köldu vatni, hristarar eru ekki hrifnir af því heita. Halla Margrét Jóhannes- dóttir leikkona hefur gaml- ar hefðir í heiðri og unir sér vel yfir steikingarpottinum. Hún segir kleinusteikingu góða leið til að brúa kyn- slóðabilið. „Við mamma gerum oft klein- ur saman,“ sagði Halla Margrét. „Við gerum venjulega svona þrjár, fjórar uppskriftir í einu og höfum þetta deildaskipt. Ég er kannski í því að fletja, skera og snúa en hún steikir. Steiking- arfeitin getur samt farið svolítið í hálsinn á manni, svo það getur líka verið gott að skiptast á,“ sagði hún. Kleinur höfða þó til fleiri skyn- færa Höllu Margrétar en bragð- laukanna. „Kleina er svo fallegt form. Kleinan sjálf er eins og frjó- semistákn, það er svo mikil kona í henni,“ sagði Halla Margrét. Kleinur eru því í hennar huga ná- tengdar gyðjum, og þar með verk- efninu sem hún vinnur núna að. Það ber heitið Gyðjan í vélinni, og verður frumsýnt í varðskipinu Óðni 10. maí, á fyrsta degi Lista- hátíðar. „Fólk gæti jafnvel rekist á rauðu kleinurnar þar,“ sagði Halla Margét dulúðug. Uppskrift að trölladeigi fær að fljóta með, þar sem Halla Margrét segir stórsniðugt að leyfa krökk- unum að taka þátt í kleinusteik- ingu. „Þeim finnst þetta ótrúlega spennandi,” sagði hún. Til að flýta fyrir hörðnun deigsins má skella því inn í ofn. Þurrefnum blandað í skál og stofuheitt smjörlíki mulið út í. Egg- inu slegið út í súrmjólkina og henni blandað varlega í þurrefnin með hnoðara í hrærivél. Gætið þess að ofhnoða ekki. Þegar deigið er þétt og fallegt er það tekið úr skálinni. Gott er að skipta deiginu í 3-4 hluta og hafa deigið sem ekki er verið að nota undir hreinu stykki. Hveiti sáldrað á hreint borð og einn hluti deigs í einu flattur út. Skorið með kleinuhjóli eftir endi- löngu deiginu, bil milli skurða um 5 cm. Skorið þvert á, gott að láta skurðinn halla örlítið upp á við. Lítill skurður settur í miðju hverr- ar verðandi kleinu. Kleinu snúið og hún lögð á bakka. Steikið kleinurnar í plöntufeiti (palmín). Gott er að nota sleifar- skaft til að snúa þeim í steiking- unni. Þegar kleinurnar eru fallega ljósbrúnar eru þær veiddar upp úr feitinni og látnar jafna sig á eld- húsbréfi á glerbakka. Trölladeig: Blandið öllu saman og skerið út í kleinur! Borðaði sykurmaura í Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.