Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 10
2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið verk að vinna
Yuchai
Mest seldu smá-beltagröfur
á íslandi 2006
Víða rísa nú ný hverfi og slegist er
um lóðirnar. Slagurinn er mestur
á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir
að þar sé framboðið einnig mest.
Hægt er að fá lóðir í Mosfellsbæ,
Hafnarfirði, Reykjavík og Kópa-
vogi.
Í Mosfellsbæ eru það Helga-
fellslandið, en það hefur mikið
verið í fréttum vegna fyrirhug-
aðrar tengibrautar sem fer mjög
svo fyrir brjóstið á íbúum Álafoss-
kvosar, og Leirvogstunga. Í Helga-
fellshverfi munu rísa 1.020 íbúð-
ir, 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli. Í
Leirvogstungu mun lágreist íbúð-
arbyggð rísa enda markmiðið að
halda í gott útsýni til Reykjavíkur,
Esjunnar og yfir Leirvoginn. Sala
lóða í Helgafellshverfi og Leir-
vogstungu er í fullum gangi.
Reykjavíkurborg opnaði fyrir
skemmstu nýjan vef, www.skip-
bygg.is, þar sem hægt er að fylgj-
ast með framgangi uppbyggingar
nýrra hverfa í Reykjavík. Þar er
meðal annars hægt að skoða þau
þrjú hverfi sem úthlutað verð-
ur úr í ár: Sléttuveg, Úlfarsárdal
og Reynisvatnsás. Úlfarsárdal-
ur ríður á vaðið en úthlutað verð-
ur í næsta mánuði. Sléttuvegur og
Reynisvatnsás fylgja í kjölfarið í
september.
Í Hafnarfirði verður uppbygg-
ingu Áslands og Vallanna haldið
áfram og í Kópavogi er Vatnsend-
inn á dagskrá. Samkvæmt upplýs-
ingum frá skipulagssviði Kópa-
vogsbæjar er undirbúningur
lóðaúthlutunar í fullum gangi og
verður fyrirkomulagið auglýst
síðar í sumar.
- tg
Lóðaúthlutanir í
og við Reykjavík
Helgafellshverfi í Mosfellsbæ er meðal hverfa sem byggja á upp á næstu árum.
Fjöldinn allur af lóðum stendur íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða næstu mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hús í suðrænum stíl og með
malbikuðum verðlaunagarði
stendur við Hindarlund á
Akureyri. Þar búa hjónin Ari
Axel Jónsson og Hólmfríður
Þorleifsdóttir.
„Þegar við vorum búin að koma
krakkaskaranum frá okkur lang-
aði okkur að minnka við okkur.
Við fengum Loga Má Einarsson
arkitekt til að teikna það og húsið
varð síðan að veruleika árið 1997,“
segir Ari Axel Jónsson, sem býr
ásamt konu sinni Hólmfríði Þor-
leifsdóttur í sérstaklega fallegu
húsi við Hindarlund á Akureyri.
Hindarlundurinn er í nýrri hluta
Lundahverfisins sem staðsett er
á suðurbrekkunni á Akureyri.
Að sögn Ara fékk Logi Már arkitekt
frjálsar hendur við hönnun húss-
ins, með nokkrum skilyrðum þó.
„Við vildum hús sem væri pass-
lega stórt fyrir okkur hjón-
in, en samt það lítið að engin
hætta væri á að krakkarnir flyttu
aftur heim,“ segir Ari hlæjandi.
Húsið er þriggja herbergja og
132 fermetrar með bílskúr. Ari
segir Loga Má vera einstak-
lega frjóan mann enda hafa
bæði litir og mósaíkflísar fengið
að njóta sín við hönnunina.
Garðurinn í Hindarlundinum
er sennilega einn sá sérstak-
asti á Íslandi og fyrir hann
fengu hjónin verðlaun árið 2003.
„Ég er sennilega eini maðurinn á
Íslandi sem hefur verið verðlaun-
aður fyrir leti, því ég hef ekki sleg-
ið gras í tíu ár,“ segir Ari brosandi,
enda garðurinn allur malbikaður!
Að sögn þeirra hjóna áttu þau stór-
an garð í mörg ár sem Ari segir
hafa jafnast á við tún. Sá garð-
ur gaf af sér átta poka af heyi á
viku og þar sem þau hafa aldrei
verið með skepnur fannst þeim
þetta algjör óþarfi. Þegar hug-
myndin að nýja húsinu kviknaði
var það fyrsta skilyrðið að þar
yrði enginn hefðbundinn garður.
„Við fengum Halldór Jóhannesson
hjá arkitektastofunni Teikn á lofti
til að hanna garðinn fyrir okkur. Ég
held að annar hver Íslendingur hafi
látið sér detta þetta í hug, en ég held
að við séum þau einu á landinu sem
höfum framkvæmt þetta,“ segja
Ari og Hólmfríður, sem eru hæst-
ánægð með malbikið í garðinum og
sakna síður en svo grænna garða.
rh@frettabladid.is
Malbikaði garðinn þegar
krakkarnir fóru að heiman
Ari Jónsson og Hólmfríður Þorleifsdóttir voru orðin fullsödd af garðvinnu og malbikuðu garðinn.
Logi Már Einarsson, arkitekt á Akureyri, fékk að leika lausum hala við hönnun húss-
ins. Eina skilyrðið var gott pláss fyrir hjónin sem væri þó það lítið að krakkarnir gætu
ekki flutt heim aftur!
Halldór Jóhannsson, arkitekt hjá Teikn á lofti á Akureyri, hannaði garðinn, sem er
malbikaður og með steinhleðslum og fallegum palli. Einnig er verið að vinna að
fallegum gosbrunni sem á að koma í garðinn seinna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS.
Suður-amerískra áhrifa gætir í litagleði
og flísum, sem setja framandi svip á
þetta fallega hús við Hindarlund.