Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 2
Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu
í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 12 á hádegi í dag.
Hver sem niðurstaða dómsins verður er afar líklegt
að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Um er að ræða þann þátt málsins sem varð til
þegar settur ríkissaksóknari gaf út endurákæru í 19
liðum eftir að 32 af 40 liðum upphaflegrar
ákæru hafði verið vísað frá dómi. Fyrsta
ákærulið endurákærunnar var vísað frá
dómi.
Þrír eru ákærðir í þessum hluta
Baugsmálsins, þeir Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, Tryggvi Jónsson, fyrrver-
andi aðstoðarforstjóri Baugs, og Jón Gerald Sullen-
berger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna.
Jón Ásgeir er ákærður í 17 af 18 eftirstandandi
ákæruliðum, og hljóða ákærurnar meðal annars upp
á meiri háttar bókhaldsbrot og fjárdrátt úr Baugi.
Tryggvi Jónsson er ákærður fyrir sömu sakir í 9
ákæruliðum af 18.
Jón Gerald, sem kom málinu af stað með kæru til
lögreglu í ágúst 2002, er ákærður í einum ákærulið
fyrir meiri háttar bókhaldsbrot.
Líklegt er að dómi héraðsdóms verði áfrýjað til
Hæstaréttar, hvernig sem fer, og því vart um
endanlegan dóm að ræða. Eftir að sýknudómur féll
í fyrsta hluta Baugsmálsins tók þó Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, þá
ákvörðun að áfrýja aðeins sex af átta ákæruliðum
til Hæstaréttar.
Ríkisstjórn Austur-
ríkis ákvað í gær að leggja
formlega fram lagafrumvarp, þar
sem lagt er til að lágmarksaldur
til að kjósa í þingkosningum í
landinu verði færður niður í 16 ár.
Verði frumvarpið samþykkt
yrði Austurríki fyrsta landið í
Evrópu til að lögleiða 16 ára
almennan kosningaaldur. Gagn-
rýnendur segja of geyst farið;
lækkun kosningaaldurs þyrfti að
fylgja meiri kennsla um þjóðfé-
lagsmál í skólum.
Í frumvarpinu er einnig kveðið
á um fleiri kosningatengdar
breytingar, svo sem að lengja
kjörtímabil þjóðþingsins úr
fjórum árum í fimm.
Kosningaaldur
niður í 16 ár
Rætt verður hvaða regl-
ur munu gilda um úthlutun lóða í
Reykjavík á fundi borgarráðs í
dag. Björn Ingi Hrafnsson, for-
maður ráðsins, segir að þar sem
lóðirnar verði seldar talsvert undir
kostnaðarverði þurfi að setja regl-
ur til að koma í veg fyrir lóða-
brask.
Fulltrúar meirihlutans hafa
lagst yfir reglur sem önnur sveit-
arfélög hafa beitt við lóðaúthlutun,
þær aðferðir sem Reykjavíkur-
borg hefur beitt á undanförnum
árum og úrskurði félagsmálaráðu-
neytisins um ákveðnar útfærslur.
„Það hefur ekki fundist hin full-
komna aðferð, en við hyggjumst
koma þessu þannig fyrir að þetta
verði gagnsæjar og sanngjarnar
reglur þannig að fólk sitji við sama
borð. Markmiðið er að allir geti
fengið lóð sem vilja, og þess vegna
reynum við að auka framboðið,“
segir Björn Ingi.
Ákveðið hefur verið að lóðir í
Reykjavík verði seldar á föstu
verði óháð stærð, og þurfa þeir
sem byggja einbýlishús í nýjum
hverfum borgarinnar að greiða 11
milljónir króna fyrir lóð.
Þetta er nokkuð meira en greitt
er fyrir lóðir í nýjum hverfum í
Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun
þurftu þeir sem ætluðu sér að
byggja á Völlunum eða í Áslands-
hverfi þannig að greiða um 9.400
krónur á hvern lóðarfermetra, auk
ýmissa fastra gjalda. Kostnaður-
inn var því um 6,4 milljónir fyrir
650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir
fyrir 900 fermetra lóð.
Í Garðabæ eru lóðir seldar á
verði sem nálgast það að vera
markaðsverð, segir Guðfinna
Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri
bæjarins. Sem dæmi var 900 fer-
metra lóð í Garðahrauni úthlutað á
16,2 milljónir króna fyrr á árinu.
Slík lóð fengist fyrir um 4,1 millj-
ón á Akureyri og 2,3 milljónir á
Egilsstöðum.
Ekki er hægt á þessari stundu að
sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða
kostnaði borgin verði fyrir sem
liggi til grundvallar þeim verð-
miða sem settur er á lóðir, segir
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.
„Við erum að áætla ákveðinn stofn-
kostnað hverfanna, sem getur auð-
vitað verið breytilegur frá hverfi
til hverfis, en við erum að reyna að
láta lóðirnar standa undir því.“
Hann segir að inni í lóðaverðinu
séu gatnagerðargjöld, en ekki
ýmis þjónustugjöld og byggingar-
leyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki
eingöngu ætlað að standa undir
gatnagerð, heldur einnig uppbygg-
ingu innviða nýrra hverfa, svo sem
grunnskóla, leikskóla, íþrótta-
mannvirkja og fleira.
Björn Ingi bendir á að þegar
lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals
hafi verið úthlutað á síðasta kjör-
tímabili hafi lóðaverðið verið á bil-
inu 18-23 milljónir króna, en hlið-
stæðum eða stærri lóðum verði á
næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir
króna.
Borgarráð vill koma
í veg fyrir lóðabrask
Reglur um úthlutun lóða í Reykjavík verða ræddar í borgarráði í dag. Mikill
munur er á lóðaverði í þéttbýli. Ekki fæst uppgefið frá Reykjavíkurborg ná-
kvæmlega hvaða kostnaður liggur að baki fastri krónutölu fyrir hverja lóð.
BAUGS M Á L I Ð
Á neyðarfundi ríkis-
stjórnar Ísraels, sem Ehud Olmert
forsætisráðherra kallaði saman í
gær, sagðist hann ætla að sitja
áfram í embættinu þrátt fyrir
háværar kröfur um afsögn.
Tzipi Livni utanríkisráðherra
var meðal þeirra sem hvöttu hann
til að segja af sér vegna skýrslu
rannsóknarnefndar, þar sem
Olmert og Amir Peretz varnar-
málaráðherra eru harðlega gagn-
rýndir fyrir mistök í tengslum við
Líbanonstríðið í sumar.
Olmert sagðist ekki ætla að segja
af sér fyrr en hann væri búinn að
koma í framkvæmd tillögum sem
fram koma í skýrslu nefndarinnar.
Avigdor Yizthaki, leiðtogi stjórn-
armeirihlutans á þingi, sagði þó af
sér í gær. Í gærkvöldi kallaði Kad-
ima, flokkur Olmerts, jafnframt
saman neyðarfund vegna málsins.
Þótt Olmert hafi ekki viljað
segja af sér í gær situr hann enn
undir miklum þrýstingi og í kvöld
hefur verið boðaður fjölmennur
mótmælafundur í Tel Aviv.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hez-
bollah, sagðist í gær bera virðingu
fyrir erkióvinum sínum í Ísrael
vegna þess hvernig þeir hafa tekið
á stríðinu í Líbanon. Hann sagði
nefndina nú hafa staðfest yfirlýs-
ingar sínar að ísraelski herinn hafi
beðið ósigur. „Það hlakkar ekkert í
mér,“ sagði Nasrallah samt. „Það á
alla virðingu skilið að rannsóknar-
nefnd sem Olmert skipaði hafi for-
dæmt hann.“
Neitar að segja af sér í bráð
Stjórnarflokkurinn í
Tyrklandi fór á þriðjudag fram á
það við þingið að þingkosningum
yrði flýtt um
nokkra mánuði.
Að öllum
líkindum verða
þær haldnar 22.
júlí næstkom-
andi í staðinn
fyrir nóvember.
Recep Tayyip
Erdogan
forsætisráðherra
sá sér ekki annað
fært en að flýta
þingkosningun-
um eftir að
honum tókst ekki að fá þingið til
að kjósa Abdullah Gül, núverandi
utanríkisráðherra, í embætti
forseta landsins.
Erdogan hefur jafnframt gefið
til kynna að hann muni hugsan-
lega biðja þingið um að breyta
stjórnarskrá landsins þannig að
forseti verði framvegis þjóð-
kjörinn.
Forseti verði
þjóðkjörinn
Andrea, er þetta bókstaflega
blaut tuska í andlitið?
Tæplega tvítugur
maður hefur verið ákærður fyrir
Héraðsdómi Reykjaness, meðal
annars fyrir að bíta lögreglu-
mann sem var við skyldustörf í
lærið.
Maðurinn beitti tönnunum
fyrir utan skemmtistað í
Hafnarfirði þegar verið var að
færa hann í lögreglubifreið.
Hann var einnig ákærður fyrir
eignaspjöll með því að hafa í maí
skellt aftur glerhurð að gufu-
baðsklefa í íþróttamiðstöðinni í
Garðabæ með þeim afleiðingum
að hurðin brotnaði.
Embætti ríkissaksóknara
sækir málið.
Beit lögreglu-
mann í lærið
Krókódíll nokkur,
sem kallaður hefur verið Reggie,
hefur skotið upp kollinum á ný í
tjörn í Los Angeles. Hann hafði
ekki sést í hálft annað ár.
Fyrrverandi lögreglumaður er
talinn hafa haldið krókódílinn sem
gæludýr, en í algeru heimildar-
leysi, og sleppt honum í tjörnina
eftir að hann varð of stór. Hann
sást fyrst í ágúst árið 2005 og olli
töluverðum usla þar til hann hvarf
skyndilega.
Krókódíllinn þykir hættulegur
fólki og er mun stærri nú en þegar
hann sást síðast, en tilraunir til að
handsama hann á sínum tíma fóru
allar út um þúfur.
Krókódíll kom-
inn úr felum