Fréttablaðið - 03.05.2007, Page 4
Árni M.
Mathiesen fjár-
málaráðherra hefur
tekið á leigu
húsnæði á Kirkju-
hvoli í Þykkvabæ og
hafa bæði hann og
eiginkona hans flutt
lögheimili sitt í
Þykkvabæinn.
Breyting á lögheimili ráðherr-
ans er vegna framboðs hans í
Suðurkjördæmi, en hann hefur
hingað til haft lögheimili í
Hafnarfirði. Böðvar Jónsson,
aðstoðarmaður ráðherra, segir að
Árni muni eins og flestir aðrir
landsbyggðarþingmenn reka tvö
heimili, eitt í Þykkvabænum og
annað í Hafnarfirði.
Lögheimili Árna
í Þykkvabæ
Viðvörunarskilti sem
komið hafði verið fyrir við íshelli á
jökulsporði Sólheimajökuls hefur
verið fjarlægt. Lögreglan á Hvols-
velli segist ekki vita hver hafi
verið að verki en litið sé á slík mál
alvarlegum augum.
Í fyrrasumar lét ferðamaður
lífið eftir að hluti af íshelli hrundi
yfir hann.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
lét koma nýju skilti fyrir eftir að
stuldurinn uppgötvaðist. Lögregl-
an minnir á að lífshættulegt geti
verið að fara inn í slíka hella.
Viðvörunar-
merki stolið af
hættusvæði
Rúmlega tvítugur maður hefur verið
ákærður fyrir ótrúlegan glæfraakstur. Hann ók undir
áhrifum fíkniefna, án gildra ökuréttinda, án þess að
sinna stöðvunarmerkjum lögreglu og langt yfir
leyfilegum hámarkshraða í Reykjavík og Kópavogi.
Með þessu athæfi raskaði hann umferðaröryggi og
stofnaði lífi og heilsu tveggja farþega bílsins sem
hann ók og annarra vegfarenda á akstursleiðinni á
ófyrirleitinn hátt í augljósa hættu, að því er segir í
ákærunni.
Háskaaksturinn hófst á Höfðabakka inn á Vestur-
landsveg og vestur Ártúnsbrekku. Maðurinn ók þar á
160 kílómetra hraða. Áfram hélt hann, lenti inn á
Suðurlandsbraut þar sem hann ók yfir grasflöt inn á
Miklubraut án þess að virða biðskyldu, þannig að
ökumaður annarrar bifreiðar varð að nauðhemla til
að forða árekstri. Síðan lá leið ökuníðingsins upp á
gangstétt, um bifreiðastæði við Bústaðaveg, en þar
keyrði hann utan í kyrrstæða bifreið. Næst brenndi
hann yfir grasflöt og umferðareyju, inn á Reykjanes-
braut og áfram, stundum á röngum vegarhelmingi.
Lögreglunni tókst að stöðva hann með því að aka á
bifreið hans við Súðavog. Í ökuferðinni var maðurinn
alltaf tugum kílómetra yfir leyfilegum hámarks-
hraða.
Neistarnir flugu
þegar keppinautarnir um franska
forsetaembættið, sósíalistinn
Segolene Royal og hægrimaðurinn
Nicolas Sarkozy, mættust í
sjónvarpskappræðum í gærkvöld.
Þær voru hápunktur kosningabar-
áttunnar fyrir úrslitaumferð
kosninganna á sunnudaginn.
Kappræðurnar voru svo að
segja síðasta tækifæri Royal til að
vinna upp fylgisforskotið sem
flestar skoðanakannanir hafa sýnt
Sarkozy njóta. Hún gagnrýndi þar
meðal annars feril Sarkozy sem
ráðherra í ríkisstjórn Jacques
Chirac. Þau tókust einnig á um 35
stunda vinnuvikuna.
Eitt síðasta
tækifæri Royal
Gengið hefur verið frá
sölu á búlgarska símafélaginu
BTC til bandaríska fjármála-
fyrirtækisins AIG Global Invest-
ment Group fyrir 160 milljarða
króna. Skrifað var undir sölu-
samning í gærkvöldi, en stærsti
eigandi BTC var Novator, fjár-
festingafélag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, með um 85 pró-
senta eignarhlut.
Í tilkynningu Novator kemur
fram að um sé að ræða stærstu
skuldsettu yfirtöku í Mið- og
Austur-Evrópu til þessa. „Mark-
aðsvirði félagsins er um 145 millj-
arðar króna. AIG hefur tryggt sér
kaup á rúmlega 90 prósentum í
félaginu en stefnir að kaupum á
öllu félaginu og afskráningu úr
Kauphöllinni í Sófíu,“ segir þar.
Novator fjárfesti fyrst í BTC í
samvinnu við fjárfestingafélagið
Advent International, EBRD,
National Bank of Greece, og fleiri
þegar félagið var einkavætt í júní
2004. Félögin Straumur, Burðarás
og Síminn sem þá var í ríkiseigu
tóku einnig þátt í upphaflegu við-
skiptunum, en þá voru keypt 65
prósent í félaginu. Síðan hefur
Novator aukið við hlut sinn og fer
við söluna nú með um 85 prósenta
hlut í BTC. „Ávöxtun íslensku
fjárfestanna sem tóku þátt í
fyrstu viðskiptunum fyrir rúm-
lega tveimur og hálfu ári er nærri
fimmföld. Hagnaður Novator af
viðskiptunum er um 55 til 60
milljarðar króna en annarra
íslenskra fjárfesta um 6 milljarð-
ar króna,“ segir í tilkynningunni.
Frá einkavæðingu hefur BTC
tekið miklum breytingum og
vaxið samhliða gagngerum end-
urbótum á tæknibúnaði og marg-
þættum skipulagsbreytingum.
Þannig segir í tilkynningu Novat-
or að starfsmönnum hafi verið
fækkað úr um 24 þúsundum í 10
þúsund í samráði við stjórnvöld
og verkalýðsfélög. Þá hafi verið
fjárfest í nýjum tækjabúnaði
fyrir nærri 40 milljarða króna og
rekstur farsímaþjónustu hafinn.
BTC býður nú alhliða fjarskipta-
þjónustu og má til marks um vöxt
félagsins nefna tæplega 17 pró-
senta aukningu hagnaðar eftir
skatta og afskriftir milli áranna
2006 og 2005, úr rúmlega 113
milljónum búlgarskra leva í 132
milljónir leva, eða úr sem nemur
5,03 milljörðum króna í 5,9 millj-
arða króna.
Kaupandi BTC, bandaríska
félagið AIG, býður alhliða fjár-
málaþjónustu um heim allan, þar
á meðal í tryggingum, fjárfest-
ingum, eignastýringu og fasteign-
um.
Fyrirtækið stýrir nærri 55 þús-
und milljörðum króna og hefur
um 2.000 starfsmenn sem starfa á
44 skrifstofum víða um heim.
BTC í Búlgaríu selt á
160 milljarða króna
Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um 60 milljarða króna
við söluna á BTC til bandarísks fjármálafyrirtækis. Hlutur annarra íslenskra
fjárfesta er nálægt 6 milljörðum. Ávöxtun fjárfestanna er nálægt því fimmföld.
Hlutverk Ísafjarðar-
flugvallar í Grænlandsflugi mun
stórminnka að ef ekki verður
komið upp búnaði til vopnaleitar
og annarra tækja sem nauðsynleg-
ar eru fyrir millilandaflug.
Þetta kemur fram á vestfirska
fréttavefnum bb.is. Völlurinn
hefur um árabil verið burðarás í
þjónustu Flugfélags Íslands við
fyrirtæki á A-Grænlandi en útlit er
fyrir að það geti lagst af ef ekkert
verður að gert. Að sögn Friðriks
Adolfssonar, deildarstjóra
flugfélagsins, hefur fengist leyfi
til að millilenda á Ísafirði til að
fylla vélarnar eldsneyti, með þeim
skilyrðum að farþegar yfirgefi
ekki vélarnar og að lögreglan hafi
eftirlit á vellinum.
Vopnaleitar-
búnað vantar
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500