Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 8
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÁRANGUR Á ÖLLUM SVIÐUM Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag (ICC) hefur gefið út handtökutilskipun á hendur ráðherra í Súdanstjórn og eins af forsprökkum svonefndra janjaweed-sveita á grundvelli gruns um að þeir beri ábyrgð á stríðsglæpum í Darfúr-héraði. Frá þessu greindi dómstóllinn í gær. Súdanstjórn svaraði því til að hún hefði alls ekki í hyggju að framselja sakborningana og tilkynnti að í ljósi þessara handtökutilskipana væri það takmark- aða samstarf sem stjórnin hefði átt við dómstólinn úr sögunni. Mjög ólíklegt virtist að sakborningarnir myndu gefa sig fram af sjálfsdáðum. „Okkar afstaða er mjög skýr – ICC getur ekki tekið sér lögsögu til að dæma súdanska borgara utan Súdans,“ sagði Mohamed Ali al-Mardi, dómsmála- ráðherra Súdans. En Luis Moreno-Ocampo, saksókn- ari við dómstólinn, sagði að handtökutilskipanirnar væru mikilvægt skref í átt að því að koma einhverju af þeim voðaverkum sem unnin hafa verið í Darfúr fyrir alþjóðlegan dómstól. Sem það ríki sem yfir svæðinu ræður ber ríkis- stjórn Súdans lagaleg skylda til að handtaka Ahmad Harun og Ali Kushayb,“ sagði Moreno-Ocampo. Súdanstjórn hafnar afskiptum Farþegar sem áttu að fljúga með flugvél Iceland Express til London klukkan 7.15 í gærmorg- un, þurftu að bíða tímunum saman eftir flugi á flugvellinum meðan beðið var eftir varahlut í vélina frá London. Farþegarnir fóru loks í loftið um fjögurleytið í gær eftir að Iceland Express hafði keypt flug- miða fyrir þá með Icelandair. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir að félagið hafi sent út tilkynningu um seinkunina með sms í gærmorgun til þeirra farþega sem hafi skráð farsíma við bókun og sett upplýsingar um seinkunina á netið. Þetta hafi gefið góða raun því aðeins um þrjátíu prósent farþeganna hafi mætt á flugvöllinn og sumir þeirra snúið strax til baka. „Ég hef ekki orðið var við óánægju. Við höfum frekar fengið jákvæð viðbrögð á það hvað við reyndum þó að gera,“ segir hann. Matthías segir að seinni partinn hafi verið ákveðið að kaupa flug fyrir alla farþegana hundrað til London með Icelandair. „Það tók tíma að koma varahlutnum til landsins og svo tekur það flugvirkj- ana tíma að gera við. Við tókum þá ákvörðun að kaupa miða fyrir alla farþegana og taka á okkur þann kostnað í stað þess að vera að draga þetta lengur,“ segir hann. Keypti miða með Icelandair
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.