Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 16
Erindrekar
Evrópusambandsins þrýstu á
rússnesk stjórnvöld í gær að sjá
til þess að eistneska sendiráðið í
Moskvu nyti tilhlýðilegrar vernd-
ar, en fjöldi ungra Rússa hefur
setið um það síðustu daga og gert
aðsúg að starfsmönnum þess, þar
á meðal sendiherranum Marinu
Kaljurand.
Umsátursliðið er reitt þeirri
ákvörðun eistneskra stjórnvalda
að láta flytja minnismerki um
sigur Rauða hersins í síðari heims-
styrjöld frá torgi í miðborg Tall-
inn inn í kirkjugarð í borginni. Er
hafist var handa við að flytja stytt-
una á föstudaginn kom til átaka
milli lögreglu og ungmenna af
rússneskumælandi minnihlutan-
um í Eistlandi.
„Við mælumst eindregið til þess
að rússnesk stjórnvöld standi við
skuldbindingar sínar samkvæmt
Vínarsáttmálanum um diplómatísk
samskipti,“ sagði Christiane Hoh-
mann, talsmaður framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins. Hún
sagði að nefnd sendiherra ESB-
ríkja vildi sem fyrst eiga fund í
rússneska utanríkisráðuneytinu
til að koma þessum skilaboðum á
framfæri.
Kaljurand sendiherra hafði áður
greint frá því að rússnesk ung-
menni, sem fylgja núverandi vald-
höfum í Kreml að málum, hefðu
reynt að ráðast á sig er hún reyndi
að halda blaðamannafund í
Moskvu. Hún sagði einnig að
tölvuþrjótar sem meðal annars
notuðu tölvur skráðar af rúss-
nesku ríkisstjórninni hefðu brot-
ist inn á opinberar heimasíður
Eistlandsstjórnar.
Minnismerkið umdeilda,
„Bronshermanninn“, álíta Eistar
almennt tákn um sovéskt hernám
og ofríki Moskvuvaldsins í hálfa
öld í landi þeirra.
Sendiráð Eista
njóti verndar
Erindrekar Evrópusambandsins þrýsta á rússnesk yfir-
völd að vernda betur eistneska sendiráðið í Moskvu,
sem reiðir ungir Rússar sitja um vegna minnismerkis.
Orðsending fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkur til
íbúa á svæði 105 var fyrst og
fremst hugsuð fólki til viðvörunar
og má vel vera að hana hefði mátt
orða betur, að sögn Hrólfs Jóhann-
essonar sviðsstjóra.
„Ef veggurinn er innan lóðar-
marka getum við ekkert komið og
mokað og skemmt vegginn og
rukkað þig, það er ekki þannig.
Hins vegar eru veggir víða gamlir
og hanga út fyrir gangstéttina.
Verði hreyft við stéttinni geta
þeir fallið út. Þá er fyrst haft sam-
band við eigendur, þeir heimsóttir
og allt myndað. Fullt samráð er
haft áður en verkið hefst,“ segir
Hrólfur, sem kveður þetta koma
örsjaldan upp á. Hrólfur telur að
orðsendinguna vegna þessa mætti
ef til vill endurskoða, en í henni
segir; „þegar að gangstétt borgar-
innar er mokað upp við lóð [hús-
eigenda] getur veggur [...] sem
nær út á gangstétt borgarinnar
riðlast eða skemmst. Verkkostn-
aður af þessum völdum fellur á
húseiganda.“
Einnig er minnst á „veruleg
vatnstjón“ í orðsendingunni.
Hrólfur segir að vatnsskemmdir,
sem komi af því að fólk gleymi að
skrúfa fyrir kranana, verði að
vera á ábyrgð íbúa. Orkuveitan
eigi lagnirnar og viðskiptavinir
hennar þurfi að leyfa henni að
endurnýja þær.
Orðsendingu mætti breyta Fjórir Pakistan-ar hálshöggnir
Yfirvöld í Sádi-
Arabíu létu í gær hálshöggva fjóra
Pakistana, sem dæmdir höfðu
verið fyrir að berja mann til dauða
þar sem hann svaf í rekkju sinni,
nauðga og misþyrma eiginkonu
hans og ræna fé og skartgripum
hjónanna. Frá þessu greindi sádi-
arabíska innanríkisráðuneytið.
Í Sádi-Arabíu á fólk líflát yfir
höfði sér sem dæmt er fyrir morð,
eiturlyfjasmygl, nauðgun eða
vopnuð rán. Aftökurnar fara fram
fyrir opnum tjöldum. Hinir
dæmdu eru hálshöggnir með
sverði. 51 maður hefur verið
hálshöggvinn í landinu það sem af
er þessu ári.